Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 76
Ég hef í raun látið það áreiti í lífi mínu sem hefur valdið sárum verða að skúlptúrum. Minjar meistaranna Sýningin Minjar meistaranna, The Heart Shrine Relic Tour, hefur verið sett upp í 64 löndum og nú er röðin komin að Íslandi en sýningin opnar í húsi Ljósheima í Borgartúni 3 í dag, föstudag. Sýningunni var ýtt úr vör af Maitreya-stofnuninni, sem Lama Zopa Rinpoche fer fyrir, en tilgangur stofnunar- innar er að breiða út kærleiksríka góðvild og innri frið meðal einstaklinga, samfélaga og heimsins alls. Minjar hinna miklu andlegu meistara eru til sýnis í líki perlulaga kristalla sem kallast „ringsel”. Samkvæmt búdd- ískri hefð geyma kristallar þessir kjarna vitundar meistaranna sem skilja þá eftir þegar þeir yfirgefa þetta jarðlíf til blessunar fyrir aðra. Á sýningunni eru meðal annars minjar hins sögulega Búdda, Shakyamuni Búdda. Fyndin ópera á Rósenberg Óperuverkið Ráðs- konuríki var frum- sýnt á Rósenberg á fimmtudag. Verkið verður sýnt á Rósenberg alla fimmtudaga í september til fimmtudagsins 4. október auk sýningar föstudagsinn 21. september. Alþýðuóperan stendur að sýningunni en þetta uppfærslu- form telst til nýmæla á Íslandi þar sem óperan er sett upp á bar sem farandsýn- ing og hefur tónlist hljómsveitarinnar verið útsett upp á nýtt fyrir gítar. Ráðs- konuríki fjallar um þjónustustúlkuna Serpinu en henni þykir hún hafa heldur lítil völd á heimili sínu og einsetur sér að verða þar húsfrú með því að giftast húsráðand- anum, Uberto. Mállausi þjónninn Vespone nýtist henni í þessum bragðaleik. Miðar eru seldir á midi.is Sýningin SKIA opnar í Hafnarborg á föstudag. Á sýningunni eru kannaðar ólíkar birtingarmyndir skuggans í verkum nokk- urra íslenskra myndlistar- manna frá því um miðja 20. öld og til samtímans en gríska orðið SKIA merkir skuggi. Sýningarstjórinn, Guðni Tómasson, hefur valið á sýninguna verk sem fjalla á einn eða annan hátt um skuggann. Á sýningunni birtist skugginn sem það náttúrulega fyrirbæri sem verið hefur hluti af listinni allt frá því menn tóku að gera eftirmyndir raunveruleikans í gegnum myndlist. En hann birtist einnig sem flóknara heim- spekilegt fyrirbæri eða tákn um sálrænt ástand. Listaverkin eru af ýmsum toga, bæði málverk, ljósmyndir, myndbands- verk og skúlptúrar sem yfirtaka rýmið ýmist sem andlegur skuggi eða hlut- gerður sem efnismassi. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Elías B. Halldórsson, Gabríela Friðriksdóttir, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hringur Jóhannesson, Jóhann Briem, Katrín Elvarsdóttir, Kristján Guð- mundsson, Magnús Páls- son, Ragnar Kjartansson, Ralph Hannam, Sigurður Árni Sigurðsson, Snorri Arinbjarnar og Þorvaldur Skúlason.  Myndlist Erró Er áttræður og Mætir í HafnarHúsið á Morgun Unglingar í áttræðisafmæli Errós í Hafnarhúsinu Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is „Við ætlum að hafa svona smá grafíkinnkomu á sunnudaginn í Hafnarhúsinu,“ segir Anna Snædís Sigmarsdóttir, kennari og grafíklista- kona, en á morgun opnar yfirlitssýning í Lista- safni Reykjavíkur á merkustu grafíkverkum Errós í tilefni af áttræðisafmæli listamannsins í júlí. Daginn eftir, á sunnudaginn klukk- an þrjú, verður opið hús fyrir unglinga eldri en þrettán ára og fá krakkarnir að spreyta sig og búa til grafíklistaverk. „Þetta er hugsað fyrir ungt fólk, unglinga, en það eru auðvitað allir velkomnir,“ útskýrir Anna sem segir það ágætis þróun að fólk fái sjálft að taka þátt og skapa listaverk. Sjálf er Anna kennari í Tækniskólanum og segir starfið auðvitað einkennast af uppistandi og hún muni vera í stuði og halda uppi stemningunni á sunnudaginn. Sjálfur hefur Erró sagt að „maður verði gamall af því að gera ekkert“ og miðað langa vinnudaga listamannsins enn þann dag í dag þá er hann kornungur. Erró sjálfur mætir og verður við opn- unina á morgun en Jón Gnarr opnar sýninguna. Þá verða einnig afhent myndlistarverðlaun og viðurkenning úr sjóði sem kenndur er við móð- ursystur Errós, Guðmundu S. Kristinsdóttur. Anna Snædís Sigmarsdóttir ætlar að kenna unglingum eldri en 13 ára að búa til grafíkverk á sunnudaginn. Erró er áttræður og mætir á opnun sýningar á grafíkverkum sínum í Hafnarhúsinu á morgun, laugardag.  Myndlist Erlingur Jónsson MyndHöggvari MEð sýningu á lJósanótt É g er reyndar ekki með neina sýningu held-ur allt hið góða fólk í Keflavík,“ segir Erlingur Jón- son myndhöggvari um sýn- ingu sína sem opnuð verður nú um helgina, á Ljósanótt, í Reykjanesbæ. „Já, í Reykja- nesbæ auðvitað,“ leiðréttir Erlingur og segir að þetta hafi allt borið svo brátt að, að segja megi að hann hafi ekk- ert með þetta að gera. Erlingur er hér í stuttu stoppi en hann hefur búið í Noregi í næstum 30 ár. Sýn- ingin verður haldin í Duus- húsum og segir Erlingur að því miður hafi eitt nýjasta verkið hans ekki komist inn um dyrnar: „Ætli ég verði ekki að sýna það seinna.“ En hvernig er að vera kominn heim? „Ja, eins og þeir segja í Noregi þá er gott að fara utan en heima er alltaf best,“ svarar Erlingur sem segist kornungur með sín 82 ár að baki. Hann neitar því að aldurinn og viskan geri það að verkum að hann sé kom- inn í algert jafnvægi: „Nei, við náum aldrei jafnvægi og megum það ekki því þá fer okkur aftur um leið.“ Margt hefur gerst á þessum árum og Erlingur á tvö uppkominn börn sem eiga tvær yndislegar stelpur. Hann flutti utan 1983, ári eftir að hans besti vinur og lærifaðir lést: „Ég var búinn að vinna með Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara svo árum skipti, var aðdá- andi hans og aldrei langt frá honum í hugsun og anda, ég var meira að segja svo hepp- inn að vera nemandi hans og aðstoðarmaður í allmörg ár. Svo dó hann og þá fann ég mig í tómarúmi. Ég hafði á sínum tíma lært í Noregi og þar voru vinir mínir alltaf að spyrja mig af hverju ég kæmi ekki þangað og ynni með þeim. Það vildi þá til að auglýst var laus staða við Oslóarháskóla og ég hreppti hana. Fyrst ætlaði ég bara að vera ár en lengst hefur í þeirri dvöl.“ Á sýningunni í Duus- húsum á Ljósanótt sýnir Þetta hefur liðið eins og hendi sé veifað Erlingur Jónsson myndhöggvari hefur búið í Noregi í næstum þrjátíu ár. Hann er hér í stuttu stoppi og opnar sýningu á Ljósanótt nú um helgina. Nýjasta verkið var svo stórt að það komst ekki inn um dyrnar og verður því að sýna það seinna. Erlingur Jónsson myndhöggvari. „Við náum aldrei jafnvægi og megum það ekki því þá fer okkur aftur um leið.“ Mynd Hari Skuggar í Hafnarborg Dauðinn og börnin eftir Ragnar Kjartansson frá 2002. Erlendur verk sem hann lýsir sem hrúðri á sárin sem lífið hefur veitt honum á stundum: „Þetta eru vísbendingar. Ég hef í raun látið það áreiti í lífi mínu sem hefur valdið sárum verða að skúlptúr- um. Þannig græði ég sárin. Þessi verk eru ekkert meira eða minna en það.“ Aðspurður hvaðan áhrifin koma útskýrir Erlingur að hann gangi fyrst og síðast í sínum eigin þönkum: „Í hvers þönkum ætti ég annars að ganga? Ég fer ekki eftir neinum heimsfrægum fyrirbrigðum eða stílum.” Varðandi lífið og háan aldur, 82 ár, segir Erling- ur að honum finnist allt eftir: „Þetta hefur liðið eins og hendi sé veifað.“ Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is 64 menning Helgin 31. ágúst-2. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.