Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 78
Í fyrra fékk Borgarleikhúsið sex ungskáld til að skrifa stutt verk og í apríl verða þrjú þeirra frumsýnd saman. Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir en verkin þrjú eru sýnd í einni sýningu. Yngsti höfundurinn er fæddur 1987, Tyrfingur Tyrfingsson, en hann skrifar verk um son drykkfelldrar húsmóður sem er á leið í kynskiptiað- gerð. Hinir tveir höfundarnir, Kristín Eiríksdóttir og Salka Guðmundsdóttir, eru fæddir árið 1981 og því varla nein ungskáld. Kristín skrifar um bekkpressur, skoðanakannanir og ráðleysi, samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu, en Salka heldur sig við Facebook og allt sem því fylgir. Kolbrún Halldórsdóttir segir sláandi hversu lítið hafi breyst í átt til jafn- réttis innan leikhúsanna.  Leikhús karLar skrifa fLest verkin og fá stærstu ruLLurnar Karlar enn í aðalhlutverki í leikhúsunum Karlar eru í aðalhlutverki í sjö nýjum frumsýningum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins í vetur en konur halda aðeins uppi þrem sýningum. Samkvæmt hausatalningu upp úr nýjum bæklingum leikhúsanna virð- ist jafnt kynjahlutfall í sex sýningum. Stóru tíðindin eru hinsvegar þau að af þessum sextán sýningum skrifa kon- ur aðeins þrjár, allar í Þjóðleikhúsinu, því Borgarleikhúsið býður ekki upp á sýningu eftir konu í vetur. „Þetta hefur verið svona síðan ég byrjaði í leiklist,“ segir Kolbrún Hall- dórsdóttir leikstjóri sem lengi hefur talað fyrir auknum hlut kvenna í sam- félaginu. „Í gegnum áratugina hefur meðvitundin vissulega aukist en það er sárgrætilegt hversu illa hefur gengið að koma hugmyndafræðinni í framkvæmd.“ Borgarleikhúsið stendur sig betur en Þjóðleikhúsið hvað varðar kynja- hlutfall aðalhlutverka. Þar er boðið upp á tvö verk með konum í aðalhlut- verki, tvö verk með körlum og þrjár með jöfnu kynjahlufalli. Í Þjóðleik- húsinu er fimm verkanna haldið uppi af karlkynsleikurum, þrjú eru með jafnt kynjahlutfall og aðeins eitt verk býður upp á aðalleikkonu. „Á niðurskurðartímum er skiljan- legt að leikhúsin sigli lygnan sjó og taki ekki áhættu. En það er samt miklu áhugaverðara að beita upp í vindinn, ekki síst þegar á móti blæs,“ segir Viðar Eggertsson, leikhússtjóri Útvarpsleikhússins, en hann bendir jafnframt á að þetta muni breytast um leið og við sameinumst um að vera áræðin. Góðu fréttirnar, að mati Kolbrúnar, eru að í Þjóðleikhúsinu er fimm af níu sýningum leikstýrt af konum. Þannig hefur það ekki verið en í Borgarleik- húsinu fékk aðeins ein kona vinnu við að leikstýra stóru nýju frumsýningum þeirra allir hinir leikstjórarnir eru karlar. „Kannski má greina upp- gjöf hjá okkur konunum sem höfum látið okkur þessi mál varða innan íslensks leikhúss,“ segir Kolbrún því það virðist vera sama hvað sé ákveðið, hversu hvöss manifesto séu skrifuð eða hvaða reglur séu settar, „við virðumst ekki komast upp úr þessum hjólförum.“ Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is  LeikList hugur í LeikhúsfóLki við upphaf Leikhúsársins Grátur og græðandi grín Leikhúsárið er að hefjast og Fréttatíminn setti sig í samband við stóru atvinnuleikhúsin tvö; Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið, forvitnaðist og komst meðal annars að því að mikill hugur er í mönnum sem ætla að bregða samfélagspeglinum hátt á loft: Á fjölunum verður stungið á kýlum, gestum skemmt og allt þar á milli. Allur tilfinningaskalinn skannaður. L ofum við skemmtilegum leikhús-vetri?“ Magnúsi Geir Þórðarsyni, leikhússtjóra Borgarleikhússins, finnst þetta einfeldningsleg spurning því hann hlær við henni: „Jájájá.“ Of langt mál væri að telja upp allar þær sýningar sem verða á þremur sviðum Borgarleikhússins en í vetur verða þar 26 verk á fjölunum, sex frá síðasta leikári. Stungið á kýlum og græðandi verk „Þar af 18 íslensk verk. Við erum afskap- lega stolt af því,“ segir Magnús. Hann segir að áfram verði haldið á sömu línu og verið hefur undanfarin ár, enda aðsóknin verið góð. „Við erum með afar fjölbreytt úrval þar sem við erum að spila á allan tilfinningaskalann. Erum með eitthvað fyrir alla. En, kappkostum að vera ekki að reyna að láta allt vera fyrir alla heldur taka á hlutunum með afgerandi hætti. Þannig að við séum með annað hvort heitt eða kalt frekar en volgt; sterkir litir fremur en gráir tónar.“ Magnús segir jafnframt að kappkost- að verði að eiga samtal við samfélagið. „Stinga á kýlum og hreyfa við hlutum, við verðum áfram í því en leggjum áherslu á, því við teljum samfélagið þurfa á því að halda, að vera með græðandi og uppbyggi- leg verk.“ Sem dæmi um samfélagsspegil- inn nefnir Magnús sem dæmi þá miklu aðsókn sem fylgdi því þegar leikarar húss- ins lásu upp úr Rannsóknarskýrslunni. „Þúsundir manna komu á örfáum dögum. Svo verðum við einnig með sýningar sem kjörið er fyrir alla fjölskylduna að koma saman á, og þá ekki barnasýningar, svo sem Mýs og menn og Mary Poppins.“ Egner aðalmaðurinn Hjá Þjóðleikhúsinu varð fyrir svörum Sigurlaug Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri leikhússins. Ekki er síður hugur í mann- skapnum þar en í upphafi vikunnar setti Tinna Gunnlaugsdóttir leikárið formlega með innblásinni ræðu. Boðaði spenn- andi og fjölbreytta dagskrá á nýju leikári, sem höfða á til allra leikhúsunnenda og rakti dagskrá sem verður á Stóra svið- inu, Kúlunni, Kassanum og í Leikhús- kjallaranum. Meðal verkefna er Mac- beth Shakespears í leikstjórn Benedict Andrews, Englar alheimsins eftir Einar Má verður tekið til kostanna svo fátt eitt sé nefnt. Lesendur Fréttatímans eru ein- dregið hvattir til að kynna sér dagskrá leikhúsanna, sem aðgengileg er á netinu og vissulega spennandi. Sigurlaug segir leikárið í Þjóðleikhúsinu einkennast af því að sjálfur Thorbjörn Egner hefði orðið hundrað ára á þessu leikári. Egner nýtur vissulega vinsælda á Norður- löndunum en sennilega hvergi sem hér á Íslandi en fyrir áramót verða Dýrin í Hálsaskógi sett upp, eftir áramót eru það svo Karíus og Baktus. „Egner er alveg súpervinsæll hér. Lilli klifurmús er alveg einstakur og á sinn þátt í að leggja grunn að almennum leikhúsáhuga landsmanna. Athyglisvert að ytra er það oftast kona sem fer með hlutverk Lilla en hér er það alltaf karl. Þetta er 5. uppfærsla Þjóðleik- hússins á „Dýrunum“; heimsfrumsýning var 1962, svo 1977, þá 1992 og svo 2003. Og yfir þrjú hundruð þúsund áhorfendur þegar allt er talið. Egner var viðstaddur fyrstu frumsýninguna og teiknaði þá alla karakterana og við verðum með sýn- ingu í tengslum við það. Sonur hans er væntanlegur nú.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is Mýs og menn er dæmi um sýningu sem Magnús Geir segir upplagt að fjölskyldan fari öll saman á. Ólafur Darri Ólafsson og Hilmar Guðjóns- son fara með hlutverk Lennie og George. Lilli klifur- mús er alveg ein- stakur og á sinn þátt í að leggja grunn að almennum leikhús- áhuga lands- manna. Ungskáld í Borgarleikhúsinu TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Við sýnum tilfinningar Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Mið 5/9 kl. 15:00 Fors. Sun 16/9 kl. 17:00 4.sýn Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Fim 6/9 kl. 16:00 Fors. Sun 23/9 kl. 14:00 5.sýn Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Fös 7/9 kl. 16:00 Aðalæf. Sun 23/9 kl. 17:00 6.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Lau 8/9 kl. 14:00 Frums Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Lau 8/9 kl. 17:00 2.sýn Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 16/9 kl. 14:00 3.sýn Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Frumsýning 8.september! Afmælisveislan (Kassinn) Fös 31/8 kl. 19:30 Fös 7/9 kl. 19:30 Sun 16/9 kl. 19:30 Lau 1/9 kl. 19:30 Fös 14/9 kl. 19:30 Fös 21/9 kl. 19:30 Fim 6/9 kl. 19:30 Lau 15/9 kl. 19:30 Lau 22/9 kl. 19:30 Þrenn Grímuverðlaun! Sýningum lýkur í september! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Lau 15/9 kl. 20:30 Frums Lau 22/9 kl. 20:30 5.sýn Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn Fim 20/9 kl. 20:30 2.sýn Fim 27/9 kl. 20:30 6.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Fös 21/9 kl. 20:30 3.sýn Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Lau 22/9 kl. 17:00 4.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Ein vinsælasta sýning Þjóðleikhússins á síðari árum aftur á svið. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Kröftugt og töfrandi leikár er hafið! Gulleyjan – „Vel að verki staðið“ – JVJ, DV Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 7/9 kl. 20:00 1.k Fös 14/9 kl. 20:00 3.k Fim 20/9 kl. 20:00 5.k Lau 8/9 kl. 20:00 2.k Lau 15/9 kl. 20:00 4.k Fös 21/9 kl. 20:00 6.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Gulleyjan (Stóra sviðið) Fös 14/9 kl. 19:00 frum Sun 16/9 kl. 16:00 3.k Sun 23/9 kl. 16:00 Lau 15/9 kl. 19:00 2.k Lau 22/9 kl. 19:00 4.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma Rautt (Litla sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 frums Sun 23/9 kl. 20:00 3.k Lau 22/9 kl. 20:00 2.k Mið 26/9 kl. 20:00 4.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 frums Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur 66 menning Helgin 31. ágúst-2. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.