Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Side 60

Fréttatíminn - 31.08.2012, Side 60
48 heilsa Helgin 31. ágúst-2. september 2012  BlaBer Full aF andoxunareFnum Föstudagur Leikskóli Grunnskóli Framhaldsskóli Þjálfun 7.sep.12 Hafþór Guðmundsson, sundkennari við HÍ er tilbúinn að taka þá sem vilja í sundpróf á föstudagsmorgninum :) Lámark 15 manns, byrjar kl:8:30 13:00 - 13:15 SETNING 13:15 - 14:15 Landlæknisembættið og Menntamálaráðuneytið Gígja Gunnarsdóttir Einkaþjálfarinn Víðir Þór Þrastarson 14:15 - 15:15 Staða Íþróttafræðinga - Fyrirlestur og umræður Þórdís Gísladóttir 15:30 - 16:30 Hugstormun og umræður um starf íþróttafræðinga í leikskólum Oddný Anna Kjartansdóttir Hugstormun og umræður um starf íþróttafræðinga í grunnskólum Guðríður Brynjarsdóttir Hugstormun og umræður um starf íþróttafræðinga í framhaldsskólum Andrés Þórarinn Eyjólfsson Hugstormun og umræður um starf íþróttafræðinga í þjálfunarstar Erlingur B. Richardsson 16:35 - 17:35 Danskennsla í leikskólum og 1.- 4. bekk grunnskóla Íris Anna Steinarrsdóttir Sundleikir (sundlaug) Hrafnhildur Sævarsdóttir Styrkur og þol Íþróttasálfræði Hafrún Kristjánsdóttir 17:40 - 18:40 Ungbarna- og barnasund (sundlaug) Ólafur Gíslason Danskennsla í 5.-10. bekk grunnskóla og framhaldsskólum Íris Anna Steinarrsdóttir Heilsufar íslenskra barna og aðgerðir Erlingur unglinga: Heilsuuppeldi og Jóhannsson . 18:45 - 19:45 Jóga fyrir allan aldrushóp Sonja Björg Ragnhildardóttir Krakkablak Ásta Sigrún Gylfadóttir Teypingar Jón Birgir Guðmundsson (Jóndi) Kennileitahlaup (úti) Gunnar Páll Jóakimsson HLÉ 20:30 - 22:30 FORDRYKKUR - Aðalfundur Hátíðarkvöldverður Skemmtiatriði 22:30 - ? KERLINGARFJALLA STEMNING og DANSIBALL fram á rauða nótt Ragnhildur Sigurðardóttir og Sigurður Reynir Ragnhildarson Laugardagur Leikskóli Grunnskóli Framhaldsskóli Þjálfun 8.sep 09:00 - 09:55 Hópei frá Rússlandi Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir 10:00 -11:00 Leikir Örn Ólafsson Badminton Afreksbraut Cross t 11:15 - 12:15 HÍ og HR með kynningar Metalbolict li k 12:15 - 13: 15 HÁDEGIS HLÉ í boði ÍKFÍ 13:15 - 14:15 Útikennsla Hallbera Þrekraunir Viðar Sigurjónsson Skólahreysti framhaldsskóla Andrés Guðmundsson Lífeðlisfræðir, áhrif þjálfunar + mælingar 14:20 - 15:20 Samkennsla, fatlaðra Sigurlín og ófatlaðra Garðarsdóttir HSÍ fyrir grunnskóla Árni Stefánsson Jóga - fyrir lengra komna Ragnhildur Sigurðardóttir (Gagga) 15: 25 - 16: 25 Rat Smári leikir Stefánsson Sjálfs Víðir Þór vörn Þrastarson 16:30 - 17:00 Lokaumræður 17:00 - 18:00 Heimferð Stjórn ÍKFÍ áskilur sér rétt til að breyta dagsská án fyrirvara Í Þ R Ó T T A F R Æ Ð I N G A R Allar upplýsingar um skráningu og verð er hjá stjorn@ikfi.is Í þeirri miklu heilsubylgju sem gengur yfir landið má gera ráð fyrir að margir hugsi sér gott til glóðarinnar um þessar mundir þegar berjauppskerutíminn er í há­ marki því bláber eru ein hollasta fæðuteg­ und veraldar. Fréttir hafa borist af óvenju­ mikilli og góðri berjauppskeru víða um land en aðalbláberin finnast helst á Vestfjörðum. Ekki þarf að fara lengra en til Hólmavíkur til þess að komast í eðal berjalönd en firðirnir í Ísafjarðardjúpi hafa löngum þótt kjörlendi berjaáhugamanna. Það er fátt meira gefandi en að dunda sér úti í náttúrunni í góðu veðri og færa björg í bú fyrir veturinn og ekki er síðra að börn á öllum aldri geta notið þess að tína ber, hvort sem er beint í munninn eða í fötur og dollur hvers konar. Bláberin eru full af andoxunarefnum sem verja frumur líkamans fyrir skemmdum af völdum svokallaðra sindurefna (e. free radi­ cals), óstöðugum mólikúlum sem verða til við eðlilega frumustarfsemi. Sindurefni geta skaðað arfbera fruma og hrundið af stað ferli þar sem frumur taka að vaxa stjórn­ laust. Hugsanlegt er að þær breytingar leiði til þess að krabbamein og aðrir sjúkdómar nái að myndast. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort andoxunarefni sem þessi geti styrkt ónæmiskefið og komið í veg fyrir sjúkdóma. Þótt rannsóknir séu nokkuð misvísandi bendir ýmislegt til þess að andoxunarefni, sérstaklega E­vítamín, geti minnkað hætt­ una á hjarta­ og æðasjúkdómum. Beta­ka­ rótín virðist hamla myndun krabbameins, en einungis þegar það fæst úr venjulegum mat. Í töfluformi getur það jafnvel haft skaðleg áhrif. Andoxunarefni geta einnig dregið úr hættu á æðakölkun og blóðtappa og minnk­ að hrukkumyndun. Fáir ávextir hafa meira af andoxunarefn­ um en bláber, sérstaklega lífrænt ræktuð eins og villibláberin okkar Íslendinga. Best er að neyta þeirra nýtíndra en þannig geym­ ast þau hins vegar stutt. Rannsóknir sýna að frysting hefur engin áhrif á virkni andoxun­ arefnanna og er því kjörið að pakka þeim í litla plastpoka og frysta fljótlega eftir að þau hafa verið tínd og nota þau í búst eða grauta. ­sda Næringargildi í bláberjum (1 bolli, 148 g) Næringarefn Hlutfall af ráðlögðum dagsskammti K-Vítamín 35,7% Mangan 25% C-Vítamín 23.9% Trefjar 14,2% Hitaeiningar (84) 4% Ofurfæði úr náttúru Íslands Fáir ávextir hafa meira af andoxunarefnum en bláber, sér-staklega lífrænt ræktuð eins og villibláberin okkar Íslendinga. Bláber eru með því hollasta sem hægt er að gæða sér á því þau eru full af andoxunarefnum sem verja frumur líkamans fyrir skemmdum og geta komið í veg fyrir sjúkdóma og styrkt ónæmiskerfið. Þau bragðast einnig dásamlega og eru góð byrjun á góðum degi – og fást ókeypis í náttúru Íslands.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.