Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 13.05.2011, Qupperneq 34
ikið er þetta fallegt!“ „Já, ég veit. Hún er stórglæsileg. Byggð af Kínverjum. Algjör munur að þurfa ekki lengur að nota ferju.“ Ég var reyndar að tala um sólsetrið yfir Níger-ánni. Fannst eitthvað svo sjálfsagt að hafa brú. Erindislausi hvítinginn Til borgarinnar Kono í Sierra Leone fer enginn erindislaus. Hvítur maður er annað hvort hjálparstarfsmaður eða demantafjárfestir. Að ég skyldi tilheyra hvorugum hópnum gerði mig að hugsan- legum njósnara í augum lögregluþjóns við vegartálma á bæjarmörkunum. Eftir ítarlega yfirherslu um fjölskylduhagi, fjárhagsstöðu og skoðanir á enskum knattspyrnumönnum hleypti hann mér í gegn. Sagðist samt enn gruna mig um lygar og brot á alþjóðalögum. Ein malbikuð gata. Ekkert rafmagn. Opið skólp. Velkomin til höfuðstaðar demantaviðskipta í Vestur-Afríku! Skrautleg hús demantakaupmanna voru eina bæjarprýðin. Aðrir kaupmenn höfðu vit á að hafa verslanir sínar sem sjoppu- legastar. Annað kallaði á innbrot. Þrátt fyrir demantaútflutning fyrir hundruð milljarða króna ár hvert, hefur auðurinn reynst flestum bæjarbúum bölvun frekar en blessun. Í borgarastríði, sem lauk árið 2002, urðu fimm valdabylt- ingar í borginni og helmingur íbúa hrakt- ist á flótta. Auðlindin hélt vítahringnum gangandi, eins og svo oft í Afríku. Demantakaupmenn í bænum eru nær allir líbanskir að uppruna. Líkt og Indverjar í Austur-Afríku hafa Líbanar myndað viðskiptanet víða á vesturhorn- inu. Fyrir vikið eru þeir yfirleitt fyrstir til að sæta ofsóknum lýðskrumara. Í nágrannaríkinu Líberíu er þeim mein- aður ríkisborgararéttur á grundvelli kynþáttar, sem er einsdæmi í heiminum nú á dögum. Jawel Dimonds stóð utan á áberandi, demantsblárri byggingu. Ég rak inn nefið. Þóttist þurfa að skipta dollurum í leeur. „Fjárfestu frekar í demantaupp- greftri,“ sagði einn af Jawel-unum. Áður en ég vissi af sat ég í loftkældu bakher- bergi – með íspinna. „Fimmtán hundruð dollarar er ágætis byrjun. Dugar fyrir vatnsdælu með bensínmótor. Eldsneyti er dýrasti bitinn, sjáðu. Vinnuaflið þarf ekkert nema skóflur og hrísgrjónasekk.“ Ég sagðist ætla hugsa málið. Kunni ekki við annað eftir að hafa þegið allar veitingarnar sem hann bar í mig. Núna vissi ég hvert ætti að leita til að fá íspinna í þessum bæ. Ekki leið að löngu þar til annar hver Líbani leit á mig sem áhugasaman fjár- festi og ég var hamingjusamlega pakk- saddur af súkkulaðiís. Mál til komið að yfirgefa Kono. „Ég myndi bíða fram á hádegi,“ sagði hótelstjórinn alvarlegur á meðan ég teymdi hjólið út úr herberginu. „Þriðji laugardagur hvers mánaðar er hrein- gerningadagur í Sierra Leone. Önnur vinna er bönnuð.“ Sniðugt, hugsaði ég, minnugur þess að hafa tekið þátt í svipuðu átaki hjá ömmu og afa í Biskupstungum. Gott ef sveitin skipaði ekki árlegan ruslamála- ráðherra. Úti á aðalvegi frá hótelinu sá ég að Kono-menn gengu skrefinu lengra en Tungnamenn. Borð, bíldekk og annað tiltækt myndaði vegartálma við hver gatnamót. Vopnaðir lögreglumenn gættu þess að engir ökumenn væru á ferli. Upp úr miðbænum steig svartur reykur (frá brennandi rusli). Flestir gengu um með sveðju (til þess að slá grasið). „Af hverju er þessi maður ekki að taka til?!“ Að fá leyfi lögreglu til að yfirgefa bæinn reyndist enn snúnara en sjálf inn- gangan. Framhald á næstu opnu Reisubókarbrot Egils M Síðast þegar Egill Bjarnason, ljósmyndari, heimshornaflakkari og bóksalasonur frá Selfossi, skrifaði okkur hafði hann lagt að baki yfir tvö þúsund kílómetra á hjólreiðaferð sinni um Vestur-Afríku. Kílómetrarnir eru nú að nálgast fjórða þúsundið. Grafið eftir demöntum Þeir höfðu verið að með skóflur í góðan mánuð og fundið nokkra steina, að eigin sögn. Tjaldað á ströndinni Sólarstrendur Sierra Leone þykja án hliðstæðu – og maður hefur þær oftast alveg út af fyrir sig. Að fá leyfi lögreglu til að yfirgefa bæinn reyndist enn snúnara en sjálf inngangan. 34 afríka Helgin 13.-15. maí 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.