Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 13.05.2011, Qupperneq 42
S tefán Baldursson óperustjóri við-urkennir að það grípi um sig smá tregi og söknuður að sjá á eftir Ís- lensku óperunni úr Gamla bíói, þar sem hún hafði starfað í hartnær þrjátíu ár. „Gamla bíó er einstaklega sjarmerandi hús og vegna þrengslanna, sem listmenn þurftu að búa við þar, skapaðist þar af- skaplega heimilislegur og skemmtilegur andi. En yfirgnæfandi tilfinningar við flutningana eru þó tilhlökkun, bjartsýni og ánægja yfir að komast í rýmra hús- næði sem býður upp á meiri fjölbreytni og bætta aðstöðu fyrir áhorfendur sem og listamenn. Mér líst gríðarlega vel á Hörpuna, hún er einstaklega vel heppnað hús, glæsilegt að utan sem innan. Ég er sann- færður um að Harpan er og verður í framtíðinni minnisvarði um stórhug og menningarlegan metnað okkar á erf- iðum tímum. Glæsilegt merki þess að við létum kreppuna ekki buga okkur.“ Stefán var eðlilega viðstaddur opnun- artónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpunni fyrir rúmri viku og segir hljómburðinn í salnum stórkostlegan. „Enda er hægt að stjórna honum með stillingu ómrýma og tækni, allt eftir því hvernig tónlist er verið að flytja. Það var ótrúleg tilfinning að sitja í þessum til- komumikla, dimmrauða og fallega sal á opnunartónleikunum og heyra bæði í hverju einstöku hljóðfæri og samhljóm- inn í allri hljómsveitinni. Allt hljómaði jafn vel, hvort heldur Víkingur Heiðar sló mjúklega og ofurlágt eina staka nótu eða hljómsveitin í heild sinni með 170 manna kórnum gaf í botn í Óðnum til gleðinnar. Þetta var eiginlega kraftbirt- ingarhljómur guðdómsins.“ Komið til móts við þarfir okkar Nú hefur komið fram að Harpan sé ekki hönnuð fyrir óperuflutning eða sviðslistir. Fannst ykkur aldrei sérkennilegt að ráðist yrði í byggingu svona stórs tónlistarhúss án þess að gera ráð fyrir óperuflutningi? „Ég tel það hafa verið mikil mis- tök að hafa ekki gert ráð fyrir óperu- flutningi í Tónlistarhúsinu frá upphafi. En við ákváðum engu að síður að flytja starfsemina þangað, þegar núverandi eigendur, ríki og borg, buðu okkur að leigja afnot af húsinu. Smæð Gamla bíós setti okkur miklar rekstrarlegar hömlur: Þótt uppselt væri á sýningar, þurftum við að borga miklar upphæðir með hverju sýningarkvöldi vegna þess að markmiðið er að miðaverð sé ekki hærra en svo að allur almenningur hafi efni á að sækja óperusýningar. Hér er ekki um slíkan vanda að ræða og þótt Harpan væri full- byggð, þegar ákvörðun var tekin um flutning Óperunnar, var reynt að koma til móts við ýmsar þarfir okkar; fundin rými fyrir lítinn æfingasal, hárgreiðslu- og förðunaraðstöðu, saumastofu, nokkur búningsherbergi og svo má ekki gleyma því að hljómsveitargryfja er í aðalsalnum auk glæsilegs ljósabúnaðar. Allt þetta nýtist jafnframt öðrum sem koma með leiksýningar og alls slags tónlistarvið- burði í húsið.“ Unnt að sviðsetja mannmargar sýningar Mun aðstaða Íslensku óperunnar batna með flutningi hennar í Hörpuna og þá að hvaða leyti? „Jú, hljómburðarlega er húsið greinilega vel heppnað, sem að sjálf- sögðu nýtist óperuflutningi. Þótt sviðið í Eldborg sé ekki eiginlegt leiksvið og sviðstæknibúnaður í lágmarki, þá er það opið og stórt og nú er unnt að sviðsetja mannmargar sýningar, jafnvel Wagner. Svo eru í húsinu þrír aðrir salir, þar sem hægt er að vinna annars konar og til- raunakenndari verkefni. Svo vonumst við auðvitað eftir auknu samstarfi við Sin- fóníuhljómsveitina, nú þegar við eigum sameiginlegt heimili.“ Verða einhverjar breytingar á starfs- mannafjölda Óperunnar? „Já, fastafólki fækkar því við erum ekki lengur að reka húseign eða miða- sölu. Og allir listamenn verða fyrst um sinn verkefnaráðnir eins og verið hefur.“ Getum boðið upp á það besta Margir þeirra óperusöngvara sem hafa náð langt úti í hinum stóra heimi hafa stigið sín fyrstu söngskref hjá Íslensku óperunni. Vekur það alltaf sama stoltið hjá þér að heyra af velgengni Íslendinga á erlendri grund? „Svo sannarlega. Við eigum ótrú- lega marga góða óperusöngvara sem starfa erlendis að staðaldri, þeir telja hátt á annan tug. Við njótum svo góðs af reynslu þeirra því þeir koma af og til heim í eitt og eitt verkefni og þannig getum við boðið upp á það besta.“ Fyrsta frumsýning Íslensku óperunnar verður 22. október þegar Töfraflautan verður flutt. En hvað bjóðið þið upp á í kvöld? „Í kvöld flytja nokkrir óperusöngv- arar tvö atriði úr Verdi-óperum. Diddú, Bjarni Thor, Ágúst Ólafs og Sigríður Aðalsteins syngja kvartett úr Don Carlo og Kristján Jóhannsson flytur ein- söngsatriði úr Óþelló. Svo erum við með Kaldalóns-tónleika og kórtónleika á opna húsinu á laugardaginn.“ Keypti óperuplötur á unglingsárunum Hefur þú sjálfur alltaf verið óperuunn- andi? „Já, að minnsta kosti frá unglingsár- unum, þegar ég fór að kaupa óperu- plötur. Síðan þá hef ég séð svo til allar óperusýningar bæði Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar fyrir utan fjölda erlendis. Mig minnir að fyrsta óperan sem ég sá á sviði hafi verið Il Trovatore í Þjóðleikhúsinu. Mögnuð upplifun.“ En áttu þér eftirlætis óperu? „Þær eru svo ótal margar. Uppáhalds- óperutónskáld eru Verdi og Mozart, jafnólíkir og þeir nú eru, og svo auðvitað Wagner.“ En áttu þér eftirlætis óperuhús úti í heimi? „Það fer allt eftir því hvað verið er að flytja og hvaða listmenn starfa þar. En fallegasta óperuhús sem byggt hefur verið undanfarin hundrað ár er án efa nýja Norska óperan. Sú bygging er snilld af hálfu arkitekta. En það er nú Harpan okkar líka!“ -akm 6 harpa Helgin 13.-15. maí 2011 www.efla. is • Í S L A N D • D U B A I • F R A K K L A N D • N O R E G U R • P Ó L L A N D • R Ú S S L A N D • T Y R K L A N D Hönnunar- og framkvæmdaeftirlit við byggingu Hörpunnar var í umsjá EFLU. EFLA verkfræðistofa stillir saman strengi Þjóðar- gersemi „Mér er ljúft að segja eitthvað um Hörpu sem ég tel uppkomna einstaka þjóðargersemi í kreppunni. Ég er alin upp með Þjóðleik- húsið sem hálfkar- aðan kassa uppi á Hverfisgötu, svo ég tel Hörpuna meðal afreka hjá afar ósam- stæðri þjóð á tímum þegar á ríður að menn standi saman.“ Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti „Íslenska þjóðin hefur svo lengi þráð gott tónlistarhús og nú hefur draumurinn ræst. Í Hörpu eigum við eftir að eiga margar yndisstundir saman.“ Gerður Kristný skáld „Án menningar er þjóð ekkert.” Grímur Atlason, tónleika- haldari „Húsið er fallegt og vekur vænt- ingar um fjölbreytt og öflugt tónlistarlíf.“ Vilhjálmur Bjarnason, lektor HÍ  íslensKa óperan Kraftbirtingarhljómur guðdómsins Stefán Baldursson Vonast eftir auknu samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, nú þegar Íslenska óperan er komin undir sama þak og sveitin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.