Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 13.05.2011, Qupperneq 48
34x34 F Fatabúðir eru nauðsynlegar því öll þurfum við flíkur á kroppinn. Sumum þykir gaman að kíkja í búðir, skoða föt, handleika og bera saman við það sem fæst annars staðar. Aðrir hafa ekki sama yndi af búðarápinu. Ég er í seinni flokknum, fer ekki nema tilneyddur og reyni að vera fljótur. Í þessum efnum treysti ég talsvert á konu mína. Hún veit stærðina á karlinum og kaupir stundum á hann bol og skyrtu þegar henni finnst nóg komið. Það er einkar leiðinlegt að máta, loka sig inni í klefa sem varla er meira en fermetri að flatarmáli, og troða sér þar í aðskiljanlegar tuskur. Enn verra er að bíða með klæðin á handleggnum eftir öðrum körlum sem þegar fylla mátunarklefa verslunar- innar, horfa á þá koma út, sperra sig fyrir framan spegil, sjá þá draga inn bumbuna fyrir framan konur sínar sem hafa úrslitavald um hvort kaupa skal eður ei. Ef konan segir nei fara karlarnir inn aftur, smeygja sér í nýtt fat og sýna frúnni í þeirri von að hún samþykki. Konur ráða þessu á endanum, eins og flestu öðru. Segi þær að ákveðinn litur fari eiginmann- inum ekki er ólíklegt að hann skarti þeim lit. Þyki konu karl sinn helst til ósmekklegur í fatavali spyr hún einfaldlega hvort hann ætli að ganga um eins og skreytt jólatré. Ég get tekið undir með Páli Magnússyni, að ég hafi einfaldan smekk og velji aðeins það besta. Því hef ég lengst af gengið í gallabuxum og skyrtu – og skóm sem ekki þarf að reima. Einfaldara getur það ekki verið. Um hríð, eftir að ákveðinn titill hafði bæst við starfsheitið, taldi ég tilhlýðilegt að hengja á mig bindi og jakka utan yfir. Ég hætti því fljótt. Bindi eru óþægileg, herða að hálsi og þvælast fyrir. Jakki er ekk- ert annað en útivistarfatnaður. Ég fellst á slíkan búnað á jólum og við helstu kirkjulegar athafnir, annars ekki. Skást þykir mér að kaupa á mig föt í útlöndum. Þá er hægt að fara í sérverslanir, velja líklegan klæðnað, máta, ákveða, borga og fara út. Þar, eins og hér, er samt vissara að hafa konuna með. Sam- þykkið verður að fást, ella verður klæðið dæmt ónothæft til allrar frambúðar. Tækifærið nýtti ég á dögunum þegar við skutumst af landi brott. Ég nefndi við frúna að mig vantaði gallabuxur. Þessi fróma ósk kom konu minni ekki á óvart. Ég hafði orðað þetta annað slagið undanfarin misseri án þess að gera neitt í því. Þótt konur séu flinkar í búðum geta þær trauðla keypt buxur á karla sína. Þær þarf að máta svo sjá megi hvernig þær fara um lendar og hupp. Það þurfti ekki að segja konunni tvisvar að fara með mig í gallabuxnabúðina. „Þú þarft 34x34,“ sagði hún. Satt best að segja undraðist ég þessa ofurþekk- ingu hennar á stærð minni en þarna mun átt við tommur, lengd buxnanna og mittismál. Sjálfsagt er þetta frá Ameríku komið, eins og allt annað sem tengist galla- buxum. „Held- urðu að það geti verið að lengdin sé sú sama og Te ik ni ng /H ar i Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL F í t o n / S Í A Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um nýgerðan kjarasamning VR og SA er hafin og stendur til kl. 12:00, 25. maí. Nánari upplýsingar um samninginn og atkvæðagreiðsluna er að finna á heimasíðu VR, www.vr.is Hvetjum alla félagsmenn til að nýta atkvæðisrétt sinn og kjósa. Nei eða já? Í síðasta tölublaði Fréttatímans birtist grein eftir Jón Sigurðsson þar sem hann gerði athugasemdir við skrif Gunnars Smára Egilssonar á matarsíðu Fréttatímans 29. apríl 2011 og telur að Gunnar Smári hafi snúið öllu skakkt í grein sinni um „þjóðern- ishyggju“ og hrært öllu saman í mis- skilningi og hroka. Ekki mun ég blanda mér í mál þeirra Gunnars Smára en um grein Jóns má segja að oft kvikni mikið bál af litlum neista. Jón Sigurðsson fjallar um þjóð- hyggju og þjóðerniskennd og deilir mönnum í hina góðu og hina slæmu. Þegar kemur að ESB, Evrópu- sambandinu, eru það hinir góðu þjóðhyggjumenn smáþjóða um alla Evrópu sem eru áhugasamir þátttak- endur í stofnunum ESB. Á þeim vett- vangi er sífellt leitað sameiginlegra lausna í áföngum (eins og það sé svo eftirsóknarvert?). Við Jón getum verið sammála að hluta til um þjóðhyggju en þar skilur leiðir því hann telur að eðlilegt fram- hald og niðurstaða sé að ganga í ESB. Aftur á móti lít ég svo á að vegna þjóð- hyggju beri Íslendingum að setjast í Hliðskjálf og horfa um veröld víða og hafa heimssýn, eiga menningarleg og viðskiptaleg samskipti við þjóðir hvar sem er í heiminum á jafnréttisgrund- velli. En þá er komið að síðustu máls- grein í skrifum Jóns Sigurðssosnar, sem vísar til flokksþings Framsóknarmanna í síðasta mánuði. Þar segir Jón eftirfarandi: „Sérhver þjóð þarf á því að halda að eiga sér arf og stofnanir, minningar og markmið sem vekja henni stolt og metnað. Þjóðin á rétt og kröfu á slíku. En allt er þetta líka misnotað stundum. Þá grípa óvandaðir menn til pólitískra fánahyllinga í sjálf- hverfri þörf fyrir dýrð og hópsefjun á háværum flokksþing- um.“ (Feitletrun höf- undar.) Þessi setning er með ólíkindum og verður henni ekki látið ómótmælt. Í meira en hálfa öld hef ég staðið fyrir og stjórnað sýningum á þjóðarí- þróttinni, glímu, og fornum leikjum. Hefur íslenski fáninn að jafnaði verið með í för og sýningar hafist á fána- hyllingu og lokið á fánakveðju. Þetta er eðlilegur rammi um menningar- arfinn. Á þessum tíma hafa átt sér stað fleiri hundruð sýningar, líklega á annað þúsund, og leyfi ég mér að full- yrða að ávallt hafi fánanum verið sýnd full virðing af hálfu áhorfenda. Aldrei hefur verið talað um pólitíska fánahyllingu áður, en ef þessi setning á að höfða til þess að flokksstjórnin hafi ákveðið fánahyll- inguna þá væri með sama hætti hægt að segja að Jón Sigurðs- son hafi gert það en hvort tveggja er þvæla enda tek ég einn mínar ákvarðanir um sýningarnar og þar koma engir til áhrifa. Hver getur þá verið ástæða þessara skrifa? Einn ágætur kaffifélagi taldi að skýringin væri að menn væru sumir hverjir ekki búnir að jafna sig eftir hina ákveðnu, skýru og hógværu samþykkt flokksþingsins um Evrópumál. Þessi skýring getur verið jafn góð og hver önnur. En hvort sem þessum feitletraða samsetningi hefur verið beint til mín persónulega eða til flokksforystunnar þá vísa ég þessu til föðurhúsanna og trúi tæplega að okkar fyrrverandi leiðtoga hafi verið sjálfrátt að setja þetta á blað en alveg er ljóst að prófarkalestur hefur brugðist. Athugasemd við grein Jóns Sigurðssonar Þjóðhyggja, þjóðerniskennd og fánahylling Hörður Gunnarsson heiðursfélagi í Glímusambandi Íslands og á sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins. Hörður stóð fyrir glímusýningu og fánahyllingu á nýafstöðnu flokksþingi framsóknarmanna. ATKVÆÐAGREIÐSLA Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins er hafin hjá aðildarfélögum LÍV. Kjörgögn hafa verið send til félagsmanna. Nánari upplýsingar um framkvæmd kosninga eru á heimasíðum félaganna og heimasíðu LÍV, www.landssamband.is 40 viðhorf Helgin 13.-15. maí 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.