Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 31.08.2012, Qupperneq 6
ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI 398 kr. 12 stk. 498 kr. 8 stk. 298 kr. 3 stk.  Krónugengi BílaBúð Benna læKKar verð nýrra Chevrolet Bíla Verðlækkun allt að 11.8 prósent Hagstætt gengi íslensku krónunnar forsenda ákvörðunar bílaumboðsins. Bílabúð Benna lækkaði í gær, fimmtudag, verð á öllum nýjum Chevrolet bílum vegna hag- stæðs gengis íslensku krónunnar. Verðlækk- unin nemur allt að 11,8 prósent. Sem dæmi má nefna að sjö sæta Chevrolet Captiva jeppi, sjálfskiptur með dísilvél, lækkar úr 6.790 þús- undum króna í 5.990 þúsund. „Starfsfólk Bílabúðar Benna fagnar því að geta nú komið svo myndarlega til móts við ís- lenska neytendur og vonar að þróun gengis krónunnar verði með þeim hætti að frekari verðlækkanir verði mögulegar Í framtíðinni. Íslenski markaðurinn hefur tekið Chevrolet bílunum ákaflega vel enda eru þeir að reynast sérlega vel á íslenskum vegum. Smábíllinn Chevrolet Spark til dæmis, sem kostar nú aðeins 1.790.000, hefur verið mest seldi bíll- inn, til almennings, í sínum flokki undanfarin þrjú ár,“ segir meðal annars í tilkynningu Bíla- búðar Benna. Verðlækkunin nær til allra Chevrolet bíla frá Bílabúð Benna. „Ég er að fá nýja sendingu og tollgengið hefur lækkað,“ segir Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Reglan sé að vöruverð hækki með falli krónunnar en allt of lítið um það að verð lækki þegar hið gangstæða á sér stað. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is  píramídi 26 þúsund Króna eingreiðsla og mánaðargjald v iltu vinna þér inn pening á meðan þú ferðast?“ Svona einhvern veginn hljómar sölupunkturinn fyrir nýtt píramídafyrir- tæki sem er að hasla sér völl á Íslandi, World- Ventures. Fyrir 26.000 króna eingreiðslu og mánaðargjald upp á 6.500 krónur gefst fólki tækifæri á að skrá sig í ferðaklúbb sem veit- ir, að því er fullyrt er, afslátt af gistingu víðs vegar um heiminn. „Þetta er eins og vera með eigin ferðaskrifstofu,“ segir einn af frumkvöðlum WorldVentures á Íslandi sem ekki vill láta nafns síns getið þar sem það samræmist ekki stefnu fyrirtækisins. Að sögn eins forkólfsins hér á landi fá meðlimir afslátt sem nemur allt frá 15 til 70 prósent af þeirri upphæð sem almenningur greiðir almennt fyrir hótelgist- ingu. Ekki er hægt að sannreyna þessa full- yrðingu því verð eru ekki sýnileg á síðu fyrirtækisins fyrir aðra en meðlimi. Sem sagt, greiða þarf hátt í hundrað þúsund krónur í þátttökugjald á fyrsta árinu til þess að fá aðgang að upp- lýsingum um verð á þeirri vöru sem fyrirtækið býður, hótelgistingu og ferðalög. WorldVentures byggir á svokölluðu píramídafyrir- komulagi líkt og Herbalife og NuSkin. Varan sem er seld er einfaldlega gisting á gististöðum en ekki megrunar- duft eða krem. Að öðru leyti er skipulag fyrirtækisins eins og hjá öðrum píramídafyrirtækjum, eða „Multi- Level-Marketing“-fyrirtækjum eins og forkólfar World- Ventures á Íslandi vilja frekar kalla það. Munurinn er einfaldlega sá að píramídafyrirtæki eru lögleg ef þau selja vöru en ólögleg ef þau snúast eingöngu um að ná inn meðlimum sem láta fé af hendi rakna í hagnaðarvon. Meðal þeirra Íslendinga sem nefndir hafa verið í tengslum við sölukynningar fyrirtækisins sem nú standa yfir hér á landi eru sjónvarpsfólkið Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, sem er efst í íslenska píramídan- um, og Ásgeir Kolbeins. Hér eru einnig fulltrúar fyrir- tækisins frá Bandaríkjunum, sem sjá um þjálfun nýrra sölumanna ásamt Íslendingunum. Eins og önnur lögleg píramídafyrirtæki snýst World- Venture um tvennt, annars vegar að selja vöru – ferða- lög – og hins vegar að safna nýjum meðlimum inn í fyrirtækið. Meðlim- irnir raðast í eins konar píramída fyrir neðan þann sem kemur með þá inn í fyrirtækið þannig að ef hin- ir nýju meðlimir koma inn með nýja meðlimi raðast þeir í næstu línu fyrir neðan. Eins og í öðrum píramídafélög- um fær fólk greiðslu fyrir hvern nýjan félaga sem það kemur með inn í f y r i r - tækið, og svo hlut- deild af allri sölu þeirra sem eru undir því í píramídanum. Meðlimir losna undan því að greiða sjálfir mánaðargjöld komi þeir með fjóra nýja inn í félagið, svo lengi sem þeir eru virkir meðlimir. Líkt og reynslan af öðrum píramídafyrir- tækjum sýnir er von um hagnað meiri eftir því sem þú ert nær toppnum á heildarpíra- mída fyrirtækisins. Dr. Jon M. Taylor er í forsvari fyrir stofnun sem berst fyrir hagsmunum neytenda í Bandaríkj- unum, Consumer Awareness Institu- tion. Rannsóknir stofnunarinnar á 350 píramídafyritækjum hafa leitt í ljós að 99 prósent allra þeirra sem gerast meðlimir í píramídafyrir- tækjum tapa peningum á því. Einungis einn af hverjum hundrað kemur út í hagn- aði. Viðmælandi Frétta- tímans segir aðspurð- ur að í Bandaríkjunum séu 90 þúsund meðlimir í WorldVentures og 130 þúsund á heimsvísu. Boðið er upp á ferðir til ýmissa áfangastaða en flugfar er ekki innifalið í ferðunum. Fólk verður því sjálft að koma sér á áfangastað. WorldVentures er í samstarfi við bandaríska ferðaskrifstofu, Rovia, sem hefur verið starfrækt í 25 ár, reyndar undir öðru nafni. Á Barnalandi, bland.is, hefur spunnist áhugaverð um- ræða um WorldVentures þar sem umræðuhefjandi spyr hvort einhver hafi reynslu af fyrirtækinu eða þekki til þess: „Það geta ekki allir grætt, það er bara fræðilega ómögulegt. Peningarnir hljóta að koma einhvers staðar frá,“ segir notandi sem skrifar undir nafninu Grjona. Bibiarndal segir um WorldVentures: „Eins og með alla píramída geturðu „grætt feitt“ ef þú ert ofarlega í píra- mídanum, þeim mun neðar sem þú ert þeim mun minni pening færðu, niður í ekkert mínus það sem þarf að borga fyrir að taka þátt.“ Þegar þessi ummæli eru borin undir sölufólk í World- Ventures vísar það þeim á bug. „Þetta er ekki píramída- fyrirtæki. Þetta er ferðaklúbbur. Þú borgar fyrir að fá að vera í klúbbnum og fá að bóka þær ferðir sem í boði eru.“ Við spurningunni: „Hvers vegna ætti fólk að borga fyrir að fá að eiga viðskipti við fyrirtækið?“ fékkst hins vegar ekkert svar. Gert er ráð fyrir því að WorldVentures verði formlega komið með starfsemi á Íslandi þann 1. nóvember og hafa for- kólfar þess væntingar um að annað til þriðja hvert heimili á landinu gerist meðlimur innan fárra ára. „Þetta er framtíðin í ferðabrans- anum,“ segir sölumaðurinn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Sjónvarpsfólk viðriðið nýtt píramídafyrirtæki Nýtt píramída- fyrirtæki ætlar sér stóra hluti hér á landi, World- Ventures, sem selur gistingu og pakkaferðir víða um heim. Einungis með- limir geta keypt en til þess eins að fá upplýsingar um verð á gistingu þarf fólk að reiða fram nálægt hundrað þúsund krónum fyrsta árið. Sjónvarps- fólkið Ragn- heiður Guðfinna Guðnadóttir og Ásgeir Kolbeinsson tengjast World- Ventures. 6 fréttir Helgin 31. ágúst-2. september 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.