Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 56
44 heilsa Helgin 31. ágúst-2. september 2012  Líkamsrækt skemmtun og hreyfing í senn  hreyfing eLvar Þór var tvítugur Þegar hann stofnaði crossfitstöð  nýtt ísLenskt æfingaprógramm á eLLefu stöðum á Landinu Fimmtán hundruð manns mættu í kynningartíma í Metabolic á ellefu stöðum á landinu í síðustu viku. Metabolic eru hópþrektímar fyrir alla þá sem vilja minnka fitu og auka vöðvamassa, styrk, kraft, hraða og þol. Körfuboltafrömuður- inn Helgi Jónas Guðfinnsson setti æfingaplanið saman svo ná mætti árangri með 45 mínútna æfinga- tíma. Fannar Karvel íþróttafræðingur kennir Metabolic í Digranesi í Kópavogi. Fannar var áður þjálfari í Sporthúsinu en hefur kúplað sig frá því og hafið eigin starfsemi með konu sinni, Sigríði Þórdísi Sig- urðardóttur. „Þetta er ekkert „ext- reme“. Ekki brjáluð keyrsla, heldur sniðið að meðalmanninum,“ segir Fannar. „Það er ekki fyrir alla að vera alltaf sveittir og útkeyrðir eftir allt að tveggja klukkustunda púl.“ Margir sem fari of geyst af stað og æfi of lengi nái ekki takmarki sínu um betra form þar sem þeir sæki í orkudrykki og aukahitaeiningar til að keyra upp kraftinn að nýju. „Grunnþráðurinn í gegnum þetta allt er að hraða efnaskiptum líkam- ans. Æfingarnar eru fjölbreyttar og mismunandi álagspunktar í hverjum tíma. Ég hef ekki ennþá notað sömu rútínuna og er samt búinn að kenna Metabolic í þrjár vikur.“ Fannar segir hvern og einn geta sérsniðið æfingaráætlunina, því boðið sé upp á átta tíma á viku og hver og einn því ekki bundinn af því að mæta alltaf á sama tíma. Þá sé hópurinn í Digranesinu örlítið eldri en á mörgum líkamsræktar- stöðvunum, flestir á aldursbilinu 25-35. „En þó er ein sextug og hún æfir við hlið manns sem var að snúa heim úr atvinnumennsku í handbolta.“ Þeir sem eru ekki mikið fyrir „hefðbundna“ líkamsrækt hafa enga afsökun lengur fyrir því að hreyfa sig ekki því sjaldan hefur verið jafnmikið framboð af frumlegum líkams- ræktartímum en nú. Kramhúsið er dans- og listasmiðja í miðborginni sem fer ótroðnar slóðir og býður upp á tíma í húllahoppi og diskódansi og einnig afró fyrir karla. „Við ætlum að skora aðeins á karlpeninginn að prófa afró, sem eru vestur-afrískir dansar og puð,“ segir Þórunn Ásdís Óskarsdóttir, verkefnastjóri í Kramhúsinu. „Ég hugsa að þetta sé töluvert erfiðara líkamlega séð heldur en þeir halda, þannig að þeir fá súper góða líkamsrækt og hreyfingu út úr þessu. Og fá að dansa í friði, sem er örugglega eitthvað sem þeir gætu hugsað sér að gera, – án þess að við konurnar séum að „dæma“ þá eitt né neitt,“ segir hún og hlær. Karlkyns dansari frá New York, Mamady Sano, kennir körl- unum afró. „Hann er reyndur kennari og passar sig að hafa sporin einföld svo að allir nái þessu. Samhæfing er einmitt eitt- hvað sem hverfur svolítið með aldrinum hjá mörgum og þetta er góð æfing í henni,“ segir hún. Á föstudagskvöldum verður boðið upp á diskódans og einnig verða í boði tímar í húllahoppi. „Erlendis hafa húllahringir verið að koma aftur í tísku, nú meira hjá fullorðnum. Svo nú er komið að vakningu hér á landi, við ætlum að smita fleiri af húllaæðinu,“ segir Þórunn. „Fyrir utan að vera frábær skemmtun er þetta hin besta hreyfing fyrir líkamann.“ -sda Tilboðið gildir til 30 sept 2012 Húllahopp, diskó og afró fyrir karla 1.500 prófuðu Metabolic Við hjá Signatures of Nature bjóðum upp á einfaldar meðferðir sem konur geta stundað heima til að stuðla að heilbrigðum líkama. Margar konur sem æfa reglulega svitna mikið og þá verður oft smá rakatap sem getur kom- ið fram í þurri húð. Nú sérstaklega í vet- ur, er við klæðum kuld- ann af okkur, verður húðin oft minna frísk- leg og til eru ýmis ráð til þess að huga betur að henni til að viðhalda raka og frísk- leika hennar og um leið stinna hana og styrkja. Meðferðin sem við mælum með er gott að stunda einu sinni i viku og þá er það þurrburst- un, olíu body skrúbb og olíubað. Meðferðin örvar sog- æðakerfið vegna þess að örvun á blóðrás verður og er það gerist fær húðin meiri nær- ingu frá blóðinu fyrir utan að hreinsun á sér stað í gegnum sogæða- kerfið. Dauðar húð- frumur losna af yfir- borði húðar í leiðinni þannig allt sem þú setur á húðina næstu daga virkar betur. Þessi meðferð tekur alls ekki langan tíma. Við erum alltaf með tilbúnar leiðbeiningar sem fylgja með og fyrir utan hversu áhrifarík með- ferðin er að þá er þetta líka svo gott fyrir andlegu hliðina, því vellíðan á eftir er dásamleg. Vörurnar okkar eru auk þess hreinar eða án allra kemískra efna og eru með Eco- cert vottun. Þær eru stútfullar af ferskum vítamínum og þá sérstak- lega E-vítamíni og því hreinni vöru sem þú notar þá nær húðin, sem er stærsta líffæri líkamans, að anda betur. Þannig viðheldur hún enn meiri frískleika. Einföld meðferð fyrir heilbrigðan líkama K y n n i n g Anna María Ragnars- dóttir snyrtifræðingur. Virkilega gefandi að sjá fólk öðlast nýtt líf e ins og frægt er orðið þá vorum við að opna í glæsilegu nýju húsnæði í Elliðarárdalnum,“ segir Elvar Þór Karlsson crossfitfrömuður en hann er einn af þeim sem ber ábyrgð á þessu crossfit-æði sem gripið hefur landann. „Þetta er risastöð hjá okkur, fjórtán hundruð fermetrar og við erum bæði með bootcamp og crossfit, þrjá stóra sali og lyftingaaðstöðu og svo erum við jú að byrja með barnagæslu,“ útskýrir Elvar sem er þó sjálfur ekki í barneignahugleið- ingum enda er þessi ungi frumkvöðull aðeins 22 ára gamall. Elvar segir að hann hafi verið kominn með nóg af tölvuleikjum tólf ára en hann tilheyrir þeirri kynslóð og stundaði ekki íþróttir sem krakki. „Ég fór ekki að hreyfa mig fyrr en sextán þegar ég fór á námskeið hjá bootcamp. Þá gat ég varla hlaupið tvo kílómetra og gat heldur ekki framkvæmt tíu armbeygjur,“ segir Elvar sem er nú kominn að mestu yfir í crossfit og hefur hlaupið nokkur maraþon, Laugaveginn og hundrað kílómetra hlaup auk þess sem hann hefur keppt á heimsmeistara- mótum í crossfit og svo mætti lengi telja. Nú eru þetta miklar andstæður, heilsuæði þjóðarinnar annars vegar og offitufaraldurinn hins vegar, og segir Elvar að þar sé öfgum Íslendinga rétt lýst. Hann er enginn undan- tekning og hreyfing hefur heltekið hann og breytti lífi hans. „Sem er nú ástæðan fyrir því að ég er í þessu af þessum krafti. Ég vil breiða út þennan boðskap því bootcamp og crossfit hefur hjálpað mér mikið.“ Elvar bætir því við að það sé ekkert smá gefandi að sjá fólk öðlast nýtt líf með hreyf- ingu: „Til okkar kemur allskonar fólk. Íþrótta- fólk sem er að ljúka sínum ferli í sinni íþrótt en vill halda sér í formi og fólk sem hefur aldrei hreyft sig. Það er ótrúlegt að sjá fólk koma og fyllast af sjálfstrausti, líta betur út og hafa meiri orku til að takast á við lífið.“ Auk Elvars eru tveir aðrir eigendur að nýju stöðinni, þeir Arnaldur Birgir Konráðsson og Róbert Traustason. Þeir tveir stofnuðu bootcamp fyrir átta árum og Elvar byrjaði að æfa hjá þeim en stofnaði sjálfur crossfit fyrir tveimur árum. Nú eru vinirnir sameinaðir á ný og bjóða byrjendur jafnt sem lengra komna velkomna á námskeiðin sem hægt er að afla upplýsinga um á bæði www.crossfitstodin.is og www.bootcamp.is. Elvar Þór Karlsson er einn þriggja eigenda nýju Cross- fit- og bootcamp stöðvarinn- ar í Elliðaár- dal. Hann byrjaði sextán að æfa boot- camp og var tvítugur kominn með sína eigin stöð. Hann segir allskonar fólk koma á námskeiðin, íþróttafólk og fólk sem aldrei hafi hreyft sig. Elvar Þór Karlsson pískar liðið áfram í Elliðaárdalnum. Ljósmynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.