Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 8
8 úttekt Helgin 31. ágúst-2. september 2012 M ér finnst fátt meira kósí en að fá mér osta og alvöru rauðvín heima á fimmtudags-kvöldi – svona rétt fyrir helgina,“ segir tveggja barna móðir á fertugsaldri í úthverfi borg- arinnar með fjölda undirmanna á vinnustað sínum. „Rosalega er líka gaman að fá góða vini í heim- sókn, fá sér ískalt gin í rauðan Kristal og spjalla um allt og ekkert. Þá eru stundir með manninum mínum inni á skemmtilegu kaffihúsi erlendis með kaffibolla og sterkt í staupi; sötra á því og sjúga í sig menninguna og landið um leið á meðal minna uppáhalds – I LOVE IT.“ Hversu margir geta ekki sett sig í þessi spor? Er kynslóðin frá 1970 til 1990 fulla kynslóðin? Kynslóðin sem fékk ótakmarkaðan aðgang að bjór og smellti honum inn í daglega neyslu sína án umhugsunar? Kynslóðin sem horfði á foreldra sína breyta áfengismenningu landans. Bjór í stað gosdrykkja Ári fyrir bjórinn, 1988, seldust rúmir sautján lítrar af áfengi á hvern fimmtán ára og eldri úr ríkinu. Góðærisárið 2007 voru lítrarnir rúmir 100. Hundrað lítrar! Þá blandaði landinn áfengið sjálfur – drakk sterkt. Nú kaupir hann drykkinn tilbúinn og drekkur helst bjór. En þrátt fyrir það hefur drykkjan aukist um rúm- an helming á tuttugu árum. Fyrir bjórárið drakk hver frá fimmtán ára aldri 4,5 lítra af hreinu áfengi á ári en lítrarnir eru nú um sjö – voru mest 7,5. En hafði hrunið engin áhrif á drykkjuna? Sjá má í ársskýrslum ÁTVR að landsmenn drukku milljón lítrum minna af bjór í fyrra en 2007. Samdrátturinn rúm sex prósent. „Ég held nú að bjór sé að breytast úr því að vera „djamm“ drykkur í meira svona „social“ og jafnvel eitthvað í líkingu við gos- drykk, svipað og gengur og gerist í Ástralíu og víðar, þetta á einnig við um léttvín,“ segir 35 ára vel menntaður karlmaður sem vinnur hjá stöndugu alþjóðafyrirtæki. „Sjálfur fæ ég mér örugglega bjór þrisvar til fimm sinnum í viku, ef ég fer á kaffihús, út að borða, þegar vinir koma í heimsókn, slaka á heima og svo framvegis. En færri en ég gerði venjulega. Þetta fer líka eftir árs- tíma. Ég drekk meira á sumrin en veturna. Ég fæ mér bjór standard á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum og/eða léttvín með matnum. Ég mundi ekki vilja sleppa bjór og léttvíni, að minnsta kosti ekki meðan ég hef stjórn á þessari drykkju.“ Karríer-konur með í glasi Stjórn. Hver vill missa stjórn? Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi, segir að á meðferðarstofn- uninni komi fram að fólk fætt milli áranna 1950 og 1960 hafi með tímanum og bjórnum orðið miklir áfengisneytendur. „Sérstaklega drekka konur í þessum hópi miklu meira áfengi en stöllur þeirra gerðu fyrr. Þetta eru karríer konur og þær nota meira áfengi. Þegar þessi kynslóð lendir í áföllum; missir vinnu, maka eða fær erfiðan sjúkdóm bregst hún við með því að auka áfengisneyslu og lendir í vandræðum,“ segir hann. „Okkur finnst og höfum á tilfinningunni að kon- ur drekki of mikið áfengi. Þær finna fyrir því að þær þola orðið áfengi. Þær drekka tvo í stað eins, þrjá í stað eins. Þær eru ekkert að skandalísera, en er meiri hætta búin að missa stjórn allt í einu ef eitthvað bjátar á.“ Rétt sé að áfengisneyslan hafi breyst í áranna rás. „Hún hefur þokast úr þessari rosalegu ofurölvun yfir í að drukkið sé innan hófsemdar- marka, en nokkuð þétt og alltaf á mörkunum,“ segir Þórarinn. „Freyðivín er himneskt og gerir allt svo dásamlega, dillandi skemmtilegt,“ segir tæplega fertug kona úr einu nýbyggðu borg- arúthverfanna. Hún sinnir skrifstofustörfum. „Hvað er betra í freyðibaðið en ískalt hvít- vínsglas?“ Og stalla hennar, lítt eldri, tekur við. „Mér finnst mjög gott að fá mér rauðvín eftir álagsdag í vinnunni, koma heim, úr háhæluðu skónum, ritaradressinu og skella mér í gallabuxurnar og rautt í glas.“ Nærri annar hver í dagdrykkju Árið 1984 drukku 9,5 prósent karla á aldrinum 56 til 60 ára áfengi vikulega eða oftar en árið 2007 var talan komin í rúmlega 46 prósent. „Svipuð þróun hefur átt sér stað hjá körlum og konum og öllum aldurshópum,“ segir í gögnum Lýðheilsustöðvar, sem nú tilheyrir landlæknisembættinu. Rafn M. Jónsson, verkefnis áfengis- og vímu- varna hjá Landlækni, vann ásamt öðrum plaggið og segir þróunina hér á landi þá sömu og annars stað- ar í Evrópu. Hér drekki fólk nú á virkum dögum og detti í’ða um helgar eins og áður. Í suðurhluta álfunnar hafi ungt fólk bætt fylliríi um helgar við drykkju á virkum dögum. Hann á þó ekki von á því að landsmenn nái Dön- um í drykkju, en þeir drekka um 11 lítra af hreinu alkóhóli á ári frá fjórtán ára aldri. „Við förum vart yfir átta, níu lítra en það drekka Norðmenn og Svíar,“ segir hann og talar frá Kaupmannahöfn þar sem hann er á norrænni vímuvarnarráðstefnu. Hann segir forvarnir gegn áfengi um fimmtán árum á eftir forvörnum gegn tóbaki. Rúmir fjórtán milljónir lítra af lagerbjór seldust í fyrra. Það þýðir að þrjár milljónir lítra af öðru áfengi seldust auk alls þess áfengis sem selt er milliliðalaust til veitingastaða. Landinn eyddi rúm- lega 21 milljarði króna í áfengi í ÁTVR á síðasta ári. Hver og einn yfir tvítugu var afgreiddur átján sinnum að meðaltali í ríkinu í fyrra. Enginn áhugi á að sleppa bjórnum „Sko. Mér finnst bjór frábær en drekk hann ein- staklega sjaldan þegar ég er bara einn. Það er sem sagt ekki endilega partur af mínum „kvalitítæm“ að fá mér öl,“ segir karlmaður, rétt skriðinn á fimm- tugsaldur, sem vinnur við tölvur hjá einu óska- barna þjóðarinnar. „Ef ég er með vinum sem eru ekkert mikið fyrir ölið þá kemur bjór varla upp í hugann. En með sumum langar mig bara alltaf í bjór. Er ekki líka stundum talað um „bear bud- dies“?“ Og sá sem slagar í þrítugt er sammála. „Ég er tækifærisdrykkjumaður, fæ mér ekki nema að það sé eitthvað að gerast í kringum mig. Fæ mér aldrei bjór þegar ég er einn. Nota hann ekki sem afrétt- ara en finnst hann rosalega góður.“ Loks sá sem stundar lífsstíl fullu kynslóðarinnar, kynslóðarinnar sem hefur haft glasið við höndina frá áfengiskaupaaldri. „Ef til er bjór er voða gott að fá sér einn ískaldan af og til. Um helgar eru þeir oft fleiri en þá fær maður sér reyndar frekar léttvín með matn- um.“ Hann er undir fertugt og starfar sem al- mannatengill hjá traustu fyrirtæki í borginni. „Held að það væri hægt að sleppa þessu en hef engan áhuga á því! Í góðra vina hópi er gríðarlega skemmtilegt að fá sér aðeins í glas og góðan líkjör með rótsterku kaffi.“ Ég held nú að bjór sé að breyt- ast úr því að vera „djamm“ drykkur í meira svona „social“ og jafnvel eitt- hvað í líkingu við gosdrykk. 35 ára vel mennt- aður karlmaður Fulla kynslóðin „Ef til er bjór er voða gott að fá sér einn ískaldan af og til,“ segir fertugur karlmaður sem telur að hann geti alveg sleppt áfenginu. Hann hafi bara engan áhuga á því. Einn af hverjum tíu íslenskum karl- mönnum drakk einu sinni eða oftar í viku fyrir þrjátíu árum. Nú annar hver. Karríer- konurnar eru þó þær sem hafa breytt lífs- stíl sínum mest. Velta má því fyrir sér hvort kynslóðin sem líkir bjór við gosdrykk og hefur alltaf haft hann við höndina sé fulla kynslóðin. Teygst hefur á stuðinu á Prikinu yfir á mánudagskvöld. Ljósmynd/Prikið Helgardjammið líka á mánudagskvöldum á Prikinu Ungt fólk, ríflega tvítugt og rétt fram yfir þrítugt hefur fært djamm sitt af föstudags- og laugar- dagskvöldum yfir á mánudagskvöld. Hópurinn kallar sig Mánudagsklúbbinn. „Við, nokkrir vinir sem vinnum hérna á Prik- inu, vorum svo hundleið á djamminu um helgar og ákváðum að losna við troðninginn og tjútta heldur á mánudögum. Fyrst vorum við sautján sem slepptum helginni. Síðan fréttist þetta. Ég var hérna á mánudagskvöldið og það var troð- fullt,“ segir Agla Egilsdóttir, barþjónn á Prikinu. „Þetta er geðveikt þægilegt og eins og helgar- tjútt. Allir fá laugarsdagsstemninguna í æð en á skikkanlegum tíma. Við erum farin heim klukkan eitt.“ Hún viðurkennir að nú þegar Mánudags- klúbburinn sé orðinn svona vinsæll séu einhverjir innan hans sem bæti honum við helgardjammið sitt. „Og við sem slepptum helgunum því við vorum svo leið á öllu þessu fólki,“ segir hún og grínast yfir góðu mætingunni. „Ætli við stofnum ekki bara þriðjudagsklúbb.“ - gag „Held að það væri hægt að sleppa þessu en hef engan áhuga á því!,“ segir almannatengill undir fertugt. Tíundi hver íslenskra karlmanna drakk einu sinni í viku eða oftar fyrir tæpum þrjátíu árum. Nú annar hver. Neysla á hreinu alkóhóli hefur aukist um helming á aldarfjórðungi. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.