Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 16
Síminn fyrir rétti Í gögnum um símnotkun i Herjólfsdal um verslunarmannahelgina gætu leynst sönn- unargögn í nauðgunarmáli. Héraðsdómur úrskurðaði að Síminn skyldi afhenda lögreglu gögnin en hæstiréttur sneri úrskurðinum og reiðibylgja fór um Fésbókina. Ég er eiginlega bara nokkuð ánægð með Símann og enn ánægðari með Hæstarétt í þessu tilfelli. Eins ömurlegt og það er þá getur verið skítt að þurfa að fara eftir mannréttindum, friðhelgi einkalífs og persónuvernd....... en þannig er það nú samt og þannig viljum við hafa það. No matter what. Heiða B Heiðars Héraðsdómur úrskurðaði að birta mætti farsímanúmer sem notuð voru á tíu mínútna tímabili í Herjólfsdal snemma að morgni mánudags á þjóðhátíð í Eyjum. Talið var að þannig mætti ef til vill finna manninn sem nauðgaði ólögráða stúlku á þjóðhátíð þeirra Eyjamanna rétt áður. Síminn áfrýjaði úrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar til að torvelda rannsókn málsins. Svo kemur forstjóri Símans í fréttir á Stöð tvö og segir að Síminn sé ,,allur af vilja gerður til að vinna með lögreglunni í málum sem þessu”. Hvílík endemis tvöfeldni! Hvað annað er hægt að kalla þetta? Eiður Svanberg Guðnason Var við öðru að búast af Hæstarétti? María Lilja Þrastardóttir Haldið utan við landsliðið Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hlaut ekki náð fyrir augum Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, en hann valdi Eið Smára ekki í hópinn sem mætir Norðmönnum á Laugardalsvelli þann sjöunda september. Eiður Smári má því muna fífil sinn fegurri en hann hefur mörg undanfarin ár verið burðarás íslenska landsliðsins, meðfram atvinnumennsku sinni ytra. Lagerbäck sagði á blaðamannafundi, þar sem valið var tilkynnt, að þótt Eiður Smári væri góður leikmaður, þá væri hann án félags sem stendur og ekki í leikæfingu. Vikan í tölum Léttir á skuldum bæjarins Þungar skuldir hafa hvílt á Reykjanesbæ en ástandið batnaði í vikunni þegar seld voru skuldabréf sem bæjarfélagið eignaðist við sölu á HS orku til Geysis Green Energy og síðar Magma Energy fyrir 6,3 milljarða króna. Fagfjárfestasjóðurinn ORK kaupir, en sjóðurinn er rekinn er af Rekstrarfélagi Virðingar hf og er fjármagnaður af lífeyrissjóðum og fagfjárfestum. Reykjanesbær notaði pen- ingana meðal annars til að greiða upp erlent lán og hefur þar með gert upp öll erlend lán bæjarfélagins. Einnig voru greidd upp skammtímalán og aðrar skamm- tímakröfur. Um 870 milljónir króna verða lagðar til Reykjaneshafnar. HeituStu kolin á Góð Vika fyrir Árna Sigfússon, bæjarstjóra Reykjanesbæjar Slæm Vika fyrir Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann 289 ár eru síðan Íslendingakráin Hviids Vinstue við Kongens Nytorv í Kaup- mannahöfn var opnuð. Kráin berst nú í bökkum vegna framkvæmda við neðanjarðarlestakerfið þar í borg. 130 kílómetra þurfa börnin í grunn- skólanum Hofgarði að ferðast til að komast í sundtíma á Höfn í Hornafirði. Ferðalagið fram og til baka tekur um fjórar klukkustundir. 444 manns bíða nú eftir því að hefja af- plánun í fangelsum landsins. 45 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun Gallups eru ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Í fyrra voru einungis 19 prósent ánægð með störf þáverandi biskups, Karls Sigurbjörnssonar. 111 kílómetra hjóla þeir hörðustu í hjólreiðakeppninni Gullhringnum sem fer fram um helgina. 922 milljarða áttu Íslendingar í erlendum verð- bréfum í lok síðasta ár. Sú eign jókst um 125,5 milljarða frá árinu á undan. Hjallastefnan Snilld eða misskilningur? V ið munum komast að því eftir tíu eða tutt-ugu ár hvort þetta er snilld – eða fullkom-inn misskilningur,“ sagði maðurinn minn um Hjallastefnuna eftir að við tókum þá ákvörðun að dóttir okkar færi í 1. bekk í Barnaskóla Hjalla- stefnunnar. Þetta er heldur ekki fyrsta barnið okkar sem fer í 1. bekk, þetta er það fimmta, en það hefur aldrei verið mál að velja skóla. Ástæðan er sú að fyrir tveimur árum kynntumst við Hjallastefnunni þegar yngstu börn- in okkar fengu inni á Laufásborg. Það var í rauninni hending að Laufásborg varð fyrir valinu, krakkarnir áttu þar vini og við fengum pláss á miðjum vetri. Ég hafði heyrt góða hluti af Hjallastefnunni en ekki myndað mér á henni skoðun. Fyrstu dagana og jafnvel vikurnar eftir að börnin tvö byrjuðu í Laufás- borg var ég alltaf pínulítið vandræða- leg þegar ég kom með þau í skólann. Þar ríkir sérstakt tungumál, allir glaðir og brosandi og mikið um faðm- lög. „Velkominn, kæri vinur, Birgir,“ voru móttökurnar og sömuleiðis: „vel- komin, kæra vinkona, Bríet“. Fljótlega fóru börnin að nota „hjallísku“ heima og fékk ég að heyra: „Gengur bara betur hjá þér næst, mamma,“ þegar ég gerði mistök. Svo frétti ég af því að ein stúlka á kjarnanum hennar Bríetar hefði farið í „or- lof“ í kubbakrók því hún hafði ekki tekið leiðsögn þrátt fyrir viðvörun. Því að í „hjallísku“ eru engin neikvæð orð notuð. Hjallastefnan er ekki ein um þá stefnu, að nota ekki neikvæð orð, en reynsla mín af ótalmörgum leikskólum sýnir að það er einstakt hve vel það tekst í Hjallastefnunni. Ef til vill er ástæðan sú að þeir sem velja að starfa innan Hjallastefnunnar er fólk sem hrífst af þeirri hugsjón sem þar er ríkjandi og gengur inn í stefnuna og allt sem henni fylgir. Hver veit. Við hjónin grínuðumst með þetta okkar á milli, að nú væru börnin okkar að alast upp í sértrúar- söfnuði. Þetta er alveg pínulítið þannig. Þegar ég mætti með skólastúlkuna á skólasetningu fengu foreldrar að vita að skólahúsnæðið sem væri í bygg- ingu væri ekki tilbúið. Fyrir því voru tíndar til ótal ástæður – og allt í góðu með það, ótal hlutir geta komið upp og tafið fyrir byggingu skóla – en það sem mér fannst merkilegast í þessu öllu var að for- eldrarnir bókstaflega klöppuðu eftir þessa tilkynn- ingu, brosandi sæl og glöð með að skólahúsnæðið yrði ekki tilbúið fyrr en 18. september og þangað til færi skólastarf fram í Valsheimilinu að Hlíðar- enda. Frábært! Algjör snilld! Og svo tóku allir lagið saman – í alvörunni! Tvennt flæktist nokkuð fyrir okkur þegar við stóðum frammi fyrir þessari stóru ákvörðun: ann- ars vegar það að senda barn í einkaskóla og hins vegar kynjaskiptingin í bekkjunum. Við verðum við að taka umræðu okkar á milli um það hvernig einkaskólakerfið samrýmdist lífsskoðunum okkar. Hvernig útskýrir maður það fyrir börnunum sín- um að stúlkur og drengir (hjallíska) geti ekki verið saman í bekk? Rökin í Hjallastefnunni eru meðal annars þau að með því sé verið að viðurkenna hve kynin séu ólík, stúlkur eigi meira sameigin- legt með stúlkum en drengjum og hið sama gildir um drengi. Hegðunarskali hópsins minnki þegar kynin eru aðskilin og því ríki meira jafnvægi innan hans. Auðveldara sé að vinna með veikleika hvors kynsins, að fylla stúlkurnar sjálfstrausti og kenna drengjunum hjálpsemi, svo fátt eitt sé nefnt. Svo ég fór að lesa. Rannsóknir sýna að stúlkum gengur betur í stærðfræði og vísindagreinum þegar þær eru aðskildar frá drengjum og drengirnir bæta sig í listgreinum og tungumálum. Einkunnir beggja kynja reyndust að meðaltali hærri en í blönduðum bekkjum og var munurinn sláandi. „Hmmm“, hugsuðum við... „prófum þetta bara.“ Ekki síst í ljósi þess að við eigum fjögurra ára dreng sem byrjar í skóla eftir tvö ár og kynjaskiptir bekkir nýtast drengjum greinilega enn betur en stúlkun- um og eitt af því sem mest hefur verið rætt um varð- andi íslenskt skólakerfi að undanförnu er hversu mikið verr drengjum líður í skóla en stúlkum. En þegar ég sat þarna á skólasetningunni, meðal brosandi foreldra, mundi ég af hverju ég hafði valið einmitt þennan skóla. Magga Pála og hugsjónir hennar. Hún hélt tölu fyrir okkur, foreldrana, í á aðra klukkustund, um Hjallastefnuna og börnin og foreldrana og fyllti okkur þvílíkum eldmóði og jákvæðni að það var bara ekki hægt annað en að klappa fyrir því að það tefðist um mánuð að taka í notkun nýjan skóla. Hún er sannkallaður leiðtogi af Guðs náð. Og ég fór að velta því fyrir mér hvers vegna við ættum ekki fleiri Möggu Pálur. Til dæmis í pólitík- inni. Mikið óskaplega þyrftum við á því að halda. Sigríður Dögg auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Dömur og týndir riddarar Tinna Rós Steinsdóttir, blaðakona á Frétta- blaðinu, varpaði sprengju í jafnréttisumræð- una á Facebook með Bakþankapistli sínum um rétt sinn til þess að vera bjargarlaus og treysta á aðstoð karla í vissum efnum. Þótt aldrei sé vopnahlé í kynjastríðinu á Facebook ætlaði allt um koll að keyra þegar Tinna Rós viðraði skoðanir sínar. Í ljósi pistilsins sem birtist í Fréttablaðinu í dag um stelpur og ljósaperur finnst mér nauðsynlegt að koma því á framfæri að rétt í þessu skipti ég um tvær ljósaperur, alveg sjálf. Egill Þórarinsson ætlar svo að skipta um tvær ljósaperur á eftir, þegar hann er búinn að horfa á fótboltaleik. Það er þó ekki kynjasjónarmið sem veldur, heldur það að ég næ ekki uppí þær. Hildur Knútsdóttir slakið á - það þurfa ekki allir að vera eins. Tinna vill að karlmenn pumpi í dekkið hennar. Það má. Tobba Marinósdóttir Það er fátt ömurlegra en að fá morðhót- un. Ég tala af reynslu. Eftir útgáfu fyrstu skáldsögu minnar fékk ég nafnlaust símtal með skilaboðunum: „Ég kem heim til þín í nótt og drep þig!“ Flott hjá Tinnu að kæra þessi fífl. Óttar M. Norðfjörð Tinna Rós, tékk. Tryggvi Þór, tékk. Jónas K, tékk. Fólkið sem er vont við Tinnu Rós, tékk. Yfir hverju eigum við svo að tryllast næst, krakkar mínir? Þórunn Hrefna 16 fréttir Helgin 31. ágúst-2. september 2012 vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.