Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 49

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 49
Loðslöngur meðfram eyrum Þ Það er aðeins farið að kólna eftir sum- arið sæla enda gengur september í garð um helgina, fyrsti haustmánuð- urinn. Við erum vel haldin eftir sum- arið og full af D-vítamíni. Það hefur verið með eindæmum blítt og fer í annála. Sólarsumarið 2012 þegar þeir sem pantað höfðu utanlandsferðir sáu eftir slíku því veðrið var betra hér en í nágrannalöndunum. Fölir Danir, og fleiri nágrannar, sem sátu súrir í rigningunni en höfðu rænu á að panta Íslandsferð sneru sólbakaðir og sælir heim. En árstíðaskiptin eru fram undan og ekkert nema gott um það að segja. Haustið býr yfir töfrum og litadýrð. Lopapeysan er á sínum stað og nýtist vel þegar hitinn lækkar. Karlar geta líka brugðið á það ráð að láta sér vaxa skegg til að hlýja sér, það er að segja þeir sem nenna að standa í því. Veturinn er tími alskeggsins, sagði í merkri skegggrein í Fréttatímanum síðastliðið haust þar sem fullyrt var að alskegg ætti að fylgja vetrinum eins og rjúkandi kjötsúpa. Ekki er víst að allir samþykki þá stefnu. Karlar hafa mismunandi af- stöðu til skeggs og konur ekki síður. Langt er um liðið síðan pistilskrifar- inn lauk skeggtímabili ævi sinnar og engin plön eru um að endurvekja það með hvítu skeggi og líkjast annað hvort sveitasöngvaranum Kenny Ro- gers eða sjálfum jólasveininum. En skegg er ekki sama og skegg. Það mátti lesa í fyrrnefndri skegg- grein. Broddaskegg er algengt, einkum meðal yngri karla. Alskegg er klassískt en það þarf að snyrta. Yfirvararskegg er umdeildara og fer mönnum misvel. Sumir eru beinlínis hallærislegir með mottu, aðrir karl- mennskan uppmáluð að hætti gamla kyntröllsins Burt Reynolds. Í skegg- greininni var síðan bent á nokkrar gerðir skeggs sem venjulegir menn ættu að varast. „Ekki vera með geithafursskegg nema þú sért í rokk- hljómsveit og þurfir að halda ákveð- inni tegund af „kúli“ því hárið er farið að þynnast,“ sagði þar. „Sama gildir um að láta vaxa bara undir neðri vör- inni,“ sagði enn fremur. Þá var varað við svokölluðum kleinuhring fremst á trjónunni. Hann þykir ekki smart. Þar er sístur „rútubílstjórakleinu- hringur“, hann „ættu bara rútubíl- stjórar og stöku íslenskukennari að leyfa sér.“ Fróðlegt er að kynna sér afstöðu kvenna til skeggvaxtar þeirra karla sem þær umgangast. Mín umbar tilraunir bónda síns á sínum tíma en sér, að ég held, ekki eftir þeirri skreytingu. Um afstöðu annarra kvenna mátti lesa á spjallsíðu Barna- lands, þar sem ýmislegt var látið flakka. Ein bað annað hvort um rak- aða kjamma eða brodda. „Allar gerðir af mottum og dónötum eru ljótar,“ sagði hún og átti með síðarnefnda slanguryrðinu við hinn illræmda kleinuhring. Annarri þóttu 2-3 daga broddar fara flestum vel. „Maðurinn minn er allavega þannig og er með barta og he’s veeery sexy,“ sagði hún með þetta mörgum e-um í áherslu- orðinu. Það leiðir hugann að börtum. Þeir voru í tísku í mínu ungdæmi en hafa lítt sést síðan. Slíkar loðslöngur meðfram eyrum eru umdeilanlegar, svo ekki sé meira sagt. Þriðja konan á spjallsvæðinu skóf ekki utan af því: „Ég hata skegg og brodda líka, aðallega af því mér finnst óþægilegt að kyssa þá.“ Sú fjórða var stuttorð en gagnorð: „Ég fíla skegg,“ sagði hún og sú fimmta sá sinn karl í hillingum þegar hún kom á innsoginu með eftirfarandi yfirlýsingu: „Mér finnst minn flottastur með brodda.“ Draumarnir eru af ýmsum toga eins og lesa mátti hjá þeirri sem sagði: „Ég er lúmskt skotin í vel snyrtu alskeggi, eitthvað villimanns-, skógarhöggs-, bangsalega sexí við það. Þeir [alskeggjuðu karlarnir] eru einhvern veginn svo kósí og heimilis- legir.“ Enn ein konan átti sér draum sem ekki rættist. „Ég grátbað mann- inn minn,“ sagði hún, „að prófa að safna en hann tók það ekki í mál. Það hefði verið kryddað gaman, eins og að fá allt í einu nýja týpu.“ Durtur má manngarmurinn hafa verið að veita henni ekki þetta tilfinningalega svig- rúm, eins og þeirri sem sagði sitt álit strax í kjölfarið: „Ég er svo sammála, ég er voðalega hrifin af skeggi. Ég sá mynd af mínum fyrrverandi áður en ég kynntist honum og hann var með eitt það flottasta skegg sem ég hef séð. Ég sagði alltaf að ég hefði fallið fyrir skegginu.“ Ekki kom fram hvort rakstur þessa fallega skeggs hefði átt þátt í sambandsslitunum. Það fylgir skeggsöfnun karla að til eru myndir af þeim á ýmsum skeiðum, misfögrum. Það á við um pistilskrifarann eins og aðra sem lagt hafa út á þessa braut, einhvern tímann á lífsleiðinni. Það myndasafn nýttu börn hans nýverið og sýndu, sér og öðrum til skemmtunar, nema ef til vill fórnarlambinu. Það sást al- skeggjað í ýmsum útgáfum, snöggum og loðnum en mesta kátínu vakti motta sem skilin var eftir tímabundið, á efri vörinni þegar alskeggið fauk fyrir fullt og allt. Þá var freistandi að halda yfirvararskeggi eftir, um stund að minnsta kosti. Sú ákvörðun var umdeild og kannski ekki skynsam- leg, ef marka má þær gömlu myndir sem dregnar voru fram í dagsljósið á dögunum. Faðir þessara gamansömu barna þakkar þó sínum sæla að fram hjá þeim fór mynd, þegar þau pældu í gegnum gömul albúm, þar sem sást skelfilegur kleinuhringur á ásjónu hans sem hélt sér í dag eða tvo, áður en eiginkonan og móðir barnanna setti honum stólinn fyrir dyrnar. Sú mynd hefði endanlega farið með „kúlið“. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Helgin 31. ágúst-2. september 2012 viðhorf 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.