Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Side 36

Fréttatíminn - 03.06.2011, Side 36
Langar helgar og Jónsmessa í kaupbæti M Maí er liðinn og vorið búið, að minnsta kosti ef miðað er við almanakið, en það lét lítt eða ekki sjá sig. Trén hafa að vísu laufgast en þau gerðu það frekar af gömlum vana en að veður hafi leyft þeim slíkan munað. Það hefur verið kalt sunnan heiða en hreinn og klár vetur á hinum end­ anum á landinu. Myndir birtust af fuglum á hreiðri síðla í maí þar sem aðeins sást goggurinn upp úr snjónum. Jarðýtur þurfti til að opna Fjarðarheiði svo að hundruð ferðamanna úr ferjunni Norrænu kæmust frá Seyðisfirði í liðinni viku. Íslenskir sumarmánuðir eru aðeins þrír, júní, júlí og ágúst. Í raun eru þeir varla meira en tveir því fyrri hluti júní tilheyrir eiginlega síðasta hluta vorsins og síðari hluti ágústmánaðar aðdraganda hausts þegar kvöldmyrkur fer að verða merkjan­ legt á ný. Það er því mikilvægt að nýta þennan stutta tíma vel. Engu skal spáð um veður þessa þrjá opinberu sumarmánuði sem í hönd fara. Því verðum við að taka af æðru­ leysi og nýta þá daga sem gefast. Nýbyrj­ aður júní býður okkur ólíkt fleiri og betri kosti en hinn liðni vetrarmánuður, maí. Það var enginn frídagur í maí að þessu sinni. Meira að segja bar verkalýðsdaginn upp á sunnudag. Það var því ekki aðeins skítviðri og öskufall sem angraði okkur í maí heldur samfellt púl. Það á ekki við um þann bjarta júní sem byrjaði á miðvikudag­ inn. Hann bauð strax upp á frídag í gær, fimmtudag. Páskarnir voru óvenjuseint á ferðinni þetta árið. Það þýðir að upp­ stigningardagur var 2. dag júnímánaðar. Það er með því lengsta sem sá ágæti dagur nær inn í sumarið því hann getur verið á tímabilinu frá 30. apríl til 4. júní. Eins og biblíufróðir menn vita er uppstigningar­ dagur, þegar minnst er himnafarar Krists, fjörutíu dögum eftir páska. Uppstigningardagur er einn af helgi­ dögum þjóðkirkjunnar og hið sama gildir um hvítasunnuna sem er ein af sameigin­ legum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hún markar lok páskatímans, sem stóð í fimmtíu daga. Nútímamenn líta þó helst til hvítasunnunnar sem fyrstu þriggja daga sumarhelgarinnar, að minnsta kosti ef páskar eru ekki svo snemma að verulega snjói þá helgi. Hvítasunnan færir okkur sem sagt annan aukafrídag í þessum mán­ uði, mánudaginn 13. júní. Vikan sem þá byrjar er óvenjuvæn fyrir hinn vinnandi lýð, aðeins þriggja daga, því þjóðhátíðardagurinn, 17. júní, er á föstudeginum. Það eru því í vændum tvær þriggja daga helgar í röð. Húllumhæ vegna þjóðhátíðardagsins verður óvenju­ mikið núna því rétt tvö hundruð ár eru frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, þjóðhetju Ís­ lendinga. Það má því búast við að grillarar þessa lands verði orðnir ansi maríneraðir þegar kemur fram yfir miðjan mánuðinn, svo fremi að bærilega viðri. Við aðra hátíðisdaga í júní bætist sjó­ mannadagurinn sem verður haldinn hátíð­ legur næstkomandi sunnudag, 5. júní. Þá verður flotinn í landi og væntanlega hressi­ lega tekið á því eftir að lýkur koddaslag og öðrum skemmtiatriðum í tilefni dagsins. Fleira skemmtilegt er framundan í júní; sumarsólstöður hinn 21. og sjálf Jónsmess­ an 24. júní. Jónsmessu ber upp á föstudag að þessu sinni, sem býður upp á enn eina stuðhelgina í þeim júní sem bíður okkar. Margt má segja um veðurfar á landinu bláa en það er þó fátt sem tekur björtum sumar­ nóttum fram. Pistilskrifarinn hefur víða farið um land­ ið, skoðað nánast hvern krók og kima, en einn staður hefur þó orðið út undan enda tæpast í alfaraleið. Það er Grímsey, nyrsti hluti landsins og sá eini sem teygir sig norður fyrir heimskautsbauginn. Úr þessu á hins vegar að bæta á Jónsmessu, þegar nótt er björtust norður þar og sólin sest ekki. Það er tilhlökkunarefni að fara þang­ að í góðra vina hópi ötulla göngumeyja og barstyðjenda í piltahópi. Það er auðvitað ekki sjálfgefið að skýjafar verði með þeim hætti í Grímsey á Jónsmessu að til sólar sjáist en þá áhættu verður að taka. Ef þungskýjað verður – eða jafnvel rigning – verða menn að snúa sér að öðru en sólarglápi. Hlera má hljóðið í heimamönnum, ganga um og skoða fugla. Síðast en ekki síst má tjútta í félagsheim­ ilinu og fá sér Kalda af Árskógssandi – og kannski annan til þegar líður á nóttina. Lítil hætta er á því að menn freistist til að aka heim af ballinu, ef skilningur á að­ stæðum er réttur. Stutt mun vera á milli húsa, sýslumaðurinn uppi á fastalandinu og bíllinn heima á stæði í Kópavoginum. Te ik ni ng /H ar i Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Fylgist með störfum Stjórnlagaráðs og hafið áhrif á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Bein útsending frá sameiginlegum fundi ráðsins er á hverjum fimmtudegi kl. 13 á vefsíðu ráðsins: www.stjornlagarad.is. Fundirnir eru opnir almenningi. Öll gögn ráðsins má finna á vefsíðunni. Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is Nýtt! Hvað ætlar þú að hafa í matinn? Fært til bókar Mótun foringjans Jóhanna Sigurðardóttir tók við for- mennsku í Samfylkingunni við óvenju- legar aðstæður. Efnahagslegt hrun varð á sama tíma og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður flokksins, veiktist. Jó- hanna naut trausts umfram aðra á þeim tíma og tók við keflinu en áður var gengið út frá því að hún væri á sínu síðasta kjörtímabili eftir langa þingsetu enda er hún aldursforseti Alþingis. Að vonum horfa Samfylkingarmenn því til arftaka Jóhönnu, hvort sem það verður árinu fyrr eða síðar. Þar hafa tveir menn helst verið nefndir til sögunnar, Dagur B. Eggerts- son, varaformaður flokksins og leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykja- víkur, og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þeir kepptu um varaformannssætið þar sem Dagur hafði betur. Hvorugur hefur þó náð að festa sig í sessi sem augljós arftaki Jóhönnu. Samfylkingin náði aðeins þremur borgar- fulltrúum í borgarstjórnarkosningunum í fyrra, undir forystu Dags. Árni Páll hefur ekki þótt afgerandi í sínum ráðherra- embættum. Þriðji maðurinn hefur verið á kantinum en þess hefur verið beðið að hann sýndi forystutakta. Það gerði Guð- bjartur Hannesson velferðarráðherra í Kastljósviðtali á mánudagskvöldið. Kastljós hefur, svo sem kunnugt er, verið með þáttaröð um læknadóp. Vel- ferðarráðherrann þótti taka með festu á vandanum. Hann mætti vel undirbúinn, yfirvegaður og boðaði aðgerðir. Guð- bjartur var með landsföðurlegt yfirbragð sem beðið hefur verið eftir, talaði af festu en æsingslaust. Margir eru orðnir langþreyttir á ferköntuðum foringjum og fúkyrðaflaumi þar sem meira er í orði en á borði. Þeir sjá framtíðarforingjann í manni eins og Guðbjarti, yfirveguðum og málefnalegum. Foringinn er í mótun. 32 viðhorf Helgin 3.-5. júní 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.