Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 03.06.2011, Qupperneq 56
52 tíska Helgin 3.-5. júní 2011 Fylgjum óskráðum reglum í klæðavali Það er auðséð og vitað að kynslóðir klæða sig ólíkt. Ákveðin tíska fylgir hverju aldurs- skeiði sem hentar vel líkamsburði, virðingu og lífsháttum. Oft líta eldri kynslóðir niður á hinar yngri, hneykslast og skammast og á sama tíma gagnrýnum við fatastíl þeirra eldri. Tískuverslanir keppast því við að höfða til sem flestra og reyna að hafa fjöl- breytilegt úrval af fötum. Tíska karlmanna einkennist af meira frelsi en kvenmanna. Líkamsburður okkar kvennanna breytist mikið gegnum árin og við þurfum á einhverjum tíma- punkti að sleppa takinu á flegnu bolunum, stuttu pilsunum og 15 cm hælunum. Virðulegri klæðn- aður tekur við og við leggjum meiri áherslu á aðra líkamsparta en brjóstin og lærin. Karlmenn komast upp með meira í klæðaburð og er ekki óvenjulegt að sjá tvítugan strák og fimmtugan karlmann klæðast sams konar fötum. Það er mér minnisstætt þegar ég, ung að árum, tók ömmu mína í meikóver og gerði hana að átján ára unglingi. Það heppnaðist vel en myndi aldrei virka í okkar samfélagi. Fólk snýr sér við, horfir á eftir einstak- lingnum og hneykslast á óviðeigandi klæða- burði. Það er eitthvert ákveðið lögmál sem við Íslendingar höfum sett okkur og við þurfum að fylgja þessum óskráðu reglum. Dóra Júlía Agnarsdóttir er 18 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Danslistaskóla Báru. Einnig dansar hún með danshópnum Rebel sem kemur fram á alls konar viðburðum. „Ég myndi segja að stíllinn minn væri mjög fjölbreyttur. Sixties-stíllinn er mér alltaf mikil fyrirmynd og ég kaupi fötin mín mest í Topshop og þegar ég kemst út er Urban Outfitters, H&M og American Apparel í miklu uppáhaldi. Mér finnst líka mjög gaman að fara á götumarkaði og í Kolaportið. Edie Sedgwick frá sjöunda áratugnum er í miklu uppáhaldi hjá mér og var mikil tískufyrirmynd. Smekkinn fyrir stuttu hári og stórum eyrnalokkum fæ ég frá henni. Einnig fæ ég mikinn innblástur frá tísku- tímaritunum W, Vogue, ID og fleiri.“ Sjöundi áratugurinn í miklu uppáhaldi 5 dagar dress tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Þriðjudagur Skór: GS skór Leggings: Gina Tricot Skyrta: American Apparel Hálsmen: Spúútnik Eyrnalokkar: Topshop Mánudagur Kjóll: Topshop Skór: H&M Eyrnalokkar: Gyllti kötturinn Miðvikudagur Skór: Barcelona Buxur: Gamlar af mömmu Bolur: Topshop Eyrnalokkar: Topshop Föstudagur Skór: Sautján Sokkabuxur: H&M Kjóll: Baby Phat Eyrnalokkar: Gyllti kötturinn Fimmtudagur Skór: Carolina Boix Buxur: Kolaportið Bolur: Gina Tricot Eyrnalokkar: Gyllti kötturinn Heimilislausa tískan sló í gegn Olsen-systurnar hafa alltaf verið þekktar fyrir fatastílinn sem minnir helst á tísku heimilislausra. Þær komu þeirri tísku af stað og hafa verið útnefndar sem helstu frumkvöðlar hennar. En á dögunum komu þær með skýringu á þessu klæðavali og sögðu þetta vera ákveðna vernd fyrir fjölmiðlum. Þegar þær voru yngri og gengu í skóla, reyndu þær að draga sem mest úr athyglinni og skelltu sér í stór, víð og þægileg föt. Flókið hár, skítugir skór og víðar mussur eru einkennandi fyrir tvíburana, stíllinn festist við þær og varð svo að helsta tískutrendi síðari ára. Nýjar naglalakkslínur frá fyrirtækinu OPI hafa verið margar á árinu og allar hafa þær slegið rækilega í gegn. Nú hefur fyrirtækið lekið út upplýsingum um nýjustu línuna sem á að setja á markað í september næst- komandi, OPI-Miss America. Keppnin Ungfrú Ameríka verður haldin núna í júní í Las Vegas og munu núverandi Ungfrú Ameríka, Rima Fakih, og Ungfrú Alheimur, Ximena Navarrete, kynna línuna á keppninni. Mikill glamúr og glæsileiki einkennir línuna og mun hvert lakk heita eftir keppanda í Ungfrú Ameríka. Lakk sem heitir eftir keppendum Tara stelur hug- mynd Louboutain Í síðustu viku lögsótti skóhönnuðurinn Christian Louboutain fyrirtækið YSL fyrir að hafa stolið rauða sól- anum hans. Rauði sólinn, sem er að finna undir himinháa hælnum, hefur verið ein- kennismerki Louboutain en skódeild YSL tók upp á því að hanna skó með rauðum sóla. Í öllum látunum hefur hin sextán ára Tara Haughton frá Írlandi hafið framleiðslu á sólum í öllum litum og hefur rauði sólinn að sjálfsögðu selst betur en nokkur annar. Hún selur sólana á tæpar 3.000 krónur og eru þeir límdir með sérstöku lími undir skóna. Fyrirtækið hennar vex ört og hún er komin með tvo starfsmenn í fullri vinnu sem búa til og selja sólana. Nú er spurning hvort Louboutain mun einnig lögsækja Töru. HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.