Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 61
Helgin 31. ágúst-2. september 2012
K
R
A
FT
A
V
ER
K
Bláberjabomba (384
Kcal)
11.2 gr prótein, 65 gr kolvetni, 11
gr fita
20 gr möndlur
með eða án
hýðis sem
lagðar hafa
verið í bleyti yfir
nótt (ca 10-12
stykki)
2 döðlur, fínt að leggja þær í
bleyti í smá stund ef þær eru
harðar.
20 gr hveitikím
1 banani
100 gr frosin eða fersk bláber
• Vatn eftir þörfum
Möndlurnar og döðlurnar eru fyrst
settar í blandarann og blandað
þar til orðið silkimjúkt.
Þá er restinni bætt
saman við og
blandað vel.
• Hentar ekki
fyrir fólk með
glútenóþol útaf
hveitikíminu
• Hveitikím er mjög næringarríkt en
það inniheldur 23 næringarefni og
í hverju grammi er að finna mun
meira magn næringarefna en í
öðru grænmeti eða korni.
Hveitikímið inniheldur meira
magn af kalíum og járni en nokkur
önnur fæðutegund. Mikið er að
finna af A, B1 og B3 vítamínum auk
E vítamíns. Algjör ofurfæða.
• Möndlurnar eru einnig mjög góðar
en þær innihalda mikið magn af
góðri fitu sem er nauðsynleg fyrir
okkur.
Heilsudrykkir
Próteinrík
bláberja-
bomba
heilsa 49
Bláberja-
myntudrykkur
8-10 myntulauf
Safinn úr hálfri límónu og hinn
helmingurinn í bátum
1 msk hrásykur
handfylli af bláberjum
Sódavatn
Klakakurl
Setjið límónu, hrásykur og
myntu saman í glas og merjið
saman. Bætið bláberjum út í
og merjið örlítið saman við.
Bætið við klakakurli eftir smekk
og fyllið glasið með sódavatni.
Skreytið með bláberjum og
ferskri myntu.
Bláberjadrykkur
Bláberja morgunverðardrykkur (402
Kcal)
13,8 gr prótein, 65 gr kolvetni, 10,7 gr fita
Mjög bragðgóður og saðsamur
morgunverðardrykkur sem stendur vel
með manni.
100 gr (2 dl) aðalbláber eða frosin ber
1 banani, þroskaður og gott að hafa hann
frosinn
30 gr (1 dl) haframjöl
1 msk hörfræ
200 ml léttmjólk (2 dl) (má vera möndlumjólk, rísmjólk eða nýmjólk)
1 tsk akasíu-hunang eða önnur sæta, t.d. 2 döðlur eða 1 tsk agave.
Haframjölið og hörfræin sett saman í blandarann og blandað þar til haframjölið er orðið
að dufti og hörfræin mulin. Öðru hráefni bætt saman við og hrært vel.