Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 03.06.2011, Qupperneq 62
K vikmyndagerðarmaðurinn Kári Schram hefur undanfarin ár safnað gömlum filmuupptökum, ljósmyndum og öðru myndefni sem til er frá gamla Melavellinum sem eitt sinn var í Vesturbæ Reykjavíkur. „Völlurinn var náttúrlega miðpunktur alheimsins á Íslandi í 40- 50 ár. Það var ekkert að gerast í bænum þannig að þetta var helsti samkomustaður Íslendinga,“ segir Kári en hann hefur leitað í smiðju margra þeirra sem vöndu komur sínar á völlinn og fundið myndefni frá árunum 1910-1987, þegar völlurinn var rifinn. Kári er að leggja lokahönd á 90 mínútna mynd sem skiptist í fyrri og seinni hluta en stefnt er að frumsýningu í sumar- lok. Sýnishorn verður birt á heimildar- myndahátíðinni Skjaldborg í júní. Myndin hefur hlotið nafnið Blikk og segir sögu allra þeirra góðu karla og kvenna sem svitnuðu, blæddi og felldu tár í rykmett- aðan völlinn á þessum árum. „Hápunktur íslenskrar íþróttasögu er tvímælalaust landsleikur Íslands og Svíþjóðar á Melavellinum árið 1951. Þá vann Ísland Svía í fótbolta en á sama tíma kepptu frjálsíþróttamennirnir okkar á stórmóti í Ósló. Í miðjum landsleiknum var tilkynnt að Íslendingarnir hefðu unnið bæði Dani og Norðmenn í frjálsum íþróttum. Það varð allt gjörsam- lega brjálað. Við vorum svo heppnir að finna 16 mm filmuupptökur frá leiknum sem sýna þessi augnablik,“ segir Kári. Hann segir Melavöllinn ekki einungis hafa verið merkilegan stað fyrir gullár íþróttasögunnar heldur líka vettvang fyrir mikilvæga umræðu, svo sem lýðveldispæl- ingar. „Íslendingar áttu Norðurlanda- og Evrópumeistara í öllum frjálsíþróttagrein- um á þessum tíma og slíkur tími hefur ekki komið aftur. Eins og Bjarni Fel segir í myndinni þá efldist þjóðerniskennd Íslendinga til muna á Melavellinum.“ -þt  KviKmyndir Heimildarmynd um melavöllinn  nína dögg öl og böl teKur sinn toll Nístandi sársauki í stuttmynd Hún sá til þess að ég væri rauð- sprengd og veðruð. Þ etta er stuttmynd sem Björn Hlynur er að gera og Rakel Garðarsdóttir framleiðir þannig að það er nú svolítill Vesturports-keimur af þessu,“ segir Nína Dögg. „Handritið er ógeðslega flott. Átakanleg lítil saga sem er vísun í ævintýrið um hana Gullbrá og ég hlakka bara til að sjá útkomuna þegar það verður búið að ganga frá öllu. Björn Hlynur Haraldsson er mjög efnilegur kvikmyndaleikstjóri, verð ég að segja. En þetta er fyrsta stuttmyndin sem hann leikstýrir.“ Þrátt fyrir að afleiðingar langvarandi ólifnaðar hafi verið settar framan í Nínu Dögg segist hún þó ekki vera sérstak- lega illþekkjanleg í myndinni. „Neinei,“ segir hún og hlær. „Hún er bara vel lifuð enda tekur öl og böl sinn toll. Það sleppur enginn við það. Við vorum með ótrúlega færan förðunarlistamann með okkur, hana Áslaugu, og hún sá til þess að ég væri rauðsprengd og veðruð. Þrút- in af drykkju og ólifnaði. Það er nístandi sársauki í þessu og maður finnur alveg fyrir því að þetta er kona sem hefur tekið fíkn sína fram yfir allt og valið að lífa í skrýtnu samfélagi sem maður kannski skilur ekki alveg.“ Nína Dögg segir Gullbrá í raun vera undanfara stærri myndar sem Björn Hlynur hefur verið með í sigtinu í dá- góðan tíma. Það handrit hans byggist á bókinni Bæjarins verstu en þar lýsti utangarðsmaðurinn Hreinn Vilhjálms- son hremmingum sínum í áfengis- og lyfjaneyslu. „Björn Hlynur er búinn að vera að vinna að þessu verkefni og þessi mynd er svona smá upptaktur fyrir það.“ „Þetta bara rúllar,“ segir Nína Dögg aðspurð um hvernig hún komist yfir öll þessi verkefni á sama tíma. „Þetta kemur alltaf í törnum. Það er bara svoleiðis. Það er rosamikið að gera aðra vikuna og aðeins minna þá næstu. Maður kvartar ekki á meðan það er gangur í þessu.“ Nína Dögg verður á fleygiferð í allt sumar og sér ekki fram á að geta blásið úr nös fyrr en í ágúst. Hún er að byrja í tökum á Heimsendi, nýrri sjónvarps- þáttaröð sem Ragnar Bragason ætlar að taka upp frá júníbyrjun og fram að verslunarmannahelgi. „Það verður allt á fullu fram í ágúst en þá ætla ég líka að leyfa kúlunni að blómstra út. Af því að ég er sem sagt með barn í maganum,“ segir Nína Dögg sem stefnir á allsherjar slökun í sumarlok. toti@frettatiminn.is Melavöllurinn var miðpunktur alheimsins Nína Dögg Filipusdóttir er leikkona eigi einhöm en um þessar mundir túlkar hún húsmóðurina á ýmsum tímaskeiðum í samnefndu verki Vesturports í Borgarleikhúsinu auk þess sem hún fer með hlutverk í aukasýningum á Faust í sama leikkhúsi. Hún brá sér einnig nýlega í hlutverk útigangs- konu í stuttmynd sem Björn Hlynur Haraldsson er að gera og sækir í söguna um Gullbrá. Sletta af sprengiefni hjá GusGus Arabian Horse, ellefta og nýjasta plata GusGus, hefur fengið glimrandi viðtökur gagn- rýnenda og Dr. Gunni gekk svo langt í Fréttatímanum í síðustu viku að lýsa plötuna þá bestu sem frá hljómsveitinni hefði komið. Lögin á plötunni þykja virkilega grípandi og líma sig mörg hver vandlega á heilabörk hlustenda. Athygli vekur að Atli Bollason, einn aðalspaðinn í Sprengjuhöllinni, er nefndur til sögunnar sem meðhöfundur tveggja laga. Atli býr í Kanada þar sem hann unir hag sínum vel og vill sem minnst gera úr framlagi sínu á plötunni. Hann hafi bara verið heima um jólin og aðstoðað við textagerð í tveimur lögum. Fylgst var með íþróttaviðburðum á Melavellinum frá öllum sjónarhornum. Kalli Werners yfirgaf sína menn Athafnamaðurinn Karl Wernersson, einatt kenndur við Milestone, var mættur á Vodafone- völlinn á Hlíðarenda á sunnudagskvöldið til að hvetja sína menn í Breiðabliki gegn heimamönnum í Val í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Enda stutt að fara fyrir lyfjakónginn sem býr rétt handan götunnar í lúxusvillu við Engihlíð. Eitthvað virtist Karl þó ósáttur við sína menn því um leið og Valsmenn skoruðu annað mark sitt í leiknum yfirgaf hann völlinn í snarhasti – nokkru áður en leikurinn var flautaður af. Spánverjar hressir með Sólkross Rithöfundurinn Óttar M. Norð- fjörð gerði lukku á Fería del Libro, bókakaupstefnunni í Madríd, um síðustu helgi. Röð myndaðist við bás hans á hátíðinni þar sem hann áritaði skáldsögu sína Sólkross sem er nýkomin út á Spáni undir nafninu La Cruz Solar en bókin kom út á Íslandi árið 2008. Spænski útgefandinn hefur sýnt áhuga sinn á bókinni í verki með því að útbúa alls kyns aukahluti sem stillt er upp með bókinni í búðargluggum. Óttar var í viðtölum hjá öllum helstu fréttaveitum landsins, þar á meðal El Mundo, næststærsta dag- blaði landsins, og Radio Nacional, stærstu útvarpsstöð landsins. Nína Dögg bregður sér í gervi útigangskonu í stuttmynd Björns Hlyns Haraldssonar og verður á fleygiferð fram eftir sumri í ýmsum verkefnum. Tónlistarskólinn í Reykjavík Enn eru nokkur pláss laus fyrir næsta vetur! Nánari upplýsingar á www.tono.is og í síma 553 0625 milli kl. 13-16 58 dægurmál Helgin 3.-5. júní 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.