Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Síða 50

Fréttatíminn - 03.06.2011, Síða 50
46 bíó Helgin 3.-5. júní 2011 Þ eir Patrick Stewart og Ian McKellen léku Charles Xavier og Eric Lensherr, höfuðand- stæðingana í þríleiknum, en nú hafa James McAvoy og Michael Fassbender tekið við hlutverkum þeirra í fjórðu myndinni, X-Men: First Class, sem segir forsöguna að því sem þegar er komið. Xavier og Lensherr, sem eru þekktari sem Prófessor X og Magneto, hafa ólíkar áherslur í réttindabaráttu hinna stökkbreyttu. Prófess- or X rekur skóla fyrir ungar stökkbreytur sem hann leitar uppi og reynir síðan að leið- beina þeim og kenna þeim að nota hæfileika sína öllum til góðs, venjulegu fólki og stökkbreytum. Magneto er aftur á móti brenndur af biturri lífsreynslu en hann missti foreldra sína í útrým- ingarbúðum nasista þar sem hann þurfti sjálfur að þola ýmsar pínslir. Xavier trúir því að stökk- breytur og manneskjur geti lifað í sátt og samlyndi á með- an Magneto hefur því miður lært ansi margt af kvölurum sínum. Hann lítur á stökk- breyturnar sem æðri kyn- stofn sem eigi að erfa jörðina og vill því taka á mannskepn- unni af fullri hörku. Singer tefldi fram mikl- um stjörnufans í X-Men árið 2000. Auk þeirra Stewarts og McKellens stigu fram í ýms- um gervum Hugh Jackman (Wolverine), Famke Janssen ( Jean Grey), Halle Berry (Storm), Anna Paquin (Rogue) og Rebecca Romijn (Mystique). Áherslan hjá Sin- ger var mest á Wolverine og uppruna hans enda gaurinn vinsæll í myndasöguheimin- um og árið 2009 lék Jackman hetjuna í hliðarverkefninu X- Men Origins: Wolverine. Singer leyfði persónunum að þróast milli mynda og með því að teygja dæmið upp í þrí- leik fékk hann svigrúm til að grafa dýpra í fortíð lykil- persónanna og gefa vísbend- ingar um það sem beið þeirra í framtíðinni. Singer sá sér samt ekki fært að klára þrennuna þannig að Brett Ratner stýrði X-Men: The Last Stand. Sú mynd gaf þeim tveimur fyrri nokkuð eftir en lokaði samt sem áður þrennunni sómasamlega. X-Men eiga enn helling inni og því ekki að undra þótt ráðist hafi verið í gerð fjórðu myndarinnar. En í stað þess að halda áfram að spinna sög- una frá The Last Stand er nú farið aftur í tíma og sagt frá því þegar Charles Xavier og Erik Lensherr kynnast árið 1963. Þeim verður vel til vina og sameinast gegn öflugum óvini en áherslumunur þeirra í samskiptum við umheiminn rekur síðar slíkan fleyg á milli þeirra að þeir verða erkifjend- urnir Prófessor X og Magneto.  x-Men Aftur fyrir byrjunArreit  bíódóMur x-Men: first ClAss  fruMsýnd  Stökkbreyttur forleikur Ofurhetjurnar sem kenndar eru við X eiga sér nokkuð langa sögu. Myndasöguhöfundurinn Stan Lee og teiknarinn Jack Kirby kynntu X-Men til sögunnar í hasarblöðum árið 1963 og leikstjórinn Bryan Singer leiddi sókn X-fólksins í bíó árið 2000 með fyrstu myndinni í þríleik um stökkbreytt ofurmennin sem berjast jafn innbyrðis sem og fyrir tilverurétti sínum í samfélagi mannanna. s á dásamlegi og alltof sjaldséði leikari Kevin Bacon skýtur hér upp kollinum í útrýmingarbúð- um nasista. Hann leikur Sebastian Shaw, einhvers konar yfirnáttúru- lega útgáfu af Jósef Mengele, sem kemst heldur betur í feitt þegar á fjörur hans rekur gyðinginn unga, Erik Lensherr. Sá hefur þann magn- aða hæfileika að geta sveigt og beygt málma eins og honum sýnist. Á með- an Erik litli missir foreldra sína og þjáist í klónum á Shaw elst hinn ungi Charles Xavier upp í vellystingum en vanrækslu á óðali ættar sinnar. Síðan víkur sögunni til ársins 1963. Erik er orðinn fullorðinn og rekur slóð Shaws um víða veröld, harðákveðinn í að drepa hann. Xav- ier er hins vegar að ljúka námi í erfðafræðum enda heltekinn af við- fangsefninu. Eðlilega kannski þar sem sjálfur er hann stökkbreyttur og getur lesið hugsanir. Shaw er sturluð stökkbreyta sem ætlar sér að etja Bandaríkjamönnum og Sovétmönnum út í heimsstyrjöld með því að véla Rússa til að koma fyrir kjarnorkuflaugum á Kúbu. Á meðan Shaw bruggar sín laun- ráð kynnast þeir Xavier og Erik og með hjálp CIA smala þeir saman slatta af stökkbreytum og áður en yfir lýkur þarf þessi ósamstæði hóp- ur að taka á honum stóra sínum til þess að stoppa Shaw og bjarga heim- inum. X-Men: First Class er ofurhetju- mynd í hæsta gæðaflokki og hér er teflt fram úrvalsliði stökkbreytna. Bacon er frábær skúrkur, James McAvoy er fágunin og gæskan upp- máluð í hlutverki Xaviers en mest gustar af Michael Fassbender. Töffið sem lekur af honum er svo ískalt og flott að hann hefur ekkert fyrir því að vera aðalgæinn í þessu stökkbreytudrama og maður getur ekki annað en haldið með Magn- eto og öfgahugmyndum hans. Allt smellur þetta saman, skemmtileg saga, spenna og áhugaverðar pers- ónur, í grjótharða heild sem er krydduð fínum nördahúmor. Þórarinn Þórarinsson Kung Fu Panda 2 Pandabjörninn og fyrrum núðlukokkurinn Pó er í góðum málum eftir þrautagöngu og mann- dómsvígsluna sem hann gekk í gegnum í Kung Fu Panda árið 2008. Nú er Pó orðinn Drekabardagakappi og verndari Friðardalsins, þrátt fyrir að hann sé enn í yfirvigt. Pandan káta er þó ekki lengi í Paradís og þegar fregnir berast af skúrki sem ætlar sér að ná yfirráðum í gervöllu Kína með leynivopni sem mun gera út af við Kung Fu- bardagalistina. Þá eru góð ráð dýr og Pó leggur upp í ferðalag ásamt félögum sínum, Tigress, Crane, Mantis, Viper og Monkey, til að mæta óvinunum. Pó þarf á allri sinni einbeitingu að halda til að geta staðist hinu illa snúning og þarf að leita aftur til uppruna síns og finna þar leyndardóma sem veita honum þann styrk sem hann þarf. Sem fyrr mætir stórskotalið úr Hollywood og talar fyrir persónur teiknimyndar- innar. Gamanleikarinn Jack Black ljær Pó rödd sína, Angelina Jolie talar fyrir Tigress, Lucy Lu fyrir Viper, David Cross fyrir Crane og Jackie Chan fyrir Monkey. Aðrir miðlar: Imdb: 7,8. Rotten Tomatoes: 77%. Metacritic: 68/100. Fincher lofar góðu Deildar meiningar hafa verið uppi um þá ákvörðun að endurgera sænsku spennu- myndina Karlar sem hata konur fyrir Banda- ríkjamarkað en ef eitthvað er að marka fyrstu stikluna sem birt hefur verið úr væntanlegri jólamynd Davids Fincher, The Girl With the Dragon Tattoo, er Fincher vandanum vel vaxinn. Sýnishornið er drungalegt enda dynur gamli Zeppelin-slagarinn Immigrant Song með Karen O yfir kaldhömruðum norrænum veruleikanum sem birtist í bókum Stiegs Larsson. Daniel Craig er ábúðarmikill sem Mikael Blomkvist og úr fjarlægð virðist Rooney Mara vera ágæt Lisbeth Salander þótt samanburður við Noomi Rapace í frum- myndinni verði henni líklega alltaf í óhag. X-Men eiga enn hell- ing inni og því ekki að undra þótt ráðist hafi verið í gerð fjórðu myndar- innar. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Xavier og Lensherr taka skák í mesta bróðerni í X-Men: First Class enda perluvinir. Úrvalsdeild ofurhetja Angist unga fólksins Græna ljósið frumsýnir Myth of the American Sleepover í Bíó Paradís í dag, föstudag. Þetta er fyrsta mynd leik- stjórans Davids Roberts Mitchell sem þykir hafa búið til meistaraverk úr litlum fjármunum og hópi óreyndra leikara. Hér fléttast saman sögur af ungu fólki í leit að sínum fyrsta kossi, partíum og ævintýrum áður en raunveruleiki skólalífsins tekur aftur völdin. Eins og gefur að skilja rætist ekki alltaf úr barnslegu dagdraumunum en það eru hins vegar hin óvæntu augnablik sem móta unglingana fyrir lífstíð. Af sem áður var. Prófessor X sækir sinn gamla félaga Magneto heim í fangelsi í The X-Men og þeir taka eina bröndótta þótt litlir kærleikar séu nú með þeim. Töffið lekur af Michael Fassbender. Pandan Pó leggur land undir fót ásamt félögum sínum. DiCaprio gæti orðið skúrkur Orðrómur er kominn á kreik um að Leonardo DiCaprio muni leika aðalskúrkinn Calvin Candie í spaghettí-vestr- anum Django Unchained sem Quentin Tarantino er að undirbúa. Tarantino er sagður hafa haft hug á samstarfi við DiCaprio um nokkurt skeið og jafnvel séð hann fyrir sér sem ófétið Hans Landa í Inglorious Basterds en Christoph Walz gerði þeirri persónu síðan eftir- minnileg skil. Talið er að Tarantino hafi fyrst skrifað hlutverkið með DiCaprio í huga en þegar leikarinn gaf ekki kost á sér hafi hann breytt því og lagað persónuna að Waltz. ódýrt alla daga 33%afsláttur grill ð Verð áður 1498 kr. kg grísakótilettur, magnpakkning 998kr.kg

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.