Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 2
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gunnhildur@ frettatiminn.is 1 1 -0 5 6 8 / H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA www.ms.is ...hvert er þitt eftirlæti? ...endilega fáið ykkur Rúmlega þrefalt fleiri börn neyta grænmetis daglega eða oft á dag ... Freyja og tveir af sautján keppinautum í Junior Masterchef á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3. Mynd/TV3/Lars E  sjónvarp Íslensk stúlka Í junior Masterchef Í DanMörku Freyja fallin úr keppni en stóð sig með sóma s pennufall. Þannig lýsir móðir Freyju Smáradóttur því þegar dóttir hennar féll úr Junior Masterchef keppninni á sjón- varpsstöðinni TV3 í Danmörku um síðustu helgi. Þættirnir eru dönsk útgáfa af Masterchef sem sýndir eru víða um heim og landsmenn geta séð á Stöð 2 – bandarísku útgáfuna. Anna Kristín Magnúsdóttir, móðir Freyju sem er ellefu ára, segir það hafa verið mikinn létti fyrir dóttur sína að geta loks tjáð sig um þátttökuna en það hefur hún ekki mátt frá því að þættirn- ir voru teknir upp fyrr í sumar. Um helgina hafi átta stúlkur keppt og ljóst að tvær myndu falla úr leik. „TV3 stóð með sóma að keppn- inni. Sálfræðingar og aðstand- endur þáttanna tóku við stúlk- unum þegar upptökum lauk og fóru yfir reynsluna með þeim,“ segir Anna Katrín sem myndi ekki hika við að senda dótturina aftur í álíka keppni. „Hún hafði rosalega gott af þessu og við öll.“ Freyja verður áfram á skjánum, því allir þáttakendur verða með í lokaþættinum. „Hún kynnti land sitt vel og notaði skyr og þáttastjórnend- urnir voru ánægðir með það sem hún gerði.“ En er hún nú fræg í Danmörku? „Við höfum tekið eftir því að fólk þekkir hana úti á götu. Hér í Vallensbæk búa álíka margir og í Hafnarfirði og kommúnan var mjög spennt yfir því að eiga fulltrúa í keppninni,“ segir Anna stolt en Freyja var á handboltaæfingu þegar Frétta- tíminn náði á fjölskylduna. M eiri hreyfing unglinga, skipulagð-ari tómstundir og sterkari tengsl þeirra við foreldra hafa skilað sér í minni vímuefnaneyslu. Það er rosaleg breyting til heilbrigðari lífshátta meðal ís- lenskra unglinga,“ segir Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greining- ar við Háskólann í Reykjavík, sem stendur á tímamótum því hagir og líðan unglinganna hefur nú verið hefur skoðuð í tuttugu ár. Nú er að koma út skýrsla þar sem farið er yfir breytinguna sem orðið hefur á því tímabili. Í skýrslunni kemur fram að rannsóknir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og áratugum benda til þess að tengsl barna við foreldra sína og fjölskyldu sem og samverustundir fjölskyldunnar skipti miklu máli fyrir þróun og þroska þeirra. Foreldrar eru börnum sínum mikilvægir og sterkar fyrirmyndir, og eru lykilaðilar í félagslegu stuðningsneti þeirra. Aðhald, eftirlit og stuðningur foreldra hefur jákvæð áhrif á námsárangur barna og ungmenna, og að þau ungmenni sem verja miklum tíma með foreldrum sínum og/eða eru vel tengdir þeim eru ólíklegri en önnur ung- menni til að leiðast út í notkun vímuefna lendi þeir í félagsskap þar sem vímuefna- neysla er algeng. Þess utan eru börn og ungmenni sem eiga stöðug og jákvæð samskipti við foreldra sína, og fá mikinn stuðning frá þeim, líklegri til að ganga vel í skóla og eignast vini þar sem svipað sam- skiptamynstur er uppi á teningnum. Að sögn Jóns eyða unglingar mun meiri tíma með foreldrum sínum nú en áður, jafnt á virkum dögum sem um helgar. Tvöfalt fleiri börn segjast vera oft eða nær alltaf með foreldrum sínum utan skólatíma á virkum dögum nú en árið 1997, helmingur barna nú en fjórðungur áður. Útivist utan leyfilegs útivistartíma hefur dregist verulega saman frá aldamótum þar sem færri en þrjú af hverjum tíu börnum segjast nú hafa verið úti eftir klukkan 22 þrisvar eða oftar síðastliðna viku. Meira en helmingur gerði það um aldamót. Mataræði unglinga hefur stórbatnað frá aldamótum. Rúmlega þrefalt fleiri börn neyta grænmetis daglega eða oft á dag og sama á við um ávaxtaneyslu á meðan sæl- gætisneysla stendur í stað. Þá virðist drengjum líða betur í skól- anum og bæði kynin leggja meiri rækt við námið en um aldamótin. Mesta breytingin hefur orðið á áfengis- og vímuefnaneyslu unglinganna. Árið 1998 sögðust 42 prósent hafa orðið drukkin á síðastliðnum mánuði sem er sexfalt fleiri en nú þegar sjö af hverjum hundrað ung- lingum hafa verið drukknir. Björn M. Björgvinsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, segir unglinga í dag almennt til fyrirmyndar. „Ýmislegt spilar inn í þær breytingar sem orðið hafa,“ segir hann. „Það má vera að maður sjálfur hafi þroskast og komist í betra jafnvægi til að takast á við vandamál en mér finnst sam- skipti við unglinga almennt mýkri í dag en þau voru. Átök milli unglinganna sjálfra voru oft harkaleg. Ástæðan fyrir þessari auknu samskiptamýkt er að mínu mati sú að samskipti milli heimila og skóla hafa stóraukist. Allt sem áður kom upp á í skól- um var vísað til skólastjóra og kennara en nú heyrir það til undantekninga ef foreldrar eru ekki hafðir með í ráðum,“ segir Björn. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Samskipti við ung- linga mýkri en áður Hagir unglinga á Íslandi hafa stórbatnað á síðustu tveimur áratugum. Börnum líður betur í skóla og eiga í meira samneyti við foreldra sína. Áfengis- og vímuefnaneysla hefur minnkað svo um munar og mataræði batnað. Skólastjóri Laugalækjarskóla segir unglinga í dag almennt til fyrir- myndar og að samskipti við þá séu mýkri en áður.  rannsókn hagir og lÍðan unglinga 1992-2012 Unglingum líður mun betur í skóla og sinna náminu betur nú en fyrir tuttugu árum. Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og grein- ingar við Háskólann í Reykjavík. Frá gullárinu 2007 hafa austfirskar konur stefnt að því að opna Hreiður á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. „Við erum með mjög fín öryggistæki, nýtt bráðaborð og getum verið með börn í ljósum og sinnt bráðaþörfum. Það sem við vonumst eftir er að bæta aðstöðuna enn frekar, því við erum ekki með hjóna- rúm eða slíkt. Þótt þessi umræða sé ekki komin á það stig að ákveða hvenær við ráðumst í verkið þá viljum við gjarna breyta annarri sængurlegustofunni í Hreiður,“ segir Oddný Ösp Gísladóttir, ljósmóðir á spítalanum. Önnur sængurlegustofan er fyrir eina konu og hin fyrir tvær. Oddný segir að um áttatíu börn fæðist á sjúkrahúsinu árlega. Konur frá öllu Austurlandi fæði þar; lengst að komi þær frá Djúpavogi, en aksturinn taki um tvær klukkustundir. „Þær leggja af stað þegar þær finna fyrsta verkinn.“ Spurð hvort það nægi: „Já, annað heyrir til undantekninga.“ Hún jánkar því þó að það gerist og síðast ekki fyrir löngu. „Sú kona hefði líklegasta átt í næstu Olís-sjoppu hefði hún verið fyrir sunnan. Barnið fæddist tíu mínútum eftir fyrsta verk.“ Söfnun fyrir Hreiðri hófst fyrir fjórum árum. Harpa Vilbergsdóttir hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir hollvinasamtök spítalans og safnaði 120 þúsund krónum. Hún vildi uppfylla þann draum að foreldrar gætu legið saman sængurleguna „í stóru og góðu rúmi með krílið sín á milli.“ Austfirskar konur dreymir um að fæða í Hreiðri Héðinn Halldórsson á Al Jazeera Héðinn Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður, starfar nú hjá samtökunum Save the Children. Hann er staðsettur í Jórd- aníu og í fyrradag var rætt við hann á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera um börn á flótta frá átökunum í Sýrlandi en ástandið er hrikalegt. Starf Héðins felst í að reyna að gera allt til að koma börnum á vergangi aftur til ættingja en þúsundir flýja yfir landamærin til Jórdaníu á degi hverjum. Í viðtalinu sagði Héðinn að í búðirnar, sem hann starfar hvað mest við, hefðu tíu þúsund flóttamenn komið í síðustu viku og samkvæmt sérfræðingum hjá Sameinuðu þjóðunum er því spáð að flótta- mannastraumurinn eigi enn eftir að aukast. 103 kíló af pósti Í dag byrjar Pósturinn að dreifa Ikeabækl- inginum og þá fer taska póstburðar- mannsins, eða -konunnar, úr 20 kílóum í 103 kíló. Hæst fer taskan í 40 kíló í kringum jólin og verður þessi því þyngsta helgi ársins hjá Póstinum. Það tekur þrjá heila daga fyrir póst- burðarfólkið að koma bæklingnum í öll hús í landinu vegna þyngdar töskunnar. Héðinn Halldórsson hjá Save the Children. Oddný Ösp Gísladóttir ljósmóðir með nýfætt kríli á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. 2 fréttir Helgin 31. ágúst-2. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.