Fréttatíminn - 13.05.2011, Side 2
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
Öflugur greiðendavefur með hagnýtum
upplýsingum s.s.
• Yfirlit mála
• Samkomulög
• Greiðslur með korti
• Góð ráð og margt fleira
Þjónustuver 440 7700
www.ekkigeraekkineitt.is
Veikari króna frá áramótum
4%
Veiking
krónunnar
Frá áramótum
Greining
Íslandsbanka
V ilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmað-ur manns sem lögreglan gerði húsleit hjá í desember á síðasta ári í fylgd
með myndatökumanni Morgunblaðsins, hef-
ur lagt fram kæru til Ríkissaksóknara á hend-
ur lögreglumönnunum sem framkvæmdu
húsleitina og yfirmönnum þeirra sem sam-
þykktu hana. Vilhjálmur telur að lögreglan
hafi, með því að heimila fjölmiðli að mynda
húsleitina án samþykkis húsráðanda, brotið
gegn fjölmörgum réttarreglum sem ætlað
er að vernda réttindi borgaranna. „Um er
að ræða brot á lögmætisreglunni, ákvæðum
stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttinda-
sáttmála um friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og
heimilis, meðalhófsreglum sakamálalaga og
meðalhófsreglum og þagnarskylduákvæðum
lögreglulaga,“ segir Vilhjálmur í samtali við
Fréttatímann.
Hann segir ummæli Stefáns Eiríkssonar,
lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í frétt-
um Bylgjunnar fyrir skömmu, þar sem Stefán
taldi lögregluna ekki þurfa heimild dómara
eða annarra til að taka fjölmiðla með sér inn á
heimili fólks, sérkennileg í ljósi þess að skýrt
sé tekið fram í leiðbeiningum ríkislögreglu-
stjóra um samskipti lögreglu og fjölmiðla að
myndatökur og viðtöl fjölmiðla inni í húsum,
einkaheimilum eða fyrirtækjum séu háð sam-
þykki viðkomandi húsráðanda og lögreglu á
meðan lögregla fer með stjórn á vettvangi.
„Það stendur skýrt að leyfi húsráðanda þurfi
fyrir myndatöku og það var hvorki veitt né
var leitað eftir því. Þetta er enn eitt dæmið
um réttarbrot sem lögreglan framdi
við umrædda húsleit,“ segir Vil-
hjálmur.
Fréttatíminn hafði sam-
band við embætti Ríkislög-
reglustjóra til að fá frekari
skýringar á túlkun ofan-
nefndrar greinar. Áður
en Fréttatíminn fékk
staðfesta túlkun Ríkis-
lögreglustjóra á þeim
sagði Stefán Eiríks-
son, lög-
reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, að lög-
reglan hefði ekki þurft leyfi húsráðanda til
að heimila fjölmiðlum að mynda. „Það lá fyrir
dómsúrskurður um húsleit og ég lít svo á að
við höfum ekki brotið gegn leiðbeiningum
Ríkislögreglustjóra. Það eru mörg fordæmi
fyrir þessu og hingað til hefur ekkert þótt at-
hugavert við þetta. Ég sé ekki að slíkt sé uppi
á teningnum núna. Þess er gætt að ekki sé
hægt að greina hver á í hlut og þannig vernd-
um við einkalíf fólks,“ segir Stefán og bætir
við að hann hafi ekki heyrt frá embætti Ríkis-
lögreglustjóra út af þessu máli.
Túlkun Ríkislögreglustjóra gengur hins
vegar í berhögg við túlkun Stefáns miðað við
svarbréf frá embættinu við fyrirspurn Frétta-
tímans um túlkun á greininni. „Leiðbeining-
ar Ríkislögreglustjóra fyrir lögreglustjóra
um samskipti lögreglu og fjölmiðla eru alveg
skýrar um þetta efni og þarfnast ekki túlk-
unar við. Hvort fyrir liggur dómsúrskurður
eða ekki skiptir ekki máli. Eftir sem áður
þarf leyfi húsráðanda fyrir aðgangi fjölmiðla.
Lögregla verður að gæta grundvallarreglna
um friðhelgi heimilis og einkalífs,“ segir í
svari embættisins.
Haft var samband við Stefán eftir að túlk-
un Ríkislögreglustjóra barst. Hann kannað-
ist ekki við þessa túlkun og sagðist vera að
heyra hana í fyrsta skipti. Aðspurður hvers
túlkun réði sagði Stefán ljóst að það væri túlk-
un Ríkislögreglustjóra. „Við munum endur-
skoða vinnuaðferðir okkar í ljósi þessara
upplýsinga,“ segir Stefán. Hann vill þó ekki
gangast við því að lögreglan hafi brotið
á friðhelgi einkalífsins í tilfelli hús-
ráðanda hér að ofan jafnvel þótt
fyrir liggi að sú aðgerð að leyfa
fjölmiðli að mynda heimili án
leyfis húsráðanda samræm-
ist ekki túlkun Ríkislög-
reglustjóra.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Það
stendur
skýrt að
leyfi hús-
ráðanda
þarf fyrir
mynda-
töku og
það var
hvorki
veitt
né var
leitað
eftir því.
LögregLan UmdeiLd húsLeit með fjöLmiðLi
Kærir lögreglumenn og
stjórnendur fyrir brot
í opinberu starfi
Lögmaður manns, sem lögreglan framkvæmdi húsleit hjá í fylgd með myndatökumanni frá vef-
miðli, telur að þeir sem samþykktu húsleitina og þeir sem framkvæmdu hana hafi brotið af sér í
opinberu starfi. Málið hefur verið kært til Ríkissaksóknara.
Embætti Ríkissak-
sóknara hefur
móttekið kæru
frá Vilhjálmi
Hans á hendur
lögreglu-
mönnum og
yfirmönnum
þeirra. Ljós-
mynd/Hari
fjármáL hjúkrUnarheimiLið eir
Lofar að lækka laun sín
um nokkur hundruð þúsund
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgar-
stjóri, sem ráðinn var án auglýsingar í starf
framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilanna Eirar og
Skjóls fyrir skömmu, lofar að lækka laun fram-
kvæmdastjóra nú þegar hann er tekinn við. Frétta-
tíminn greindi frá því í síðustu viku að fráfarandi
framkvæmdastjóri hefði verið með 1.440 þúsund
í mánaðarlaun og þar af hefðu bílahlunnindi verið
200 þúsund krónur á mánuði.
Vilhjálmur segir aðspurður að ekki hafi verið
gengið frá launamálum endanlega en á von á að
það gerist strax eftir næstu helgi. „Laun mín munu
lækka um nokkur hundruð þúsund, það er alveg
ljóst. Auk þess mun ég aka á mínum bíl, níu ára
gömlum Nissan, og fá bara greitt kílómetragjald
fyrir það sem ég ek í þágu vinnunnar,“ segir Vil-
hjálmur Þ.
Hann segist ekki hafa orðið var við óánægju
starfsfólks vegna frétta af háum launum stjórnenda
hjúkrunarheimilanna. „Þetta voru gamlir samning-
ar sem við erum að vinda ofan af,“ segir Vilhjálmur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, framkvæmda-
stjóri hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls.
Auk þess
mun ég
aka á
mínum
bíl, níu ára
gömlum
Nissan.
Metmánuður í
ferðamennsku
rúmlega 32.300 þúsund erlendir gestir
fóru frá landinu um Leifsstöð í apríl og
bendir allt til þess að þetta sé fjölmennasti
aprílmánuður hvað erlenda ferðamenn
varðar frá upphafi, samkvæmt tölum
Ferðamálastofu. Í apríl í fyrra fóru tæplega
23.100 erlendir ferðamenn frá landinu
um Leifsstöð og nemur aukningin á milli
ára þar með 40%. Er apríl þar með fjórði
metmánuðurinn í röð í þessum efnum.
Augljóslega hefði aukningin verið minni á
milli ára ef ekki hefði komið til eldgossins
í eyjafjallajökli, segir greining Íslands-
banka, en engu að síður er ljóst að hún
er mjög mikil. erlendir ferðamenn í apríl
nýliðnum voru rúmlega 16% fleiri en þeir
voru í apríl árið 2009 þegar þeir voru
tæplega 28.000, en það var þá fjölmenn-
asti aprílmánuðurinn frá upphafi. Tæplega
29.000 Íslendingar héldu utan í apríl sem
er 52% aukning frá sama tíma í fyrra.-jh
ráðherrar víki af þingi
og vægi þingforseta
verði aukið
Á áttunda fundi stjórnlagaráðs lagði B-
nefnd m.a. fram tillögu um að ráðherrar
víki af þingi, vægi þingforseta verði aukið
og að Alþingi verði styrkt sem löggjafi
og eftirlitsaðili gagnvart framkvæmda-
valdinu. Þá lagði A-nefnd stjórnlagaráðs
fram fyrstu tillögur í mannréttindakafla
stjórnarskrárinnar en tillögurnar voru
kynntar í síðustu viku. Ýmsar athuga-
semdir bárust frá fulltrúum í ráðinu og
almenningi og hefur nefndin tekið tillit til
þeirra, að því er fram kemur í tilkynningu
frá stjórnlagaráði. Almenningur er áhuga-
samur og hefur sent fjölda tillagna, eins
og fram kemur í viðtali við Salvöru Nordal,
formann stjórnlagaráðs, í Fréttatímanum
í dag. -jh
Vormarkaður á
elliðavatni
Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir
vormarkaði á elliðavatni í annað sinn í
dag, föstudag, og fram á sunnudag, 13.-15.
maí. Í dag er opið frá klukkan 15-18, en
laugardag og sunnudag klukkan 10-18.
Félag trérennismiða er með stóra sölusýn-
ingu og sýnikennslu. Hestaleiga fyrir börn
verður á laugardaginn. Þá verður kynning
á stafgöngu og síðdegis verður Vorblót að
Vatni á vegum Ásatrúarmanna. Fuglavernd
og Ferðafélag Íslands bjóða í fræðslu-
göngur en sá sjaldgæfi fugl himbrimi er
kominn. Fluguhnýtingar verða kynntar í
dag og um helgina verða kennd undir-
stöðuatriðin í að kasta flugu og kastkeppni
verður á sunnudag. Gámaþjónustan býður
ókeypis moltu og Skógræktarfélagið selur
hnaustré, eldivið, bolvið og kurl.- jh
Krónan hefur ekki verið veikari gagnvart helstu viðskiptamyntum
í tæpt ár. Hefur hún að jafnaði veikst um ríflega 4% frá upphafi
árs, en kúfurinn af þeirri veikingu kom fram á fyrstu vikum ársins,
að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Það sem af er
maí hefur krónan veikst lítillega gagnvart körfu helstu gjaldmiðla,
en nokkur munur er hins vegar á þróuninni eftir því til hvaða við-
skiptamyntar er horft. Krónan hefur heldur styrkst gagnvart evru á
tímabilinu en gagnvart Bandaríkjadollar og japönsku jeni hefur hún
veikst um nærri 4%, og gagnvart bresku pundi nemur veikingin í
maí rúmu prósentustigi. -jh
2 fréttir Helgin 13.-15. maí 2011