Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 32
FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR- KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR... TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR... FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR- KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR... TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR... FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR- KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR... TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR... Þúsundir fermetra af flísum með 20 -70% afslætti Baðherbergisvörur 20 -70% afsláttur ÚTSALA Teppi og dúkar 25% afsláttur ólíkar manneskjur. Hún átti son sinn, Bjart Dag 14. júní og ég Viðar Hákon þann 21. júní, sautján árum fyrr. Báðar málum við og vorum einar. Svo fær hún krabbamein og ég fer í hjartastopp.“ En þrátt fyrir þetta hafa þær systur ekki alltaf átt skap saman. „En þegar við málum saman er eins og við stöndum á free zone,“ segir Sara. „Hún málaði þynnra en ég. Ég málaði þykkt. En hún hefur þykkt sinn hluta og ég þynnt minn. Það er eitthvað sem gerist þegar við hittumst og byrjum að mála. Þá erum við sem ein manneskja og bætum hvor aðra upp.“ Hjartastopp í sumarblíðu Sara og Gísli voru á leið í fyrstu útilegu sumarsins þegar hjarta hennar hætti að slá. „Hann fór út úr bílnum á bensínstöð í Hvera- gerði til að ná í vatn á fellihýsið. Svo ætluðum við að fara og vera fjarri mannabyggðum. En þegar hann kom aftur í bílinn var ég meðvit- undarlaus þar. Hann dró mig út úr bílnum og akkúrat á því augnabliki keyrði bjargvættur minn framhjá, sá okkur, stökk úr bílnum og byrjaði lífgunartilraunir. Ég var byrjuð að blána og hætt að anda. Ég var dáin,“ segir hún afslöppuð. „Sjúkrabílinn kom ekki fyrr en eftir tíu mínútur og hefði Kristján ekki verið þarna hefði ég orðið heiladauð. Það hefði ekkert verið hægt að gera.“ Sara man ekkert eftir hjarta- stoppinu, aðdragandanum eða vikunni á undan og eftir. Þær eru horfnar úr lífi hennar. „Ég komst að því þegar ég rankaði við mér og fór að skoða myndir á digital- myndavélinni minni að ég var búin að mála þrjár manneskjur í stóra verkinu okkar og mundi ekki eftir því. Ég spyr Svanhildi hvort hún hafi ákveðið að mála þær fyrir mig en hún sagði mér að við hefðum farið daglega fyrir hjartastoppið og unnið á vinnustofunni að Korpúlfs- stöðum. Þetta er svolítið óhugnan- legt. Það er skrýtin tilfinning að hafa gert þetta án þess að muna það,“ segir Sara. Áfall eftir áfallalítið líf „Á afmælisdegi mínum í byrjun ágúst kom Bryndís systir með gjöf til mín á spítalann. Ég þakk- aði henni fyrir og sagði jafnframt að ég ætti eftir að græja afmælis- gjöf fyrir hana. Þá sagði hún: Þú ert löngu búinn að því! Þú komst til mín kvöldið áður en þú lagðir af stað í útileguna. Þú gafst mér fjölæra plöntu í garðinn og hvít- vínsflösku. Og svo töluðum við saman í tvo klukkutíma í síma eftir að þú fórst heim. Við töluðum um hvað kjarnafjölskylda okkar væri ótrúlega lánsöm að hafa ekki lent í stórum áföllum, eins og sumar fjölskyldur eru endalaust að gera. Daginn eftir stoppar hjarta mitt.“ Sara segir fjölskylduna hafa verið í sjokki. „Sonur minn og tengdadóttir, sem búa í Ósló, flugu með fyrstu vél heim og voru hér í hálfan mánuð. Fjölskyldan var eins og skjaldborg í kringum mig. Það var ekki fyrr en ég kom heim sem ég fór að ná utan um hvað hafði gerst.“ Á spítalanum þótti starfsfólki að Sara tæki hjartastoppinu ekki nógu alvarlega. „Hjartalækni mínum fannst ég of galgopaleg. Ég vildi fara heim. Fannst ekkert vera að mér. Hann lækkaði í mér rostann og sagði: Þú gerir þér ekki grein fyrir því að þú ert mjög alvarlega veik. Ég kveikti ekki á því. Samt var mér haldið sofandi í gjörgæslu í viku. Var kæld niður í 32 gráður.“ Sem strumpur eða Avatar í sól Það var ekki fyrr en hún var vökn- uð og komin á hjartadeild að ljóst var að hún þjáðist af vírus. Beðið var þar til bólgan hjaðnaði og kom- ið í hana bjargráði; tæki sem gefur henni allt upp í 750 volta stuð, stoppi hjartað. „Svo er ég á þrenns- konar hjartalyfjum. Þar á meðal einu sem hindrar að ég geti verið úti í sól, því þá verð ég blá í framan. Ég verð Avatar – Já eða strumpur! Ég þarf að vera með 50 í sólarvörn og barðastóran hatt og skýla allri húð. Ég hef því mest setið inni.“ Sara segir að í gegnum tíðina hafi hún oft óttast dauðann en þar sem hún muni hvorki vikuna fyrir, eftir eða atburðinn sjálfan þurfi hún ekki að óttast að deyja kvalar- fullum, óttablöndnum dauðdaga. „Nú óttast ég að fá ekki að lifa. Ég finn að ég á eftir að gera svo margt. Núna í október eignast ég mitt annað barnabarn í Ósló. Við Svanhildur eigum eftir að mála svo margar myndir. Mér finnst ég hafa svo mikið að lifa fyrir. Ég má ekki bara sofna.“ Ætlar að kýla á framtíðina En ljósið, sástu það? „Nei, ég sá það ekki eða fyrir enda ganganna. Þegar ég stríði þeim sem trúa á framhaldslíf segja þeir: Stundin var ekki komin. Ég sá ekki ljósið og var ekki toguð til baka. En svo verður að hafa í huga að ég bara man ekki. Þetta er algjört óminnis- ástand,“ segir hún og hlær og telur að hjartastoppið verði til þess að hún meti tímann öðruvísi. „Ég vil kýla meira á hluti sem mig langar að gera og kannski er það klisja en mér líður eins og ég hafi fengið annað tækifæri – endur- fæðst og eigi tvo afmælisdaga. En ég hef beðið Bryndísi systur afsökunar á því að stela afmælis- deginum hennar. Hún hefur sagt að það sé æðisleg afmælisgjöf að fá mig lifandi út úr þessu. Bjargráður- inn er nú þriðja brjóstið mitt. Þetta er tæki, grætt í bringu mína. Ef hjartað fer að brokka fæ ég stuð frá þessu tæki. Ég er því með bjarg- vættinn inni í mér. Hann verður að duga mér.“ Eftir að maður Söru Vilbergsdóttur, Gísli Guðmundsson, dró hana út úr bílnum í Hveragerði hnoðaði lögreglumaður á frívakt, Kristján Ingi Kristjánsson, hana í tíu mínútur. Sjúkra- bíll kom á staðinn og sett voru rafskaut á Söru og henni gefinn straumur í hálfa klukkustund svo hún yrði stöðug fyrir bílferðina. „Síðan var ekið með mig á Borgar- spítalann. Gísli, maðurinn minn var tekinn yfir í lög- reglubílinn og sat í framsætinu þar sem lögreglan ók á 140 kílómetra hraða yfir Hellisheiðina. Okkur fylgdu tvö mótorhjól sem komu til móts við sjúkrabílinn á heiðinni. Þetta var eins og forsetahirð og ég missti af öllu,“ segir Sara og hlær. Á Borgarspítal- anum var hún sett í heilalínurit. Hún var meðvitundarlaus allan tímann. „Síðan var ég keyrð frá Borgarspítalanum á Landspítalann og í bílnum dey ég aftur. Hjartað hætti aftur að slá. Þannig að það þurfti ekkert smá átak til að hleypa lífi í mig aftur. En af því að Kristján hóf þessa vinnu á bílaplaninu gekk þetta upp. Annars hefðu þeir ekki náð takti til að grípa í. Ég var endurlífguð tvisvar sama daginn. Ég lét sko hafa fyrir mér.“ Eftir að takturinn var fenginn var Sara lögð inn á gjörgæsludeild og haldið sofandi í viku. - gag Leið Söru Aftur tiL LífSinS Systurnar fyrir framan eitt málverka sinna. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson Jesúbörnin þeirra Söru og Svan- hildar. Synirnir í fangi mæðra sinna. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson Tiger in the woods eftir þær Söru og Svanhildi, Duosisters. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson 32 viðtal Helgin 31. ágúst-2. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.