Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 34
www.noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t O kkur Helgu finnst gefandi að geta sinnt vinnu með barnaupp- eldinu. Vinnan gefur mér kraft og ég finn að ég hefði ekki komist í gegnum síðustu vikur nema út af því hversu skemmtileg við- fangsefnin eru í Ígló. Getur maður verið eingöngu í því að sinna móðurhlutverkinu? Pottþétt mjög margar og ég virði það mjög, en við tvær höfðum þörf fyrir að hafa annað með. Að vera móðir og í Ígló er frábært,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri barnafatamerkisins. Þær Tinna og Helga Ólafsdóttir leiddu hesta sína saman fyrir um einu og hálfu ári. Helga er stofn- andi fyrirtækisins, yfirhönnuður, þróunar- og fram- leiðslustjóri á meðan Tinna sér um fjármál- og vöxt á smásölumarkaði. Þær eru hlaðnar reynslu. Tinna Láta barnastússið ekki stoppa sig Framakonur á fertugsaldri. Guðrún Tinna Ólafsdóttir með sex og hálfs mánaðar tvíbura, tvö eldri og stjúpson – fimm börn. Helga Ólafsdóttir á steypirnum með tvö börn heima – brátt þrjú börn. Þær halda mörgum boltum á lofti og hefur tekist að sameina fyrirtækjarekstur, fjölskyldulífið og framann. Þær taka börnin með í vinn- una, vinnuna með heim, setja karlana á bið og stefna fram á við. Þær Tinna og Helga hafa breytt vinnukúltúrnum í kringum sig. Hvernig fara þær að þessu? með meistaragráðu í fjármálum og stjórnun og hafði fyrir Ígló lengst af unnið við stjórnun á smá- sölufyrirtækjum Baugs á Norðurlöndum. Hagar, Magasin du Nord, Illum, Day Birger et Mikkelsen og Topshop voru á hennar könnu. Helga lærði hönnun bæði í Danmörku og London, hafði yfirumsjón með fyrstu fatalínu danska hönn- uðarins Ilse Jacobsen, starfaði sem hönnuður hjá All Saints í London og Isay í Danmörku. Hún hafði umsjón með vöruþróun hjá alþjóðlega tískumerkinu Nikita og hefur hannað fatnað fyrir Latabæ. Hætti við að flytja út Þær þekktust áður en þær fóru að vinna saman, en þó ekki sérstaklega vel. Eru jafn gamlar – 37 ára – og voru á sama tíma í MR. Tinna kom í fyrstu að Ígló sem ráðgjafi þegar Helga sá fram á að ef vildi hún ná lengra þyrfti hún sérfræðing í fjármálin og tíma til að einblína á hönnunina. Tinna var ólétt af tvíburum og við það að flytja til Bandaríkjanna þar sem eiginmaður hennar, Karl Pétur Jónsson, var í góðu starfi sem einn af framkvæmdastjórum eins stærsta túnfisksframleiðanda heims, Umami Seefood. Komin með skólapláss fyrir dæturnar og vísa. En með Ígló og tvíburunum breyttust plönin. „En ég blandaðist rekstri Ígló hratt og ekki vildu læknar að ég myndi fljúga út ólétt af tvíburunum. Okkur óx einnig í augum að eignast börnin í Banda- ríkjunum, enda vorum við ekki komin með réttu tryggingarnar. Við tókum því þá ákvörðun að eiga börnin heima og flytja út þegar þau væru nokkurra mánaða gömul,“ segir hún. „Þar sem ég var komin á fullt hjá Ígló þegar tvíburarnir fæddust freistaði það mín lítið að fara til Bandaríkjanna með fjögur ung börn – Ég sá mig ekki sem „soccermum“. Ég vissi að ég vildi vinna.“ Helga samsinnir enda upplifað að vera með börn í Bandaríkjunum. „Ég sá eftir nokkra mánuði með tvö börn í Bandaríkjunum að ég gæti ekki séð fyrir mér, færi ég að vinna. Ég hefði ekki upp í leikskóla- gjöldin. Mér fannst það frústrerandi og vildi komast heim. Maðurinn minn var að vinna úti. Ég var farin að hringja í Jón Hauk [Baldvinsson mann sinn] klukkan þrjú á daginn: Hvað viltu í kvöldmatinn? Ég hafði ekkert að gera en var að reyna að halda mér upptekinni.“ Hún tók þátt í hönnunarkeppni Hagkaups varð í öðru sæti og fötin framleidd. „Þetta voru fyrstu barnafötin sem ég hannaði.“ Vilja ekki fórna framanum Tinna lýsir frelsinu sem við öll þekkjum hér heima. „Eldri dætur okkar hjóla um Seltjarnarnes; eru frjálsar. Ytra hefði ég þurft að koma þeim inn í félagslífið, skipuleggja „play-dates“, skutla þeim, vera með ungbörnin. Við höfum verið með au-pair og það vil ég ekki. Við fórum í gegnum plúsa og mínusa. Þar sem Kalli var búinn að læra mest það sem hann gat hjá Umami tókum við þá ákvörðun að vera hér. Við erum ótrúlega ánægð með þessa ákvörðun.“ Þær eru báðar sammála því að þótt hollt sé að búa í útlöndum jafnist það ekki á við að vera hér; geta stokkið með börnin á kaffihús, gripið kaffibolla á Kaffitári og búa í samfélagi sem finnst ekkert sjálf- sagðara en konur sameini vinnu og fjölskyldulíf. „Víða úti er gert ráð fyrir því að konan sé heima,“ segir Helga. „Við hins vegar báðar, algjörlega óháð fjárhagnum, viljum vinna.“ Með börnin í vinnunni Þegar sonur Helgu var að skríða í átta mánaða aldur var hún svo heppin af fá vinnu hjá Ilse Jacob- sen. Þau fluttu heim og Helga vildi komast aftur inn í hönnunarbransann. „Ég fékk svarið á jóladag. Baldvin komst inn á ungbarnaleikskóla hér heima og ég varði virku dögunum í Danmörku. Leikskóla- stjórinn þar sagði við mig: Börn á þessum aldri skynja ekki tíma svo vel. Hann skynjar ekki að þú farir í fimm daga. Þetta hjálpaði mér. En ég var því fegnust að fá hann út til mín.“ Börnin skipta þær stöllur miklu máli og er þetta í fyrsta sinn sem Tinna mætir í vinnuna án tvíbur- anna – þeir eru væntanlegir innan klukkustundar. Það eru engin forréttindi þeirra, því þau eru oft öll með í vinnunni. „Þau eldri hafa skoðun á fötunum, skoðun á teikningunum og vilja vera með.“ En hvernig sinnir Helga vinnunni þegar þriðja barnið kemur í heiminn, eftir mánuð? „Tja, það kemur í ljós,“ segir hún og hlær. Tinna fer yfir hvernig plön- in sem hún gerði þegar tvíburarnir fæddust fuku út í veður og vind. „Ég var sett í byrjun febrúar og allir gera ráð Þær Tinna og Helga með börnunum sínum. Tinna á fjögur og stjúpson, Helga tvö og eitt á leiðinni. Mynd/Hari 34 viðtal Helgin 31. ágúst-2. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.