Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 13.05.2011, Qupperneq 10
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is VELKOMIN Á BIFRÖST – áhersla á nýsköpun og frumkvöðlastarf Alhliða viðskiptanám sem ætlað er að búa nemendur undir ábyrgðar- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Boðið er upp á allar helstu greinar viðskiptafræðinnar, fjármál, stjórnun og markaðsmál, auk almennra námsgreina. Á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumarnám er hluti reglulegs náms. Náminu má því ljúka á tveimur og hálfu ári. Upplifðu Bifröst Komdu í heimsókn og kynntu þér námið í 1 dag til að fullvissa þig um að það henti þér. Í leiðinni geturðu skoðað líkamsræktina, kaffihúsið, leikskólann, golfvöllinn og fleira sem háskólasvæðið hefur upp á að bjóða. Nánari upplýsingar á bifrost.is Opinn dagur 21. maí Opið fyrir umsóknir á bifrost.is Viðskiptafræði BS-BBA Eignir lífeyrissjóða voru ríflega 5% meiri að raun- gildi í lok fyrsta ársfjórðungs en á sama tíma í fyrra. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam alls 1.965 millj- örðum króna í lok mars, samkvæmt tölum frá Seðla- bankanum. Ávöxtun sjóðanna var þó væntanlega minni, að mati Greiningardeildar Íslandsbanka, þar sem innflæði í þá vegna iðgjaldagreiðslna er meira en útflæði vegna lífeyrisgreiðslna og úttektar á sér- eignarsparnaði. Hefur raunávöxtun þeirra tæpast verið öllu meiri en 3,5% tryggingafræðilegra upp- gjörskrafna þeirra. Eignin hafði hækkað um ríflega 16 milljarða króna í mánuðinum, en frá sama mánuði árið 2010 jókst hrein eign sjóðanna um 137 milljarða króna. Breyting hefur orðið á eignasamsetningu líf- eyrissjóðanna, ekki síst undanfarið ár, þ.e. tilfærsla úr erlendum eignum yfir í verðtryggð skuldabréf með íbúðaveði. Séu íbúðabréf, húsnæðisbréf, hús- bréf og sjóðfélagalán lífeyrissjóðanna lögð saman og borin saman við erlendar eignir sjóðanna má sjá að hlutfall þessara tveggja eignaflokka var lengst af svipað frá miðjum síðasta áratug, þótt fyrrnefndi eignaflokkurinn hafi tekið forystusætið af hinum síðarnefnda í kjölfar alþjóðlegu efnahagskreppunnar undir árslok 2008. Nú er hins vegar svo komið að verðtryggð skuldabréf með íbúðaveði nema tæplega 750 milljörðum króna í bókum lífeyrissjóðanna, en erlendar eignir þeirra nema 483 milljörðum króna. Lífeyrissjóðirnir eru því, segir Greiningin, beint eða óbeint lánardrottnar tæplega tveggja þriðju hluta verðtryggðra lána íslenskra heimila. 7,3 hagnaður af vöruskiptum Apríl 2011 Hagstofa Íslands Hagstæð vöruskipti í apríl Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um 7,3 milljarða króna í apríl. Alls voru fluttar út vörur fyrir tæpa 43,6 milljarða króna en vöruinnflutningur nam um 36 milljörðum króna, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Er þetta nokkuð meiri afgangur en hann var mánuðinn á undan en þó nokkuð minni en hann hefur að jafnað verið síðasta árið. Samanborið við apríl í fyrra er afgangurinn af vöruskiptum nú rúmlega 10% meiri. Sé miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins er vöruskiptaafgangur um 11% minni nú í ár en hann var á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslands- banka. Skýrist sá munur af því að innflutningur hefur aukist töluvert umfram það sem útflutningur hefur gert. -jh  Lífeyrissjóðir óbeint Lánardrottnar tveggja þriðju hLuta verðtryggðra Lána ísLenskra heimiLa Eignir lífeyrissjóðanna 1.965 milljarðar Lífeyrissjóðirnir eru, beint eða óbeint, lánveitendur meirihluta verðtryggðra lána. Eignir sjóðanna nema nú 1.965 milljörðum. b rynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, finnst lítið til um ákæru saksóknara Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra. Hann segir að allar rök- semdir vanti og hann hefði búist við meiru og nákvæmari útlistun á brotum í ákærunni sem er í tveimur liðum og snýr að vanrækslu og aðgerðaleysi. „Það er alveg ofboðslega skrýtið að það sé verið að ákæra fyrir að gera eða gera ekki eitt- hvað óskilgreint. Að Geir hefði átt að hafa frum- kvæði af einhverjum stjórnlagafyrirmælum eða löggjöfum. Mér finnst það blasa við að öll umræða eða beiting á þessum tíma hefði fellt bankana um leið og þá hefði ekki verið hægt að setja neyðarlög. Þetta er pólitískt uppgjör sett í búning sakamáls og það finnst mér lítið geðs- legt,“ segir Brynjar. Hann spyr hvað menn ætli að gera þegar búið er að kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu og það kemur í ljós að það veldur stórtjóni. Hvort menn ætli að draga einhvern fyrir dóm þá? „Það sem þingið er að gera með þessari ákæru er hættuleg þróun. Það varð tjón á vakt einhvers og menn eru að gera tjónið glæpsamlegt. Munu menn verða gerðir ábyrgir fyrir auknu atvinnuleysi á þeirra vakt? spyr Brynjar. Brynjar segist vorkenna saksóknara sem sé í þeirri stöðu að vera bundinn af ákvörðunum þings- ins. „Ég get ekki séð að saksóknari hafi haft mikið af góðum gögnum í höndunum fyrst ákæran er svona. Í grunninn er þetta fyrirkomulag vont og óþarft. Það passar ekki inn í meðferð sakamála og hentar illa í nútímaréttarfari. Þetta er gamall draugur sem pass- ar ekki inn í kerfi í dag. Ef ráðherra brýtur af sér á hann að lúta almennum reglum, kæru og rannsókn,“ segir Brynjar. Spurður um þau orð saksóknara að röksemdin bíði þar til málið verði flutt, segir Brynjar það ekki ganga. „Það verður að segja í ákæru í hverju brotið felst. Það verður að vera nákvæmara. Ef einhver er ákærður fyrir aðgerðaleysi þar sem hann hjálpaði ekki til á slysstað þá er það tekið fram í ákærunni. Í tilfelli Geirs er ekkert slíkt.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  Landsdómur ákæra á hendur geir Ég get ekki séð að sak- sóknari hafi haft mikið af góðum gögnum í hönd- unum ... „Pólitískt upp- gjör í búningi sakamáls“ formaður Lögmannafélags Íslands gefur lítið fyrir ákæru saksókn­ ara Alþingis á hendur Geir Haarde og finnst vanta röksemdir. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands. Geir. H. Haarde, fyrrverandi for­ sætisráðherra. 10 fréttir helgin 13.­15. maí 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.