Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Síða 38

Fréttatíminn - 13.05.2011, Síða 38
2 harpa Helgin 13.-15. maí 2011 BATTERÍIÐ ARKITEKTAR óskar íslensku þjóðinni til hamingju með Hörpu og þakkar öllum samstarfið sem að hönnun og byggingu hafa komið Arkitektar Hörpu eru: BATTERÍÐ ARKITEKTAR, Henning Larsen Architects og ATT arkitektar www.arkitekt.is Þ egar kom að sam- keppni um bygg- ingu tónlistar- hússins Hörpu kom arkitekta- stofan Batteríið að því að mynda Portus-hópinn eftir að Peer Teglgaard Jeppesen, einn aðaleigandi Henning Larsen Architects (HLA) og skólabróðir Sigurðar Einarssonar, hjá Batteríinu, hafði samband við hann. Peer hafði líka samband við verkfræðistofuna Ramböll sem hafði unnið að hönnun óperuhússins í Kaupmannahöfn með HLA. Sex aðilar, ÍAV, Nýsir, Landsafl, Batteríið, HLA og Ramböll mynduðu Portus Group sem sótti um í forvali að taka þátt í samkeppni sem kölluð var „samningskaupaferli“ vegna eðlis hennar. Portus Group var einn fjögurra hópa sem valdir voru til þátttöku. Sigurður segir að við upphaf hönnunarinnar hafi ýmsar nátt- úrutilvitnanir verið uppi á borð- inu og minnisstæð sé teikning af álfakirkju eftir Halldór Péturs- son – svarti basaltkletturinn hulinn sjávarlöðri, ís eða snjó hafi verið í bakhöfðinu æ síðan. Heimsókn í tónlistarhúsið Sage í Newcastle hafði vafalaust hvað mest áhrif á meginfyrirkomulag, meðal annars uppröðun salanna þótt það hús sé í raun mjög ólíkt að öðru leyti. Unnið yfir landamæri „Frá upphafi var þetta sam- starf milli stofnananna og ekki í fyrsta skipti sem við vinnum yfir landamæri. Á samkeppnis- tímanum hittumst við reglu- lega og unnum yfir netið þess á milli. „Dínamíkin“ felst í því að vera ósammála og ræða sig fram að lausnum – góðir arki- tektar sjá oftast sameiginlega bestu lausn á málum, en það geta verið fyrirkomulagsatriði, formun eða efnisval. Þegar við vorum búnir að vinna samkeppnina var ákveðið að meginvinnan við verkhönn- unina yrði í Kaupmannahöfn. Húsinu var skipt upp í ákveðin hönnunarsvæði og starfsmönn- um beggja fyrirtækja blandað á þessi svæði. Á tímabili voru fimm starfsmenn Batterísins í Kaupmannahöfn að vinna við hönnunina auk nokk- urra hér heima en á þriðja tug starfsmanna okkar komu að hönnun Hörpu. Ég flaug á milli á tveggja vikna fresti drjúgan hluta hönnunartímans. Glerlistaverk varð að glerhjúpi „Samkeppnin, sem var í þremur þrepum, gerði ráð fyrir þróun tillögunnar stig frá stigi. Þegar við hófum vinnu við ann- að stig keppninnar nefndi Peer við mig þá hugmynd að fá Ólaf Elíasson til liðs við okkur með glerlistaverk, en þeir höfðu átt samstarf vegna ljósakróna sem Ólafur hannaði í Óperuna í Kaupmannahöfn. Mér leist vel á það, en í stað þess að gera eitthvað áþekkt kom hann með tillögur að glerhjúpi. Þetta fékk góðan hljómgrunn og niður- staðan í samkeppninni varð að verk hans skyldi hylja suður- og norðurhlið auk þaksins. Í verkhönnuninni breyttist verkið aðeins og þróaðist síðan yfir á stóra hluta vestur- og austurhliða líka.“ Sigurður viðurkennir að það hafi verið sérkennileg tilfinn- ing að standa inni í Hörpu í síðustu viku og ekki hafi verið laust við að sjá mætti tár á hvarmi. „Ef ég hefði verið með bera handleggi hefði einnig mátt sjá gæsahúðina sem hélst út tónleikana.“ Það er talað um „þrívíða hönnun” sem þið séuð með af- burðarþekkingu á. Geturðu lýst slíkri hönnun fyrir okkur, almenna lesendur með enga þekkingu á arkitektúr? „Í stuttu máli þá snýst þrí- víð hönnun um að í stað þess að teikna þá er byggt líkan af húsinu. Við sem sagt teiknum ekki lengur heldur byggjum líkan í tölvunni úr byggingar- einingum, veggjum, gluggum, hurðum o.s.frv. Þessar bygg- ingareiningar geta síðan haft óteljandi innbyggðar upp- Hittu Ashkenazy á skútu við Samos  hönnun Hörpu Hljómurinn í Hörpu veltur ekki aðeins á listamönnunum sem þar leika, eða náttúru- legum hljómburði salarkynnanna, því þar er einnig fullkomnasta hljóð-, ljós- og sýningarkerfi landsins og þótt víðar væri leitað. „Þetta er umfangsmesta verkefni okkar til þessa,“ segir Gunnar Gunnarsson, verkefnastjóri Exton, sem hafði veg og vanda af hönnun og uppsetningu tæknibúnaðarins. „Við lögðum gríðarlega vinnu í þetta en afraksturinn er líka einstakur. Harpa er ekki aðeins glæsilegasta tónlistarhöll Norður- landa, hún er í heimsklassa.“ Exton hefur um langt skeið haft afgerandi forystu á þessu sviði hérlendis, en atti kappi við erlenda keppinauta um þetta risaverkefni og hafði betur. „Ætli við höfum ekki varið um tveimur árum í undirbúning þess, þar af einum meðgöngutíma í tæknihönnunina eina,“ segir Gunnar. Það var enda að mörgu að hyggja, salirnir margir og kröfurnar mikl- ar. „Það voru sex rafvirkjar á okkar snærum sem drógu tæpa 300 kílómetra af kapli í húsið, það eru 5 tonn af hátölurum bara í aðalsalnum og 400 ljóskastarar, hér eru 3 bíóskjávarpar af fullkomnustu gerð, sýningar- tjöldin eru um 250 fermetrar, í húsinu eru 70 upplýsinga- og auglýsingaskjáir, það eru 30 tölvur sem stýra öllum græjunum og svo mætti lengi telja.“ En verða öll verkefni Exton í framtíðinni ekki lítilfjörleg hjá þessu þrekvirki? „Exton hefur alla tíð stært sig af því að það sé ekkert verkefni of stórt og ekkert of lítið. Við höfum sannað það með Hörpu að ekkert verkefni er of stórt, en á meðan vorum við líka að sanna hitt; leigja út hljóðnema á ættarmót og hljóðkerfi á skólaböll, setja upp skjávarpa í fundarsölum fyrirtækja og þess háttar. Það heldur bara áfram.“  kynning Exton Í heimsklassa Gunnar Gunnarsson hjá Exton sá um allan tæknibúnað á sviði hljóðs, ljóss og myndar í tónlistarhöllinni. Gunnar Gunnarsson hjá Exton

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.