Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Side 4

Fréttatíminn - 13.05.2011, Side 4
Enn ágætis sókn í leiguhúsnæði 611 Þinglýsingar leigusamninga Apríl 2011 Þjóðskrá Íslands alls var 611 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst hér á landi í apríl síðastliðnum. Þetta eru aðeins færri leigusamningar en var þinglýst í apríl fyrir ári þegar þeir voru 617 talsins. er apríl þar með fjórði mánuðurinn í röð sem leigusamningum á milli ára fækkar en alls hefur 2.886 leigusamningum verið þinglýst á fyrstu fjórum mán- uðum ársins samanborið við 3.076 á sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur hjá Þjóðskrá Íslands. Þetta jafngildir fækkun upp á rúm 6% milli ára en tæp 11% ef litið er tvö ár aftur í tímann þegar 3.236 leigusamningum var þinglýst á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þrátt fyrir að leigu- samningar á þessu ári séu færri en undanfarin tvö ár má segja að enn sé ágætis sókn í leiguhúsnæði, segir greining Íslandsbanka, sér í lagi miðað við það sem tíðkaðist árin fyrir hrun. sé litið til ársins 2008 er fjöldi leigusamninga nú rúmlega 80% fleiri en þá. -jh ný sundlaug fyrir eldri borgara vígð í Kópavogi sundlaug í þjónustumiðstöð Kópavogs- bæjar við Boðaþing var vígð við hátíðlega athöfn á miðvikudaginn. laugin er hönnuð með þarfir eldra fólks í huga og við hana eru tveir heitir pottar. Hún verður fyrst um sinn nýtt af íbúum hjúkrunarheimilis Hrafnistu og leiguíbúða Das. Til framtíðar er stefnt að því að hún nýtist sem flestum Kópavogsbúum, að því er fram kemur í tilkynningu Kópavogs og Hrafnistu. Bæjaryfirvöld í Kópavogi og Hrafnista í Kópavogi hafa gert með sér tímabundið samkomulag um starfsemi sundlaugarinnar. samkvæmt því greiðir Hrafnista kostnað við mannahald laugarinnar en bærinn sér áfram um húsnæðið og annan rekstrarkostnað. -jh Ferskur íslenskur barnamatur Barnavagninn hefur sett á markað ferskan íslenskan barnamat sem byggist á sex tegundum ferskra maukaðra ávaxta og íslensks grænmetis. Framleiðslan fer fram í garð- inum á suðurnesjum og skap- ar að jafnaði vinnu fyrir þrjá til fjóra heimamenn. Verslanir Bónuss, Krónunnar, Hagkaups og nóatúns selja vörurnar frá Barnavagninum, sem er í eigu Ávaxtabíls-fjölskyldunnar og eignar- halds- félags suður- lands. að sögn Hauks magnússonar, stofnanda Ávaxtabílsins og Barnavagnsins, brýtur fram- leiðslan blað í sögu framboðs á barnamat á Íslandi. „Hingað til hefur aðeins fengist inn- fluttur eða frosinn barna- matur sem seint getur talist ferskvara,” segir Haukur. VÆTUDAGAR Haltu regninu úti svo þú getir verið lengur úti. CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS frEmur hæg N-læg viNdátt og svalt í vEðri. Þokusuddi NorðaustalaNds, EN aNNars að mEstu Þurrt og bjart um suNNaNvErt laNdið. höfuðborgarsvæðið: sValur BlÁsTur aF HaFi, en sólrÍKT. hægur viNdur á laNdiNu, mEira og miNNa skýjað vEstaNlaNds og Þar smáskúrir, EN aNNars úrkomulaust og víða sólskiN. höfuðborgarsvæðið: sKýjað með KöFlum og smÁsKúrir, einKum um morguninn. rigNiNg um suNNaN- og vEstaNvErt laNdið í hægum viNdi. úrkomu- laust að mEstu NorðaustaN- og austaNlaNds. höfuðborgarsvæðið: ÞungBúið og rigning annað slagið. Hægur VinDur. heldur svalara veður og jafnvel næturfrost spáð er hægum n- og nV-vindum í dag og á morgun laugardag. Þetta eru svona hefðbundir maídagar, frekar svalt en sólríkt þar sem hætt verður við næturfrosti hér og þar. Á sunnudag er spáð hitaskilum úr suðvestri og þá hlýnar aftur. suðvestantil á landinu verður þá nokkuð vætusamt á meðan skilin fara yfir. Eftir helgi er síðan spáð hálfgerðu vorhreti. enn er þó of snemmt að geta sér til um það frekar. 7 5 7 8 10 8 7 5 7 11 6 6 8 9 8 Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Föstudagur laugardagur sunnudagurveður H inir raddlausu hafa fengið rödd, segir m.a. í ársskýrslu Amnesty International 2011, en þar er vísað til mótmæla almennings sem breiðst hafa út um Mið-Austurlönd og Norður-Afríku. Í skýrslunni segir frá mannréttindabrotum í 157 ríkjum. Samtökin tóku upp mál í 89 löndum sem lutu að hömlum á tjáningar- frelsi. Greint er frá vinnu samtakanna í þágu samviskufanga í 48 löndum, upplýs- ingar eru um pyndingar og aðra illa með- ferð í 98 löndum og í skýrslunni er að finna frásagnir af óréttlátum réttarhöldum í 54 löndum. „Vaxandi kröfur almennings um frelsi og réttlæti í Mið-Austurlöndum og Norður- Afríku og aukin útbreiðsla og notkun sam- skiptavefja fela í sér sögulegt tækifæri til jákvæðra breytinga í þágu mannréttinda,“ segir m.a. í skýrslunni. „Í dag fylgjumst við með því hvernig fólk snýr baki við óttanum og segir hug sinn andspænis byssukúlum, barsmíðum, táragasi og skriðdrekum. Þetta hugrekki, ásamt nýrri tækni sem hjálpar baráttufólki að fletta ofan af brotum ríkisstjórna, sem fótumtroða tjáningarfrelsið og réttinn til að mótmæla friðsamlega, er skýrt merki um að ríkisstjórnir sem kúga almenning eru ekki lengur liðnar. Einræðisherrar hafa brugðist harkalega við mótmælum og alþjóðasamfélagið verður að grípa tækifærið og tryggja að sá vonar- neisti sem fólk hefur um mannréttindaum- bætur verði ekki kæfður. Ríkisstjórnir reyna að stjórna aðgangi að upplýsingum og notkun mótmælenda á nýj- um samskiptamiðlum og miklu máli skiptir að fyrirtæki sem veita netþjónustu auðveldi ekki ógnarstjórnum að hefta aðgang al- mennings að netinu. Mótmælin sem hafa breiðst út um Mið- Austurlönd og Norður-Afríku, þar sem kröfur fólks eru að endi verði bundinn á kúgun og spillingu, endurspegla löngun til að öðlast frelsi frá ótta og skorti,“ segir enn fremur. Í skýrslunni segir einnig: „Meðal stórvið- burða á árinu var lausn Aung San Suu Kyi úr áralöngu stofufangelsi í Mjanmar. Veiting friðarverðlauna Nóbels til kínverska andófs- mannsins Liu Xiaobo vakti heimsathygli þrátt fyrir tilraunir kínverskra yfirvalda til að koma í veg fyrir verðlaunaafhendinguna. Í löndum á borð við Afganistan, Angólu, Brasilíu, Kína, Mexíkó, Rússland, Taíland, Tyrkland, Úsbekistan, Víetnam og Sim- babve var baráttufólki fyrir mannréttindum ógnað, hótað, það pyndað og sumt myrt.“ Amnesty International var stofnað fyrir 50 árum til að verja réttindi fólks sem sat í fangelsi vegna skoðana sinna. „Nú, öllum þessum árum síðar,“ segir í tilkynningu Ís- landsdeildar Amnesty, „sjáum við að í raun hefur mannréttindabylting átt sér stað.“ jónas haraldsson jonas@frettatiminn.is  Ársskýrsla amnesty greinir frÁ mannréttindabrotum í 157 ríkjum Hinir raddlausu hafa fengið rödd Vaxandi kröfur almennings um frelsi og réttlæti í mið-austurlöndum og norður-afríku og aukin útbreiðsla og notkun samskiptavefja fela í sér sögulegt tækifæri til jákvæðra breytinga í þágu mannréttinda. Fólk snýr baki við óttanum og segir hug sinn andspænis byssukúlum. Mann- réttinda- bylting hefur átt sér stað Kröfur fólks um að endi verði bundinn á kúgun og spillingu endurspegla löngun til að öðlast frelsi frá ótta og skorti. myndin sýnir uppreisn almennings á Tahrir-torgi í egyptalandi. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images 4 fréttir Helgin 13.-15. maí 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.