Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Page 12

Fréttatíminn - 31.08.2012, Page 12
Var ekki stillt á útvarp Sögu? Það er svo þyngra en tárum taki að heyra flissið í þáttastjórnendum Bylgjunn- ar inn á milli hatursfulls áróðurs hagfræðinganna. Birni Val Gíslasyni, þingmanni VG, ofbauð málflutningur hag- fræðinganna Ólafs Arnarsonar og Ólafs Ísleifssonar í morg- unútvarpi Bylgjunnar. Nafnarnir eru lítt hrifnir af ríkisstjórninni og Björn Valur að sama skapi óhress með þá. Gelt á þinggutta Gömlum hundi í pólitík eins og mér þykir með fádæmum þegar fólk, sem setið hefur þrjá vetur á þingi, eða jafnvel aldrei komið þar nálægt, heldur sig vera þess umkomið að taka að sér forystu í stjórnmálaflokki og þar með hugsanlega að þurfa að axla forystuábyrgð fyrir þjóð sína. Messaguttar kalla ekki eftir skipstjórnarsætinu eftir sinn fyrsta túr. Sighvatur Björgvinsson, fyrrum ráðherra og þingmaður Alþýðuflokksins, sér enga glóru í miklum metnaði stjórnmálafólks sem vill, enn blautt bak við eyrun, fá tækifæri til að leiða flokka sína. Höfuð bitið af skömm Ég hefði breitt yfir þetta sjálfur í þessum sporum vegna þess að sumu fólki er náttúrulega bara illa við þetta og maður virðir það. Elvar Árni Lund, for- maður Skotveiðifélags Íslands, brást við frétt með mynd af höfuðlausu hreindýri á bílkerru sem blasti við vegfarendum á Egilsstöðum. Fáum til ánægju eða yndisauka. Stóra systir minnir á sig Veist þú um vændisstarfsemi? Hefur þú rekist á auglýsingar sem greinilega vísa á vændi eða mansal? Hefur þér verið boðin greiðsla fyrir kynlíf á stefnumótasíðum? Safnaðu þá myndum, skjáskotum eða öðrum gögnum og komdu því til okkar á netfangið storasystirfylgistmedther@ gmail.com... Huldusamtökin sem kenna sig við Stóru systur velgdu vændiskaupendum undir uggum fyrir all nokkru með því að lokka þá með tálbeitum og færa lögreglu gögn um þá. Lögreglan tók aðstoðinni fálega en Stóra systir er ekki af baki dottin og biður nú almenning um aðstoð. Tortímandi gegn einelti Þetta voru nú mjög saklaus mótmæli af minni hálfu, en viðbrögð skólans hafa verið alveg yfirgengileg eins og ég hafi verið þarna eins og geðveikur glæpamaður. Björn Steinarsson minnti einhverja á Arnold Schwarzenegger í hlutverki Tortím- andans þegar hann brunaði á mótorhjóli um ganga Lágafells- skóla í Mosfellsbæ til þess að mótmæla aðgerðaleysi skólastjórnenda í eineltismálum.  Vikan sem Var Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. G Gjaldeyrishöftum þeim sem við höfum búið við frá hruni er ætlað að verja gengi krónunnar þar sem óttast er að erlendir krónueigendur vilji skipta þeim í stórum stíl á stuttum tíma fyrir erlendra gjald- miðla. Nauðsynlegt var að grípa til hafta þegar allt stefndi í óefni í kjölfar hrunsins. Þau veittu krónunni skjól en aðgerðir sem þessar verða að vera til tiltölulega skamms tíma. Afleitt er fyrir samfé- lagið að festast í kerfi hafta. Fyrir slíku er vond reynsla hér á landi. Afnám gjaldeyrishaftanna er eitt brýnasta viðfangs- efnið í atvinnumálum okkar en varúðar þarf að gæta við það. Höftin hafa í för með sér marga ókosti. Efnahags- legir hvatar brenglast og ýmis óþægindi og kostnaður skap- ast fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þá draga þau úr áhuga alþjóðlegra fjárfesta á því að koma með fé inn í landið, en verulega hefur dregið úr fjárfestingu hérlendis undanfarin ár. Stjórnendur þróaðra ríkja hafa talið al- þjóðavæðingu æskilega. Fyrirtæki geti nýtt sér áhættudreifingu vegna stærri markaðar sem leiði til aukins hagnaðar og atvinnu- aukningar í viðkomandi landi. Samtök atvinnulífsins hafa þrýst á hraða áætlun um afnám gjaldeyrishafta enda hafi þau öfug áhrif þegar til lengri tíma er litið. Höftin skapi stöðugan þrýsting til lækkunar á gengi krónunnar vegna þeirrar takmörkunar á framboði gjaldeyris sem þau valda. Markaðsaðilar skipti helst ekki erlendum gjaldmiðli fyrir krónur nema til að greiða innlendan kostnað og afborganir af lánum eða til að kaupa eignir. Þá tak- marka höftin aðgang íslenskra fyrirtækja að fjármagni og takmarka vöxt þeirra, meðal annars á erlendum mörkuðum. Tjónið af völdum haftanna felst í vexti og fjárfestingum sem fara forgörðum og er því flestum hulið. Seðlabankinn kynnti í vikunni varúðar- reglur vegna afnáms gjaldeyrishaftanna sem stjórnvöld hljóta að hafa í huga þegar að því kemur – vonandi sem fyrst. Það er jú löggjafinn sem endanlega þarf að taka á málinu. Í varúðarreglunum er einnig dreg- inn lærdómur af hruninu en þær reglur sem Seðlabankinn leggur til eiga það sameigin- legt að þeim er ætlað að koma í veg fyrir að hrunsagan endurtaki sig. Þeirri megin- stefnu hljóta allir að vera sammála. Tillögurnar miða að því að nýjar reglur verði settar um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð fjármálafyrirtækja. Þá leggur bankinn til, svo komið verði í veg fyrir að mál eins og Icesave-hneykslið endurtaki sig, að settar verði hömlur á söfnun innlána erlendis sem takmarka verulega möguleika innlendra fjármálastofnana til að safna innstæðum í erlendum gjaldmiðli frá erlendum aðilum. Þá vill Seðlabankinn setja skorður við lánveitingum í erlendum gjaldmiðlum til sveitarfélaga, heimila og annarra sem ekki hafa tekjur í erlendum gjaldmiðli. Bankinn vill stýritæki til að sporna við óhóflegum sveiflum í flæði fjármagns sem magna hag- sveifluna. Þar telur bankinn koma til greina gjald á fjámagnsflutninga og bindiskyldu á erlenda fjármögnun. Loks leggur Seðlabankinn til að tíma- bundnar takmarkanir verði á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóða eftir að höftin verða losuð til að takmarka útflæði fjár- magns. Mikilvægt er hins vegar, þegar litið er til þessa, að gert er ráð fyrir að frelsi sjóðanna til fjárfestinga erlendis verði komið á að nýju í þrepum. Það er sjóðunum brýn nauðsyn enda íslenskur markaður allt of smár þegar kemur að fjárfestingum þeirra. Þessar varúðarreglur ættu, með öðru, að stuðla sem fyrst að afnámi haftanna. Brýnt viðfangsefni í atvinnumálum Höftin burt – með gát Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Breytti ímynd kirkjunnar Maður vikunnar er Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, sem hefur aukið traust til þjóðkirkjunnar töluvert eftir að hún sigraði í biskupskjöri í vor. Hún hefur enn fremur aukið vinsældir embættisins um vel ríflega helm- ing frá því fyrirrennari hennar, Karl Sigurbjörnsson, sat á biskupsstóli. Tæplega helmingur þjóðarinnar segist ánægður með störf nýs biskups samanborið við einn af hverjum fimm fyrir ári. „Ég er ánægð með viðtökurnar og gleðst yfir þeim. Þetta er bæði gott fyrir mig og kirkjuna,“ segir Agnes. Aðspurð segist hún ekki hafa farið í herferð til að bæta ímynd kirkjunnar. „Kannski var fólk einfaldlega að bíða eftir breytingum og að það eitt og sér gæti hafa valdið þessu. Það gæti líka hafa haft áhrif að andlit kirkjunnar út á við er nú kvenkyns en ekki karlkyns.“ MaðuR vikunnaR Karlarnir og kúlurnar Umsóknarfrestur til 7. september Karlarnir og kúlurnar er verkefni á vegum Krabbameinsfélags Íslands, Framfarar, Góðra hálsa og Krafts Spilað verður í Bakkakoti í Mosfellsbæ 11. september kl. 12:00-18:00 • Karlar sem hafa fengið krabbamein fá tækifæri til að styrkja sig og leika sér með því að æfa golfsveifluna á frábærum velli, læra eitthvað nýtt og/eða viðhalda fyrri færni. • Golfið er markviss þjálfun - þú leikur til að vinna. • Þaulvanur og lærður golfkennari, Karl Ómar Karlsson, kennir réttu tökin, púttið, vippið og sláttinn. • Steinar B. Aðalbjörnsson, matvæla- og næringarfræð- ingur, verður með fræðslu um matarræði, hreyfingu og nestið sem golfarar þurfa að huga að fyrir leik og í leikn- um sjálfum. • Tólf menn fá tækifæri - sér að kostnaðarlausu! Matur - drykkir - vinningar - skemmtun - fræðsla - útivera - hreyfing Umsóknir sendist til Ráðgjafarþjónustu Krabbameins- félagsins fyrir 7. september - fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Krabbameins- félagsins, www.krabb.is, í síma 540 1900 eða með tölvupósti á asdisk@krabb.is. KARLMENN OG KRABBAMEIN.indd 1 8/29/2012 10:09:55 AM Ævintýri Múmínsnáða www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Gleymdu þér í töfraheimi Múmíndals … 12 viðhorf Helgin 31. ágúst-2. september 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.