Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 26
Hermann Ási Falsson greindist með Asper- ger-heilkenni þegar hann var 18 ára. Áður var hann ranglega greindur misþroska og fékk því aldrei þá aðstoð sem hann þurfti til að geta fótað sig betur í samfélaginu. Hann er 24 ára og býr í félagslegri íbúð á Ísafirði þar sem hann stundar nám í Menntaskól- anum eftir bestu getu. Hann er með góða huglæga greind og getur vel lært en á erfitt með að skipuleggja sig og koma sér að verki sem bitnar á náminu að því leyti að hann skilar oft ekki verkefnum eða kemur sér ekki að verki til þess að læra. Hermann á enga vini og umgengst fáa. Hann hefur einangrað sig félagslega og fötlun hans hefur ágerst með árunum. Í grunnskóla varð hann fyrir miklu og alvarlegu einelti sem foreldrar hans telja að hafi haft meiri varanleg áhrif á fötlun hans en einhverfan sjálf. Hann er viðkvæmur og þolir illa gagnrýni, að eigin sögn. En hann á líka erfitt með að skilja merkingu þess sem sagt er og rangtúlkar ósjaldan það sem sagt er við hann. Hann getur ekki lesið í aðstæður og skilur ekki líkams- tjáningu líkt og margir sem greinast með Asperger. Fyrir vikið á hann í erfiðleikum með samskipti. „Ég vil alveg tala við fólk, en ég bara get það ekki,“ segir Hermann. Honum finnst fólk oft koma fram við sig eins og hann sé greindarskertur því hann á svo erfitt með að tjá sig. Það fer illa í hann og brýtur hann jafnframt niður. Hann talar hægt og vandar sig. Hann horfir niður í gólfið og er hokinn í herðum, eins og hann vilji helst hverfa inn í sig. Þegar hann lítur upp eru augu hans flökt- andi og hann á erfitt með að horfa í andlit mitt. Honum líður greinilega illa. En hann langar samt að tala við mig. Hann valdi það sjálfur og gerir það algerlega á eigin forsendum. Eftir því sem við sitjum lengur saman og spjöllum virðist hann ná að slaka aðeins á. Hann svarar í lengri setningum, ekki lengur bara með já eða nei, verður glaðlegri á svipinn og lítur oftar í áttina til mín. Aldrei þó beint í augun á mér. Líkamstjáning er stór hluti tungumáls í samfélagi mannanna. Líkamstjáning Her- manns segir: Láttu mig í friði. Hann gefur sig ekki að fólki að fyrra bragði og á erfitt með að bregðast við þegar fólk gefur sig að honum. Hann svarar helst í einsatkvæðis- orðum sem fólk túlkar sem svo að hann hafi ekki áhuga á að eiga við það samskipti. En svo er ekki. „Ég vildi að ég gæti verið ég sjálfur,“ segir Hermann. Það getur hann ekki innan um fólk, nema þá helst fjölskyld- una sína. „Ég verð lokaður og óöruggur innan um fólk og vandræðalegur og veit ekki hvernig ég á að vera og ég verð fyrir óþægindum. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja og þá heldur fólk kannski að ég hafi ekki áhuga á að tala við það en það er bara félagsfælnin. Ég hef alveg áhuga á að tala við fólk en veit ekki hvað ég á að segja.“ Hermann hefur þjáðst af alvarlegu þung- lyndi frá því á unglingsárunum. Þunglynd- ið og vanlíðanin var svo mikil að hann vildi helst taka sitt eigið líf. Að sögn foreldranna er ástæðan fyrir þessum sálrænu kvölum einna helst það hrikalega einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla og ekki var brugðist við af nægilegum krafti. Hann var niður- lægður, jafnt andlega sem líkamlega og fannst hann ömurlegur og einskis virði. Aðspurður segir hann að það hafi oft verið gyrt niður um hann, vatn sett í skóna hans og höfðinu á honum hafi verið haldið ofan í læk þangað til hann hélt að hann væri að drukkna. En pyntingarnar voru ekki bara líkamlegar, að sögn foreldranna. Særandi og niðrandi athugasemdir og orð voru sögð við hann þegar enginn heyrði til og hann var fljótlega útilokaður. Orðin og útilokunin eru þau sem hafa valdið einna mestum skaða. Einsemdin er skelfileg. Hann var lagður inn á geðdeild Land- spítalans og Kleppsspítala á aldrinum 17-19 ára. Honum leið hryllilega á þeim tíma. „Það tengdist ekki endilega veru minni á Kleppi en mér leið bara ógeðslega illa á þessum tíma. Ég höndlaði ekki daginn, leið bara eins og væri búið að setja á mig einhverja bölvun. Mig langaði helst að sofa í 100 ár en mest langaði mig bara til þess að deyja,“ lýsir Hermann. Ástæðuna fyrir þessari vanlíðan segir hann eineltisatvik sem varð til þess að hann féll fram af brún- inni. „Einelti er í raun andleg nauðgun,“ segir Hermann. Það eru þung orð sem gerendur eineltisins ættu að íhuga. Hann hefur gert kröfu á foreldra sína um að hjálpa sér að deyja. Fyrir foreldra er ólýsanleg skelfing að upplifa slíkt. Hann hefur einu sinni fengið afsökunar- beiðni eftir atvik á fótboltaæfingu. Móðir gerandans mætti heim til Hermanns með son sinn og lét hann biðjast afsökunar. Hann segir að það myndi hjálpa sér ef þeir sem kvöldu hann myndu sjá hjá sér þörf til þess að biðjast fyrirgefningar. „Ég myndi fyrirgefa þeim. Ég er ekki viss um að þeir geri sér grein fyrir því hvað þeir hafa gert. Sumir þeirra hafa breyst. Þeir voru bara krakkar og vissu ekki hvað þeir voru að gera. Ég er tilbúinn að fyrirgefa þeim þótt það sé erfitt.“ Á þessum tímapunkti stendur pabbinn upp, sem er viðstaddur viðtalið, og þarf augljóslega að fara afsíðis til að jafna sig. „Þetta er Hermann í hnotskurn. Hann er alltaf tilbúinn að fyrirgefa. Meira tilbúinn en ég,“ segir hann titrandi rómi. - sda Einelti er andleg nauðgun manns. „Auðvitað er einhverfa eða Asper- ger ákveðin félagsleg fötlun en svo þegar þú mætir því sem hann þurfti að mæta þá þróast það út í svo mikla félagslega fælni,“ segir hún. „Við berum stóran kostnað af því að hjálpa honum í dag en þetta er ekki bara spurning um peninga,“ segir Falur. „Eitt árið fór ég vikulega með hann til sálfræð- ings til Reykjavíkur, allt á minn kostnað. Samfélagið veldur þessum skaða en við berum kostnaðinn. Hann ber ábyrgð á afleiðingunum og að vinna úr þeim, ekki samfélagið sem olli þessu tjóni,“ segir Falur. „Mér finnst samfélagið skulda þessum einstaklingum. Við erum að horfa upp á mál eins og Breiðavíkurmálið þar sem börn hafa lent inn á heimilum þar sem illa var farið með þau og samfélagið hefur reynt að bæta fyrir það. Mér finnst samfélagið skulda þeim sem hafa lent í einelti – oftast á stað sem á að vera verndaður staður fyrir börn, skólakerfið. Samfélagið skuldar þeim uppgjör og alla þá aðstoð sem er í boði.“ „Þó svo að það séu börn sem leggja í ein- elti og börn eru bara börn, þá er ábyrgðin hinna fullorðnu sem aðhafast ekkert. Illska fær ekki þrifist nema hið góða aðhafist ekk- ert,“ segir Falur. „Ég held að flestir haldi – og reyni að hugga sig við það – að sú staða sem Hermann er í núna sé afleiðing einhverf- unnar en ekki eineltisins, en átti sig ekki á því og myndu aldrei vilja viðurkenna það hve eineltið á stóran þátt í þeim verkefnum sem hann er að kljást við í dag. Eineltið er miklu stærri þáttur en einhverfan. Margir sem greinast með Asperger lifa góðu lífi ef þeir hafa alist upp í umhverfi sem er ekki að brjóta þá niður eins og Hermann lenti í,“ segir Falur. Þau segja gífurlegan mun á því hvernig samfélagið mætir þeim sem eru með sjáanlega fötlun og hinum, þar sem fötl- unin er ekki eins greinileg. „Fólk skilur ekki fötlunina þegar hún er ekki líkamleg eða sjáanleg á einhvern hátt. Ef fötlunin er ekki sýnileg er nánast ætlast til þess að fólk standi sig að öllu leyti. Svo finnst mér ég sjá ákveðinn ótta hjá fólki í samskiptum við Hermann. Það veit ekki hvernig það á að koma fram við hann, verður vandræðalegt og leiðir hann jafnvel hjá sér, lætur sem hann sé ekki til og það upplifir hann sem höfnun,“ segir Kristrún. Þiggja alla hjálp Kristrún og Falur þiggja alla þá hjálp sem þeim býðst í dag. „Við gerðum það ekki þegar Andri var lítill. Við vorum kannski of stolt. Við höfum hins vegar lært að til þess að lifa af, til þess að geta haldið haus og haldið áfram í svona aðstæðum verður maður að hugsa um sjálfan sig. Svo maður brotni ekki,“ segir Kristrún. Hún segist til að mynda þiggja heimilis- hjálp þrátt fyrir að sumum finnist það skrít- ið því hún sé heimavinnandi. „Ég hætti að reyna að vera alltaf „stór og sterk“ og aldrei að láta sjá á mér að eitthvað væri að. Nú er ég farin að leyfa mér stundum að vera bara lítil og aum og bogna svolítið. Þá fæ ég bara meiri styrk til að halda áfram. Við höfum aldrei brotnað alveg, en við höfum svo sannarlega oft kengbognað,“ segir hún. „Við höfum prófað hvort tveggja, að eiga börn með sérþarfir og barn sem þarf enga sérstaka aðstoð umfram önnur börn,“ segir Falur. „Að ala upp heilbrigt barn er svipað og að hlaupa langhlaup. Maður veit að mað- ur kemur í mark á endanum, eftir ákveðna vegalengd. En að ala upp fatlað barn er eins og að hlaupa hlaup sem þú veist aldrei hve- nær tekur enda og þú kemur kannski aldrei í mark,“ segir Falur. „Það er ekkert mál að ala upp heilbrigt barn. Auðvitað þarf maður að sinna því en það er bara svo miklu, miklu auðveldara en hitt,“ segir Kristrún. „Ég held að fólk geri sér enga grein fyrir því. Ég lét þessi orð einu sinni falla í saumaklúbbi og uppskar bara reiði kvennanna,“ segir hún og hlær. „Þeim fannst ég mjög ósanngjörn og að ég gerði lítið úr þeirra erfiði við barnauppeldi.“ Framtíðin óráðin Kristrún og Falur vita ekki hvað fram- tíðin ber í skauti sér. Þau vita ekki hvað Eyþór mun lifa lengi enda eru fá eða engin dæmi um börn með sams konar fötlun og hann, ekkert á Íslandi og ekkert í heim- inum sem þau vita um. Dánarorsök Andra var lungnabólga sem hann gat ekki barist gegn af mörgum ástæðum sem flestar tengdust fötlun hans. Þau hafa ekki leitað í stuðningshópa, svo sem Einstök börn, sem er stuðningshópur barna með sjaldgæfa sjúkdóma, eða stuðningsfélag langveikra barna. Ástæðuna segja þau fyrst og fremst þá að þau búa úti á landi. „Mig langar hins vegar að komast í samband við Umsjónar- félag einhverfra og fá upplýsingar um hvað er að gerast í málefnum fullorðinna með einhverfu og fá stuðning þar. Mér finnst mig vanta ennþá meiri stuðning þar en með Eyþór,“ segir hún „Sjúkdómurinn hans Eyþórs gengur sinn gang,“ bætir Falur við. „En við höfum meiri væntingar og vonir um að geta gert meira fyrir elsta drenginn okkar. En nú er hann orðinn fullorðinn þannig að hann verður að vilja það sjálfur.“ „Við þyrftum virkilega að vita hvað er að gerast í einhverfumálum því þar er mikil vakning. Stór hópur er að fá greiningu seint líkt og Hermann og ég veit að það er verið að skoða hvernig hægt er að aðstoða þetta fólk. Það er til dæmis búið að stofna Speci- alisterne, sem hann myndi örugglega nýta sér ef hann byggi fyrir sunnan. Við höfum svo sem oft velt því fyrir okkur hvort við ættum að flytja en gerum það ekki vegna þess að Eyþór fengi ekki jafn góða þjónustu þar og hér. En hver veit hvað við gerum,“ segir Kristrún. Anna Kristine Magnúsdóttir 35 ára reynsla Fyrsta starf í blaðamennsku: Blaðamaður á Vikunni 1977. Ferill: Vikan, Tímarit Frjáls framtaks, Helgarblað DV, Helgarpósturinn, ritstjóri dægurmálaútvarps og morgunútvarps Rásar 2. Umsjónarkona „Milli mjalta og messu” á Rás 2, NFS, Bylgjunni og DV. Stöð 2 - blaðamaður á Fréttatímanum. Mikael Torfason -16 ára reynsla Fyrsta starf í blaðamennsku: Pistlahöfundur á Helgarpóstinum 1996 Ferill: Ritstjóri vikuritsins Fókus, fréttastjóri innblaðs Fréttablaðsins, ritstjóri DV, aðalritstjóri Fróða og Birtíngs - ritstjóri Fréttatímans. H E LGA R BL A Ð H E LGA R BL A Ð REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN Hermann Ási Falsson býr yfir snilligáfu líkt og margir með Asperger. Hann er tónlistarséní en getur ekki nýtt sér hæfileika sína vegna félagsfælni sem hann þjáist af vegna einhverfunnar. 28 úttekt Helgin 31. ágúst-2. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.