Fréttatíminn - 13.05.2011, Qupperneq 20
V
ið höfum góða
reynslu hingað
til af þessu og
finnum fyrir vax-
andi áhuga. Það
er heilmikil umræða á netinu
hjá okkur,“ segir Salvör Nor-
dal, formaður stjórnlagaráðs.
Almenningi gefst kostur á að
senda stjórnlagaráði erindi og
athugasemdir á vef þess. Þar
er hægt að fylgjast með undir-
búningi ráðsins að frumvarpi til
nýrrar stjórnarskrár. Textinn í
skjalinu endurspeglar vikulega
ráðsfundi, þar á meðal tillögur
til afgreiðslu og kynningar, en
áttundi fundur stjórnlagaráðs
var haldinn í gær, fimmtudag.
Stjórnlagaráð hefur tíma út
júní til að ganga frá stjórnar-
skrárfrumvarpi sínu til Alþingis
en má bæta mánuði við, ef á þarf
að halda. Salvör segist reikna
með að vinna ráðsins muni ná
eitthvað fram í júlí.
Umræða á vefnum er þegar
hafin um þær tillögur sem hafa
verið lagðar fram. Þá hefur
mikil umræða átt sér stað milli
almennings og fulltrúa í stjórn-
lagaráði um þau erindi sem hafa
verið send ráðinu. Erindunum
fjölgar jafnt og þétt, en í gær
voru þau orðin tæplega sjötíu.
Formleg erindi og áfanga-
skjal
Á vef stjórnlagaráðs kemur fram
að vinnu við áfangaskjalið lýkur
ekki fyrr en drög að frumvarpi
liggja fyrir. „Allar greinar þess
geta því tekið breytingum, einn-
ig samþykktar tillögur,“ segir á
vef ráðsins en þar er almenningi
boðið að tjá sig, að virtum sam-
skiptasáttmála þar sem fagnað
er uppbyggilegri rökræðu, en
persónulegar árásir ekki liðnar.
„Það er annars vegar hægt
að senda okkur erindi og hins
vegar erum við með það sem
kallast áfangaskjal,“ segir Sal-
vör. „Formlegi vettvangurinn er
þannig að erindi koma inn, eru
skráð og fara síðan í nefnd sem
hefur viðkomandi málaflokk til
umræðu. Ráðsmenn svara síðan
einstökum erindum á netinu, á
sínum persónulegu forsendum.“
Formaður stjórnlagaráðs
segir að ráðinu hafi þegar borist
fjölmargar góðar og athyglis-
verðar tillögur sem mikil vinna
hafi verið lögð í og sýni að fólk
hafi hugleitt málið vel. „Ég á von
á því að eitthvað muni nýtast
stjórnlagaráði. Við svörum
erindunum kannski ekki öllum
formlega en þau fara í nefndar-
vinnuna þar sem afstaða er tekin
til þeirra. Það er líka lifandi um-
ræða á netinu um þessar tillögur
frá einstökum ráðsmönnum.“
Í áfangaskjalinu er um að
ræða tillögur sem hafa fengið
ákveðna umfjöllun í stjórn-
lagaráðinu. Salvör segir að líta
megi á það sem ákveðna vörðu
á leiðinni að settu marki en
ekki endanlegar tillögur. Inn í
það áfangaskjal getur fólk líka
komið með athugasemdir en það
verður í stöðugri vinnslu fram
til loka.
Reynum að sjá vinnuna
alveg til enda
„Gangurinn er góður,“ segir
Salvör, „en þetta er gríðarlega
stórt verkefni. Við erum með
flókin mál til umræðu og þurfum
að halda vel á spöðunum og
höfum gert það. Það er unnið að
heildarskipulagi og við reynum
að sjá vinnuna alveg til enda;
að skipuleggja hverja viku allt
til loka. Við vorum beðin að
taka sérstaklega fyrir ákveðna
hluti og gefinn til þess ákveðinn
tímarammi. Við verðum að vinna
sem best úr því,“ segir Salvör
spurð um það hvort nægur tími
væri gefinn til svo viðamikils
verkefnis sem endurskoðunar
stjórnarskrár lýðveldisins. „Það
má segja að við hér á Íslandi gef-
um okkur oft ekki nægan tíma
í hlutina en þetta er sá tími sem
við fáum og við reynum að nýta
hann eins vel og við getum.“ Sal-
vör nefnir að stjórnlagaráðið hafi
skýrslu og tillögur stjórnlaga-
nefndar til hliðsjónar við starfið
og afrakstur þjóðfundanna, auk
annars.
Breið sátt skiptir miklu
„Ég hef litið svo á að það sé
styrkur ef stjórnlagaráðið nær
breiðri sátt. Það skiptir miklu
máli. Ég er bjartsýn á að við
getum náð skynsamlegri sátt
um ýmis mál, meira get ég ekki
fullyrt á þessu stigi,“ segir for-
maðurinn. „Það er einhugur í
ráðinu um að vinna vel og ná
breiðri sátt. Það sem liggur til
grundvallar því að ná slíkri sátt
stjórnarskrárgerð allar greinar, einnig samþykktar tillögur,
geta tekið breytingum allt til loka Vinnu stjórnlagaráðs
Almenningur tekur
virkan þátt í starfi
stjórnlagaráðs
Á netinu er hægt að fylgjast með undirbúningi ráðsins að
frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Umræðan er fjörug og
vandaðar tillögur almennings munu nýtast, segir Salvör
Nordal, formaður stjórnlagaráðs.
Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs. Gangurinn er góður en þetta er gríðarlega stórt verkefni. Almenningur tekur virkan
þátt í verki stjórnlagaráðs með erindum og athugasemdum við áfangaskjal ráðsins. Ljósmynd/Hari
www.veidikortid.is
35 vatnasvæði
aðeins kr. 6000
Ertu búinn að fá þér Veiðikortið?
00000
124.900
Þvottavél - WM 12Q460DN
Tilboðsverð:
kr. stgr.
(Verð áður: 139.900 kr.)
tilboðsverði
Þvottavélar og
þurrkarar nú á
A
T
A
R
N
A
Ariel þvottaefni og Lenor
mýkingarefni fylgja með
öllum Siemens þvottavélum.
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
20 viðtal Helgin 13.-15. maí 2011