Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 52
Hugrás er vefur Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og þar birtast sífellt nýjar greinar, stuttar og langar, beintenging inn á fyrir- lestra, umræða, virk og mikilvæg samfélagsumræða um margt sem er á seyði innan höfuðskelja þeirra á Melunum og í samfélaginu sem hýsir þá, fæðir og klæðir, veraldlega og andlega. Fyrri tilraunir til að koma á legg sívirkum vef um menningarástandið hafa reynst fallvaltar: Daufleg er vistin í Kistunni og tekur því varla að líta ofan í i hana lengur. Pressan, Eyjan og Vísir eru víst opin rit en byggja mest á tilleggi pólitískra þrasara. í Smuguna koma stöku sinnum merkileg skrif en hægri vængurinn er fátæklegur af umræðu um annað er pólitíska andstæðinga. Því er bjart yfir Hugras.is og vonandi vænkast hagur hennar svo að hún nái hylli umfram hina vefina alla sem eru flestir keyrðir áfram af slúðri en ekki umræðu málsmetandi manna. -pbb Mikilvægur vettvangur  Bókardómur Eldur niðri Eftir Harald SigurðSSon E ldur niðri er í stóru broti, ríkulega myndskreytt, fallega umbrotin, ekki prentvillulaus. Í henni er nokkuð um endurtekn- ingar en það skyggir ekki á ánægju lesandans. Haraldur er skorinorður og víða hreinskiptinn, rekur að ís- lenskum sið sögu forfeðra sinna, segir ítarlega af bernskuhögum sínum og hvernig líf hans tók óvænta stefnu. Sá sem olli rýrnun í verslun kaupfélagsins þar sem Sigurður faðir hans var í nær tvo áratugi kaupfélagsstjóri, hefur ekki getað séð fyrir að hnuplið leiddi til þess að Haraldur fluttist suður með fjölskyldunni á tímamótum, sótti aðkomumaður félagsskap í skáta- hreyfinguna, fór á hennar vegum á alþjóðlegt skátamót og öðlaðist þar kjark til að fara vestur um haf sem skiptinemi. Þaðan lá svo leiðin í jarð- fræði og framhaldsnám í Belfast. Það er merkilegt að þeir feðgar voru báðir andstæðingar hers á Íslandi, báðir unnu á Vellinum, Haraldur vann lengst af sinn feril vestanhafs. Hann er í fleiri en einum skilningi á tímamótum ungur maður: Ís- lenskir jarðvísindamenn eru teknir að gera sig gildandi og taka við for- ræði erlendra manna í rannsóknum á eldfjallaeynni. Haraldur dregur enga dul á að hann fórnaði ýmsu fyrir frama í vísindagrein sinni; fjöl- skyldu og nú, þegar hann er kominn heim aldraður, þekkja fáir til verka hans hér nema þeir sem innvígðir eru í hans heim. Þó er hann líklega stærsta nafnið á alþjóða vettvangi í rannsóknum á jarðvísindum. Bók hans verður, er á líður, miklu meira en æsandi persónuleg saga af fjarlægum stöðum, spennandi ævin- týrum og einkahögum: Hér má lesa skrykkjótt í gegnum starfsvettvang Haraldar framþróun jarðvegsvísinda. Allt er þar tilgreint af áfergju og brennandi áhuga sögumannsins á efni sínu, smitandi áhuga. Haraldur slær þannig margar flugur í einu höggi: Lesandinn stígur inn í heim sem gleypir, við skiljum ferilinn, framann og forvitnina, tökum í hönd sögumannsins og látum hann glöð leiða okkur áfram. Þrátt fyrir að Haraldur hafi marga hildi háð verður ævisagan aldrei grobbkennd eins og oft vill verða. Hann er djarfur til rannsókna, hefur sýnilega snemma náð tökum á amer- íska styrkjakerfinu sem leiðir hann í margar deildir jarðar. Lýsingarnar eru spennandi, upp reis gamall andi drengjabókanna. Svo er hann ofan í kaupið gæfumaður, vel kvæntur oft og eignaðist snemma tvær glæsi- legar og vel gerðar dætur. Margar sögur af þessum toga skortir hinn fræðilega grunn sem okkur er hér gefinn og við tökum glöð við af einskærri forvitni. Hitt er enn sjaldgæfara að höfundur nái að draga saman niðurstöðu: Kominn heim á bernskuslóðir gefur Haraldur safn sitt af listaverkum og ritum til okkar allra og megnar síðan að reisa lítið safn í Hólminum þar sem hann hljóp um götur strákur. Og hann hneigist til að veita okkur hlutdeild í lífssýn sinni; víðsýni og góðvilji reynast sá eldur sem býr undir og hann leiðbeinir okkur um stórt og smátt undir það síðasta. Dæmið af honum verður þannin sönnun þess að menn rata heim og geta kennt okkur af meiri visku en þeir sem sátu heima. 44 bækur Helgin 13.-15. maí 2011  Sláturtíðin SundurSlitnir Búkar Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Oft vilja ljóðabækur fara lágt; einyrkjaútgáfan ræður ekki við að koma verkum á framfæri í fjölmiðlum. Lággróður í ljóðagarði fer því oft lágt, en mörg smáblóm í þeim garði eru yndisleg og minnisstæð þeim sem rekur í þau augun. Fimm ljóðakver komu út nýlega. Eitt þeirra stendur fyllilega undir bókarheiti: Höfuð drekans á vatninu eftir Guðbrand Siglaugsson, hans ellefta ljóðabók, nær hundrað síður. Hún kemur út á forlagi Uppheima en auk hennar sendu þeir á markað þrjú önnur ljóðakver: Blinda fiska Magnúsar Sigurðssonar, Marlene og ég er heiti ljóðakvers Gunnars M. G., Kafbátakórinn er fyrsta safn ljóða myndlistarkonunnar Steinunnar G. Helgadóttur sem í vetur vann Ljóðstaf Jóns úr Vör. Þá kom fyrir skömmu út hjá Veröld Mávur ekki maður eftir Ásdísi Óladóttur. Snöggur kippur í útgáfu ljóðabóka bendir til að bókaút- gáfur, alla vega sumar, ætli sér ekki að láta ljóðið hverfa inn í endurútgáfur heildarsafna liðinna höfunda, heldur rækta nýgróður. -pbb Ljóðakverabylgja Blóðugasti krimminn í ár Langförull leitar heima Ævisaga Haralds Sigurðssonar eldfjallafræðings, Eldur niðri, sem kom út fyrir skemmstu, reynist vera margt í senn: trúverðug persónu- og þroskasaga, spennandi leiðangur um fjar- lægar slóðir við háskalegustu eldstöðvar heimsins og fróðlegt inngangsrit um þróunarsögu rannsókna í jarðfræði á nær hálfrar aldar tíma. Í auglýsinga- tímum útvarps- stöðv- anna er lesendum lofað blóði og gori, líkamsleifum, sund- urslitnum búkum og mis- þyrmdum. Einkanlega eru kvenlíkamar taldir kostaefni í sláturtíð krimmahöfundanna. Eftir nokkuð langa tíð verður skyldulesn- ing þeirra sem vinna við að fylgjast með nýútkomnu lesefni til afþrey- ingar almenningi æ ógeðslegri og torlesnari. Og svo fer á endanum að lesandanum fer að þykja nóg komið. Ekki það að heimurinn sé alltaf fagur. Langur leslisti á borðum mín- um hefur á liðnum vetri snúist um stríðsárin seinni, bæði skáldsögur sem komu út úr þeim hildarleik sem og sagnfræðirit sem rekja stríðsvél- ina, þó einkum slóð herjanna. Þar er fátt fallegt í spörum lýsingum á grimmdinni og þöggun, sem um langan aldur hefur þótt tilhlýðileg um framgöngu herjanna sem tókust á, er að verða máttlítil. Skitan sem hrjáði innrásarherinn er loksins við- urkennd, hungursneyðin sem fang- ar hernámsliðs Breta í Þýskalandi máttu þola var skipulögð hefnd. Enginn her var harðari í nauðg- unum er her Frakka á Þýskalands- svæðinu, þótt Rússar hafi líka unnið skipulega með þá smánarbeitingu. Og þannig má lengi telja. Hvað er það sem veldur hinni miskunnarlitlu útmálun sundrung- ar líkamans sem orðin er fastur fylgifiskur sakamálasögunnar sem víða um lönd heldur sínum fasta sessi en hefur hér á landi verið í miklum uppgangi svo að engu er líkara en það sé orðið helsta kapps- mál stærstu útgefenda landsins að selja slíkar bókmenntir? Hvað veldur því að kurteist og vel alið og menntað millistéttar- fólk leggst hiklaust á þá sveif að gera afskræmingu líkama barna, kvenna og karla að þungamiðju í efnistökum? Við því eru vafalítið nokkur svör: Lesefnishöfundar eru að elta kvikmyndir og sjónvarps- efni sem um nokkurt skeið hefur kostað meira í útmálun á líkams- leifum en fyrr þótti boðlegt; skörin er farin að færast upp í bekkinn. Þar var færni leikmunadeildanna orðin meiri með nýjum efnum úr plast- mótun, leifarnar urðu fastari fyrir og þoldu meira hnjask í framkvæmd verkanna fyrir kvikmyndavélinni. Í sögufléttunni, sem er löngu stöðl- uð og fylgir fastri formúlu, var þörf á nýmeti og hvað var betra en illa farið lík, helst maðkað? Þetta varð sakamálasagan að toppa. Hömluleysi í þessum efnum vísar á kaldari afstöðu sem nú á tímum getur ekki skotið sér á bak við þekkingarskort. Og sú aukna þekking hlýtur að marka okkur á fleiri sviðum, gera okkur daufari fyrir raunverulegri ógnum. Eins og dæmin sanna í styrjöldum víða um hnöttinn sem við jafnvel gerumst staðfastir þátttakendur í. Mildi og réttlæti verður í því samhengi hjóm eitt. -pbb Hildur Knútsdóttir kemur til leiks með stæl inn í íslenskan bók- menntaheim með sína fyrstu bók, Slátt. Hún situr í efsta sæti kiljulista Eymundssonar og því öðru á aðallistanum. Sláttur á toppnum  Eldur niðri Haraldur Sigurðsson 336 bls. Eldfjallasafn í Stykkishólmi 2011 Haraldur Sigurðsson. Kafbátakórinn er ein af nokkrum ný- legum athyglisverðum ljóðabókum. meistaranám í viðskiptafræði • maBi | stjórnunarreikningsskil og viðskiptafærni • maCC | reikningshald og endurskoðun • mBa • mCF | fjármál fyrirtækja • msim | fjárfestingarstjórnun • msc í alþjóðaviðskiptum • msc í OBtm Organisational Behaviour and talent Management UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ www.hr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.