Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 70
58 bíó Helgin 31. ágúst-2. september 2012 Þetta er ekki sama handritið og ekki alveg sami sögu- þráður út í gegn. Kjarninn er samt sá sami.  Frumsýndar  ÁvaxtakarFan Í Fyrsta sinn Í bÍó s öguþráð Ávaxtakörfunnar þekkja vita-skuld margir en leikritið gerist í ávaxta-körfu og tekur á samfélagsmeinum eins og einelti og fordómum en slíkt grasserar í ávaxtakörfunni rétt eins og í mannheimum. Allir ávextirnir í körfunni eru kúgaðir af Imma ananas og Mæja jarðarber er það í verstu aðstöðunni þar sem hún er minnst. Hún er lögð í einelti og er einhvers konar Öskubuska í körfunni og þarf að sjá um öll þrif þar. Þegar Gedda gulrót villist ofan í körfuna tekur hún við hlutverki Mæju og verður fyrir barðinu á miklum fordómum enda er hún grænmeti og þykir því alls ekki eiga heima í körfunni. Ólöf Jara Skagfjörð leikur Mæju jarðarber í bíómyndinni en hún var á barnsaldri þegar verkið var fyrst sett á svið og þekkti það því inn og út áður en hún fór í búning Mæju. „Já, já. Að sjálfsögðu. Ég kunni lögin og allt og þurfti eiginlega ekkert að læra þau,“ segir Ólöf Jara. „Ég kunni þau bara þannig að þetta var mjög heppilegt. Búning- arnir í þessu eru líka svo flottir þannig að það var mjög auðvelt að komast í karakter í svona fallegum búningi.“ Ólöf Jara segir að þótt grunnur bíómyndar- innar sé sá sami og í leikritinu þá sé þó ekki um beina yfirfærslu að ræða. „Þetta er ekki sama handritið og ekki alveg sami söguþráð- ur út í gegn. Kjarninn er samt sá sami og sem fyrr er deilt á fordóma, frekju og einelti með þeim boðskap að allir eigi að vera vinir og það allt saman. En þetta er ekki eins og leikritið. Síðan verður þetta að sjónvarpsþáttum í vor.“ Sjónvarpsþættirnir verða tólf og Ólöf Jara segir að í raun hafi þeir verið settir saman í myndina sem byrjar í bíó um helgina. „Þetta er stutt mynd, 70 mínútur, sem við viljum eig- inlega frekar kalla bíóskemmtun en bíómynd.“ Immi ananas er frekur og með mikla drottnunarþörf og bananarnir marsera um körfuna og framfylgja valdboði hans. Immi ógnar hinum ávöxtunum ekki síst með hinni skelfilegu mygluholu sem hann hótar að steypa þeim ofan í sem láta ekki að vilja hans. Mygluholan sást aldrei í leikritinu en í bíó fá krakkarnir í fyrsta skipti að skyggnast ofan í þann skelfilega stað. Eins og fyrr segir á Mæja jarðarber undir högg að sækja. „Hún hefur alltaf verið lögð í einelti,“ segir Ólöf Jara. „Hún sér um að sópa og þykir ekkert sérstaklega merkilegur ávöxtur vegna þess að hún er ber. Svo villist Gedda gulrót í ávaxtakörfuna og er mjög óvelkomin vegna þess að hún er náttúrlega grænmeti. Flestum þarna finnst hún ekki eiga heima í ávaxtakörfu en við verðum hins vegar vinkonur.“ Ávaxtakarfan var tekin upp í Latabæjar- stúdíóinu í Garðabæ í janúar. Sjálfbærni og náttúruvernd eru veigamiklir þættir í hug- myndafræði Ávaxtakörfunnar þannig að leik- myndin og flestir leikmunir voru endurunnir úr náttúrlegum efnum eins og vörubrettum og strigapokum undan kaffi. Sævar Guðmundsson leikstýrir mynd- inni og sjónvarpsþáttunum en auk Ólafar Jöru eru Matthías Matthíasson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Atli Óskar Fjalarsson, Bára Lind Þórarinsdóttir, Fannar Guðni Guðmundsson og Birgitta Haukdal í helstu hlutverkum. Leikrit Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur um lífið í Ávaxtakörfunni var frumsýnt 1998 og hefur notið mikilla vinsælda hjá börnum allar götur síðan. Verkið hefur lifað góðu lífi á DVD-diskum þannig að börn sem ekki voru fædd þegar verkið var sett upp fyrst hafa átt þess kost að njóta þess og meðtaka þann jákvæða boðskap sem Ávaxtakarfan boðar og sjálfsagt eru þeir ófáir foreldrarnir sem eru við það að verða gráhærðir af því að hlusta endalaust á börnin syngja með lögum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Fólk hlýtur samt að fagna fyrir hönd barna sinna nú þegar Ávaxtakarfan kemur í bíó í fyrsta sinn. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Leikarinn Dax Shepard er allt í öllu í gamanspennumyndinni Hit and Run. Hann skrifar handritið, leikstýrir ásamt David Palmer, auk þess sem hann leikur annað aðalhlutverkanna. Shepard leikur geðþekkan náunga, sem svo skemmtilega vill til að er kallaður Charles Bronson. Hann situr uppi með að hafa verið staðinn að bankaráni ásamt nokkrum félögum sínum. Hann var flótta- bílstjóri ræningjanna sem komu stærstum hluta sakarinnar á hann þannig að nú er hann á skilorði fyrir glæpinn. Sá gamli, glaðbeitti hlunkur, Tom Arnold, leikur lögreglumann sem fylgist náið með Bronson. Ekki síst þar sem hann telur Bronson vita hvar ránsfengurinn er falinn. Okkar maður er hins vegar hugfanginn af nýju kærustunni sinni, sem Kristen Bell leikur, og þegar hún lendir í vandræðum er Bronson tilbúinn til þess að leggja allt undir fyrir hana og rjúfa skilorð. Kærastan þarf að komast á mikilvægan fund í Los Angeles og ökuþórinn ákveður að skutla henni þangað í flýti. Þá fyrst byrja lætin þar sem parið er bæði með lögguna og félaga hans úr glæpaliðinu á hælunum. Auk Arnolds láta Bradley Cooper og gamli jálkurinn Beau Bridges til sín taka í Hit and Run. Aðrir miðlar: Imdb: 5.9, Rotten Tomatoes: 44%, Metacritic: 50% Dax er allt í öllu The Odd Life of Timothy Green Peter Hedges, sem leikstýrði Dan in Real Life, skrifaði handritið að About a Boy og handrit What’s Eating Gilbert Grape upp úr eigin skáldsögu, leikstýrir The Odd Life of Timothy Green. Jennifer Garner og Joel Edgerton leika barnlaus hjón sem grafa í garðinum hjá sér kassa með öllum óskum sínum um að eignast barn. Skömmu síðar kemur Timothy Green í heiminn en hann er ekki allur þar sem hann er séður. Aðrir miðlar: Imdb: 6.4, Rotten Tomatoes: 38%, Metacritic: 48% Dax Shepard og Kristen Bell komast í hann krappan þegar þau ætla sér að bruna til Los Angeles með löggur og bófa á hælunum. Skyggnst ofan í mygluholuna Ólöf Jara Skagfjörð á undir högg að sækja í hlutverki Mæju jarðarbers í Ávaxtakörfunni. Einhver bið verður á að Mikael Blomkvist og Lisbet Salander láti sjá sig á ný. That’s My Boy Adam Sandler hefur sérhæft sig í að leika leiðinlega vitleysinga og slær hvergi af í That’s My Boy. Hér leikur Sandler Donny, sem eignast barn með kennaranum sínum á unglingsárunum. Hann situr síðan uppi með að ala barnið upp þar sem barnsmóðurinni er að sjálfsögðu stungið í steininn fyrir að hafa lagst með unglingi. Donny er vonlaus faðir en tekst samt að skila syninum Todd af sér í heilu lagi en þegar Todd verður átján ára stingur hann af úr vist föður síns. Síðar þegar Donny er í bullandi peningavandræðum kemst hann að því að sonur hans hefur náð langt í viðskiptalífinu og ákveður að heimsækja strákinn. Aðrir miðlar: Imdb: 5.0, Rotten Tomatoes: 22%, Metacritic: 30%  ChuCk norris Lætur eina mynd duga Situr hjá í Expendables 3 Drápsveisla rígfullorðinna harð- hausa, The Expendables 2, trónir enn á toppi aðsóknarlista ytra eftir tvær vikur og lögum samkvæmt er þegar byrjað að huga að þriðju myndinni enda eru Sylvester Stal- lone og félagar frægir fyrir að blóð- mjólka allt sem þeir koma nálægt og virkar. Verði splæst í aðra framhalds- mynd þarf að sjálfsögðu að bæta við fleiri gömlum kempum en eru nú þegar fyrir á fleti og nöfn nokkurra sígildra hasarkarla eru þegar komin á kreik. Nicolas Cage er eðlilega nefndur til sögunnar og hann og Wesley Snipes eru óneitanlega öllu líklegri til þess að slá til en þeir Harrison Ford og Clint Eastwood sem hafa einnig verið nefndir. Einnig þykja meiri líkur en minni til þess að Mickey Rourke láti aftur til sín taka í hlutverki Tool en hann sat hjá í The Expendables 2 en hann og Eric Roberts voru, að því er virtist, þeir einu sem ætlast var til þess að sýndu leikræn tilþrif í fyrstu myndinni. Chuck Norris, sem á dásam- lega og blóðuga innkomu í The Expendables 2, ætlar aftur á móti klárlega ekki að vera með í næstu umferð. „Nei. Ég verð bara í númer tvö. Þessu er lokið hjá mér. „Það var mjög sérstakt að fá tækifæri til þess að gera mynd með náungum sem ég hef þekkt árum saman. Að fá tækifæri til þess að koma saman og berjast með þeim. Það var mjög skemmtilegt. Auk þess sem mér fannst mjög ánægjulegt að hitta Terry Crewes og Jason Statham en ég hafði ekki hitt þá áður.“  saLander Lætur bÍða eFtir sér Leikur sér ekki að eldi í bráð Endurgerð Davids Fincher á sænsku spennumyndinni Karlar sem hata konur sem aftur byggði á samnefndri spennusögu Stiegs Larsson olli nokkrum vonbrigðum þrátt fyrir ágæta spretti og aðsóknin var ekki í samræmi við væntingar. Hollywood hefur þó ekki snúið baki við þeim Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander og þótt lítið hafi frést af framhaldinu, The Girl Who Played With Fire, er stefnt að því að ljúka við þá mynd og frumsýna í fyrsta lagi árið 2014. Samkvæmt heimildum Entertainment Weekly er Steven Zaillian að skrifa handritið og á meðan er allt annað í biðstöðu. Ekki er búið að ganga frá ráðningu leikara, leit að tökustöðum er ekki byrjuð og enginn leikstjóri hefur verið fenginn að verkefninu. Fincher er efstur á óskalista Sony en alls óvíst er hvort hann kæri sig yfirleitt um að halda áfram að spinna þríleik Larssons. Rooney Mara og Daniel Craig munu hins vegar endurtaka rullur sínar sem Blomkvist og Salander, verði til þess ætlast, þannig að hættan á því að skipt verði um aðalleikara á miðri leið er lítil. Gamla kempan Chuck Norris setur skemmti- legan svip á The Exp- endables 2 en ætlar að láta þar við sitja. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! KÓNGAGLENNA (EN KONGELIG AFFÆRE) ÞAU BREYTTU SÖGU DANMERKUR AÐ EILÍFU! STÆRSTA MYND DANA Á ÞESSU ÁRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.