Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 26
Í tíu mánuði á ári er hún umkringd hvítum lit; rúmfatnaði af bestu gerð, damaski og egypskri bómull og satíni. Hina tvo mánuðina er hún í reiðgalla á hestbaki og hugsar ekkert til vinnustaðar síns. Anna Bára Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri verslunarinnar Dún og fiður, ásamt því að annast inn- kaup þar, en sumarfríinu sínu kýs hún fremur að verja á hestbaki í Mosfellsdal en að liggja á sólarströnd. Það var ekki bjart yfir efnahags- lífi Íslands daginn sem Anna Bára og maðurinn hennar, Guðmundur Þór Gunnarsson, ákváðu að fjárfesta í litlu einbýlishúsi og 28 hesta hesthúsi í Mos- fellsdalnum. Þau höfðu leigt hesthúsið að Vindhóli í Helgadal í tvo vetur, en tveimur mánuðum eftir kreppuna ákvað eigandinn að selja. Ákváðum að stökkva frekar en hrökkva „Þá var ekki um annað að ræða en hrökkva eða stökkva,“ segir Anna Bára, „og við ákváðum að stökkva. Settum húsið okkar í sölu og datt ekki í hug að það myndi seljast; fluttum í íbúð fyrir ofan hesthúsið á Vindhóli og komum okkur fyrir þar. En viti menn, stökkið hafði verið rétt ákvörðun því húsið seldist strax! Vindhóll er draumastaður, sveit í borg, þar sem eru nokkrir hektarar, lítið sætt einbýlishús og svo þetta stóra hest- hús með íbúð fyrir ofan.“ Anna Bára er fædd á hestbaki í orðsins fyllstu merkingu, mætti segja. Mamma hennar, Ólöf Ólafsdóttir, var alltaf að keppa á kappreiðum og Anna Bára datt í grindina, mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma. Það kom þó ekki að sök, stelpan blómstraði og dafnaði og áhug- inn á hestamennsku hefur ekki vikið frá henni síðan. „Hestamennska hefur verið áhugamál mitt frá blautu barnsbeini. Frá því ég man eftir mér átti ég þann draum að vera í hestamennsku og um leið og ég hafði efni á, keypti ég fyrsta hestinn minn. Þá var ég reyndar orðin tvítug og hafði unnið hörðum höndum til að safna mér fyrir hesti; var meðal annars kaupakona í sveit á mjög einangruðum bæ með einum gömlum manni, Helga á Merkigili í Skagafirði,“ segir hún og skellihlær. „Það var ekki einu sinni vegur að húsinu svo það var ekki sérlega gestkvæmt þar!“ Bauð líkamlega og andlega fötluðum á hestbak Árið 1999 keyptu Anna Bára og Guð- mundur fyrsta stóðhestinn sinn, Svaka frá Miðsitju, og það varð til þess að þau hófu ræktun. „En það var ekki nóg að eiga þetta, við urðum að skapa atvinnu í kringum rekst- urinn og þá datt mér í hug að setja upp reiðskóla á sumrin. Ég býð upp á viku- námskeið frá klukkan níu til fjögur fyrir börn á aldrinum sex til fjórtán ára og nú er þriðja sumar reiðskólans á Vindhóli að hefjast. Þarna hafði áður verið rekin hestaleiga og umhverfið í kring er kjörið til að vinna með hesta – og börn. Fyrsta sumarið, árið 2009, fylltist allt líkt og í fyrra, en auk þess að kenna börnunum á hesta, bauð ég líkamlega og andlega fötl- uðum mönnum úr Skálatúni og Dimma- hvarfi að koma eftir að námskeiði lauk og upplifa það að sitja hest. Þá teymdum við undir þeim, ég og fjórar aðstoðar- stúlkur mínar, og það var yndislegt að sjá barnslegu ánægjuna sem skein úr andlitum þeirra. Einn sem er geðfatlaður og mállaus grýtti í mig hjálminum og rak upp öskur þegar hann fór af baki en það var hans leið til að þakka fyrir sig og lýsa gleði sinni. Mér þótti ótrúlega vænt um að geta gert þetta fyrir þá og vona að þeir komi aftur í sumar.“ Sum barnanna að koma í þriðja sinn Hestarnir sem Anna Bára er með eru sautján talsins. Auk hesta þeirra Guð- mundar fá þau lánaða hesta hjá vinum sem treysta þeim, en sumarið í fyrra var nærri farið í vaskinn. „Þá kom upp þessi gríðarlega hesta- flensa og ég fékk ekkert nema fársjúka hesta sem þurftu að vera undir læknis- hendi. En vinir mínir og vandamenn mættu bara með heilbrigða hesta svo hægt yrði að halda námskeiðið. Í staðinn fyrir lánið á hestunum sé ég um að borga járningar á þeim, ormalyf og allt sem til þarf. Eigendurnir koma svo um helgar og fara í sína útreiðartúra á hestunum sínum. Nú er að hefjast þriðja sumarið í reiðkennslunni og sem betur fer hefur allt gengið upp og allt gengið vel. Í reið- skólanum læra börnin grunninn; um- hirðu hestsins, hvernig á að umgangast hann og fara á bak. Þau fara í jafnvæg- isæfingar og læra að sitja rétt á hestbaki. Þeir nemendur sem lengra eru komnir læra gangskiptingar, sumir eru farnir að tölta á sínum hesti og slíkt.“ Heitur matur í hádeginu Oft er boðið upp á hálfsdagsnámskeið fyrir börn á sumrin en Anna Bára segist strax hafa tekið ákvörðun um að hafa heilsdagsnámskeið. „Börnin eru hjá okkur frá níu á morgn- ana til fjögur á daginn. Þótt mér finnist þetta skottúr úr Mosfellsdal til Reykja- víkur finnst mörgum þetta löng leið. Þau koma með nesti með sér á morgnana, en í hádeginu förum við öll upp í íbúðina fyrir ofan hesthúsið og þar elda ég heitan mat handa þeim. Við sitjum svo saman við stórt eldhúsborð, borðum og ræðum svo málin. Krakkarnir teikna svo mynd af „sínum“ hesti og í lok vikunnar, þegar námskeiðinu lýkur, eru myndirnar full- búnar og þau taka þær með sér heim til minningar. Það er mikill metnaður í krökkunum að teikna sinn hest. Þótt maðurinn minn sé matreiðslumeistari sé ég alveg um matseldina, en ég brenndi Tveimur mánuðum eftir að Ísland hrundi og allir héldu að sér höndum sneru Anna Bára Ólafs- dóttir og Guð- mundur Þór Gunnars- son vörn í sókn. Þau keyptu lítið lögbýli, Vindhól í Mosfells- dal, fluttu inn í íbúð fyrir ofan hesthúsið og treystu á Guð og lukkuna. Anna Bára í versluninni Dún og fiður þar sem hún er verslunarstjóri. Ljósmynd/Hari Fæddist á hesti Frá því ég man eftir mér átti ég þann draum að vera í hestamennsku og um leið og ég hafði efni á, keypti ég fyrsta hestinn minn. Anna Bára í Mosfells- dalnum á gæðingnum Svaka frá Miðsitju. Ljósmynd/Hari 26 viðtal Helgin 13.-15. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.