Fréttatíminn - 03.06.2011, Síða 64
Hlaupandi konur
Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvár fer
fram á morgun, laugardag, en
slagorð hlaupsins að þessu sinni er
„Hreyfing allt lífið“. Nú er hlaupið
í samstarfi við Styrktarfélagið Líf
sem vinnur að því að styrkja fæð-
ingarþjónustu og kvenlækningar á
kvennadeild Landspítalans. Kvenna-
hlaupið er útbreiddasti og fjölmenn-
asti íþróttaviðburður á Íslandi en
hlaupið er á 85 stöðum hér á landi
og á 14 stöðum í útlöndum. Stærsta
hlaupið hefst í Garðabæ kl. 14 en
hlaupið er frá Mosfellsbæ og Akur-
eyri kl. 11. Nánari upplýsingar um
hlaupastaði á sjova.is. Nú er bara að
reima á sig skóna! -þt
Hátíð hafsins
um helgina
Hátíð hafsins fer fram á Granda í
Reykjavík nú um helgina. Mark-
mið hátíðarinnar er að varpa ljósi á
menningu og menntun tengda sjáv-
arútvegi ásamt fjölbreyttri dagskrá
sem höfðar til allrar fjölskyldunnar.
Boðið verður upp á margt skemmti-
legt fyrir börn og fjölskyldur, svo
sem fiskasýningu, flöskuskeyta-
smiðju, hoppkastala, kassaklifur,
fjársjóðsleit og fleira. Hátíð hafsins
er haldin af Sjómannadagsráði og
Faxaflóahöfnum. Auk þess verður
boðið upp á sjóræningjasiglingar,
geimskipasamkeppni á vegum CCP
og síldarsmakk. -óhþ
Flóamarkaður
á Eiðistorgi
Flóamarkaður verður haldinn á ný
á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi á morg-
un, laugardag, en þar er sölupláss
ókeypis og
öllum frjálst
að taka þátt.
Þetta er í ann-
að sinn sem
markaðurinn
er haldinn en síðast var fullt út úr
dyrum. Seljendur þurfa að hafa með
sér söluborð og slár sjálfir en hand-
verksfólk er sérstaklega hvatt til að
vera með. Markaðurinn verður opn-
aður kl. 11 og stendur til kl. 17.
HELGARBLAÐ Hrósið …
... fær fréttamaðurinn Jóhannes
Kr. Kristjánsson fyrir að opna
umræðuna um læknadóp, út-
breiðsluna, eftirlitsleysið og mis-
notkunina.
Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Fréttir og
fréttaskýringar
Áskriftarsími: 445 9000
www.goggur.is
Útvegsblaðið
G o G G u r ú t G á f u f é l a G
Nýtt blað komið út
Ókeypis eintak um land allt