Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Síða 39

Fréttatíminn - 13.05.2011, Síða 39
harpa 3Helgin 13.-15. maí 2011 Þóra Einarsdóttir Finnur Bjarnason Garðar thór CortEs ÁGúst ólaFsson jóhann smÁri sævarsson siGrún hjÁlmtýsdóttir hulda Björk Garðarsdóttir auður Gunnarsdóttir siGríður ósk kristjÁnsdóttir snorri Wium valGErður Guðnadóttir kolBEinn jón kEtilsson viðar Gunnarsson hljómsvEitarstjóri: daníEl Bjarnason lEikstjóri: ÁGústa skúladóttir frumsýning 22. október 2011 tÖfrAfLAutAn W. a. moZart L úðrasveitin Svanur heldur árlega vortón-leika sína í Hörpunni á mánudaginn kemur, 16. maí. Tónleikarnir verða í aðalsal hússins, Eldborg, og Svanur verður því ekki aðeins fyrsta íslenska lúðrasveitin sem spilar í hinu nýopnaða tónlistarhúsi heldur fyrst allra hljómsveita, tón- listarmanna og kóra fyrir utan sjálfa Sinfóníu- hljómsveitina til að spila þar. Hrafnhildur Ævarsdóttir, meðstjórnandi og saxófónleikari í sveitinni, segir efnisskrána bæði fjölbreytta og áhugaverða. „Við frum- flytjum verkið Rætur eftir Veigar Margeirsson í útsendingu Tryggva M. Baldvinssonar. Ein- leikari með sveitinni verður saxófónleikarinn Sigurður Flosason sem lék með lúðrasveitinni á sínum yngri árum,“ segir Hrafnhildur. Svanur skýtur sér svo út fyrir gufuhvolfið þegar sveitin flytur Star Wars Saga eftir kvik- myndatónskáldið John Williams en ætla má að margur Stjörnustríðsaðdáandinn vilji heyra þessa sígildu tóna hljóma í mögnuðum hljóm- burði Eldborgar. Meðal annarra verka sem flutt verða á tón- leikunum eru First Suite in E flat eftir Holst og Bojarenes inntogsmarsj eftir Johan Halvorsen. Hljómsveitin er skipuð 50 hljóðfæraleikurum á aldrinum 15-45 ára og stjórnandi er Brjánn Ingason, fagottleikari í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Sveitin var stofnuð árið 1930 og er því 81 árs á þessu ári. „Við höfum stöðugt verið að þróa sveitina og leita nýrra leiða til að kynna lúðrasveitamenninguna,“ segir Hrafnhildur. „Margir tengja lúðrasveitir við starf þeirra við skrúðgöngur á hátíðisdögum eins og 17. júní. Starf þeirra er þó mun viðameira og við höldum að jafnaði þrenna tónleika á hverjum vetri.“ Stjörnustríð í Hörpu  lúðrasveitin svanur BLæs í ELdBorg Lúðrasveitin Svanur á æfingu í Eldborg þar sem Stjörnustríðsstefið mun hljóma á mánudagskvöld. lýsingar, svo sem efni, áferð, liti, magn, kostnað og fleira, sem auðvelt er að breyta. Út- prentun úr líkaninu getur líka verið á óendanlegan máta allt eftir vali; venjulegar grunn- myndir eða útlit í mismunandi mælikvörðum, sneiðmyndir og myndir í þrívídd hvar sem er í líkaninu eða jafnvel töflur með magni, kostnaði eða sértækum búnaði hússins svo eitthvað sé nefnt.“ Fjarlægur draumur varð að veruleika Sigurður er 54 ára og segir að þegar hann hafi verið að hefja nám sitt fyrir rúmum 30 árum, hafi draumar hans og metnaður auðvitað náð til þess að hanna mikilvæg hús: „en sá draumur var ansi fjarlægur – sérstaklega í landi eins og okkar þar sem slík mannvirki eru mjög fágæt. Sam- keppnin um Hörpu var miklu meira en bara hönnun og teikningar, því bjóða þurfti verð í húsið, gera rekstaráætlun og viðburðaráætlun. Dæmi um að maður var til í fáránlegustu hluti til að ná í þetta eftirsóknarverða verk- efni, er sagan þegar við fengum Ashkenazy til að sjá um viðburða- áætlun okkar fyrir loka- skilin í samkeppninni haustið 2005. Til að ná tali af þeim hjónum var möguleiki að hitta þau í skútu þeirra við grísku eyjuna Samos eina helgi í júlí 2005. Við skelltum okkur fjórir í þessa ferð, Stefán Friðriksson þáverandi stjórnarfor- maður ÍAV, Þórhallur Vilhjálmsson mark- aðsstjóri Nýsis og Matej Sarc tónlistarmaður. Ferðin var mjög við- burðarík og söguleg, en ekki rúm til að segja frá öðru en að árangurinn varð sá að Ashkenazy ákvað að slá til og gera viðburðaáætlun fyrir Portus-hópinn.“ -akm Sigurður Einarsson hjá Batteríinu „Samkeppnin um Hörpu var miklu meira en bara hönnun og teikningar.“ Íslensk hönnun og smíð Innanhússarkitektarnir Kristín Aldan og Helga Sigur- bjarnardóttir eru hönnuðir þessara frumlegu bekkja sem eru á víð og dreif í almenningsrými Hörpu. Bek- kirnir eru íslenskir í húð og ár, hannaðir og smíðaðir hér. Kristín og Helga unnu samkeppni um hönnun húsgagna fyrir þennan hluta Hörpu. Eitt af skilyrðum keppninnar var einmitt að húsgögnin yrðu framleidd á íslandi.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.