Fréttatíminn - 15.04.2011, Síða 4
Vaxandi útgjöld til heilbrigðismála
... þetta
svokallaða
byggingar
réttargjald
sé ólögmæt
skattheimta
sem stjórn
sýsluvaldi
á borð við
Reykja
víkurborg sé
óheimilt að
innheimta án
lagabreytinga.
CINTAMANI
WWW.CINTAMANI.IS
Úlpuveður
Lokaðu kuldabola
úti og hleyptu honum
ekki aftur inn.
Strekkingur og jafnVel hVaSSt af SV. Él
eða SlydduÉl um landið VeStanVert, en
þurrt eyStra. fremur SValt í Veðri.
höfuðborgarSVæðið: Krapaél að deginum
og jörð nær alhvít um Kvöldið.
rigning eða Slydda VeStanlandS um morgun-
inn en annarS að meStu þurrt og Sólríkt og
Sæmilega hlýtt auStanlandS.
höfuðborgarSVæðið: rigning fyrst um
morguninn, en síðan að mestu þurrt. heldur
hlýnandi í bili.
kólnar aftur með SV-átt og Éljum
VeStantil. fryStir um meStallt land um
kVöldið.
höfuðborgarSVæðið: slydduél yfir dag-
inn en sól á milli. snjóél um Kvöldið.
enn suðvestansteytingur
og úrkomusamt
ekkert bólar enn á reglulegri vorveðráttu
a.m.k. ekki suðvestan- og vestanlands.
austan til á landinu hefur verið mun
skárra og þar er spáð ágætu veðri og hita
á laugardag. loftið úr vestri verður hér
allsráðandi fram í dymbilvikuna. það er bæði
svalt og rakt. því verður áfram þessi
steytingur vestanlands, vindasamt og
með krapaéljum. meira að segja eru
allar líkur á því að það geri snjóföl á
höfuðborgarsvæðinu í kvöld og
síðan aftur seint á sunnudag.
vonandi að páskaveðrið verði
okkur hagfelldara en þetta!
2
0 2 5
4 4
2 5
8
5
3
0 3
5
3
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Föstudagur laugardagur sunnudagurveður
Heildarútgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið verulega síðasta
aldarfjórðung eða úr ríflega 6,3% af landsframleiðslu í upphafi
níunda áratugarins í ríflega 9,3% af landsframleiðslu á síðasta ári.
Það samsvarar 143,5 milljörðum króna á verðlagi þess árs, að
því er fram kemur í Hagtíðindum. Eftir þessum
mælikvarða reyndust útgjöldin hæst árið 2003
eða 10,4% af landsframleiðslu. Af heildarútgjöld-
um til heilbrigðismála greiðir hið opinbera 115,6
milljarða króna og einkaaðilar 27,9 milljarða. Á
þremur áratugum hafa útgjöld hins opinbera til
þessa málaflokks aukist úr 5,5% af landsfram-
leiðslu í 7,5%. Á sama tíma hafa útgjöld heimilanna
ríflega tvöfaldast, úr 0,8% af landsframleiðslu í
1,8%. Hlutur heimilanna hefur aukist verulega frá
1980 eða úr 12,8% af heildarútgjöldum í 19,5% árið
2010. Hámarki náði hlutur þeirra árið 1998 er hann
nam 19,6% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála.
Heildarútgjöld til heilbrigðismála í ríkjum OECD voru að meðal-
tali 9% af vergri landsframleiðslu ríkjanna árið 2008 en mikill
munur er á því hlutfalli milli einstakra ríkja. Í Bandaríkjunum var
hlutfallið t.d. 16% árið 2008 -jh
9,3%
Útgjöld til
heilbrigðismála
sem hlutfall
af landsfram-
leiðslu 2010
14. apríl 2011
Hagtíðindi
R eykjavíkurborg gæti þurft að greiða milljarða úr sjóðum sínum ef dóms-mál, sem hún stendur í gegn fjöl-
mörgum lóðaeigendum, tapast. Lóðaeigend-
urnir vilja skila inn lóðum sínum en borgin
hefur ekki tekið við einni einustu lóð eftir
hrunið í október 2008. Þá ákvað þáverandi
meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks að setja stopp á skil á atvinnuhúsa- og
útboðslóðum. Þetta skilaði sér í fjölmörgum
dómsmálum af ýmsum toga enda lóðirnar
margar og ólíkar.
Hæstiréttur hefur sýknað borgina í einu
máli gegn Europris sem vildi skila til baka
atvinnuhúsalóð í Hádegismóum sem félagið
fékk árið 2007. Byggði stefnandi kröfu
sína á því að forsendur hefðu breyst með
hruninu. Borgin getur þó ekki byrjað að
fagna strax.
Jóhannes Bjarni Björnsson hæsta-
réttarlögmaður vann í héraðsdómi mál gegn
borginni vegna þriggja atvinnuhúsalóða
sem úthlutað var í Lambhaga við rætur
Úlfarsfells. Hann segir að málið hafi verið
byggt á þeim forsendum að það hafi alltaf
verið heimilt að skila þessum lóðum. „Það
var til að mynda til skriflegur samningur
við Bauhaus sem fékk lóð úthlutað á sama
stað og þar var kveðið á um rétt til að skila
lóðinni. Það ákvæði í samningnum var lagt
fram fyrir dómi enda óeðlilegt og skrýtið að
það gildi ekki sömu reglur fyrir aðra lóða-
hafa á sama svæði,“ segir Jóhannes Bjarni.
Málið verður flutt fyrir Hæstarétti í maí.
Í dag, föstudag, fer fram aðalmeðferð í
máli Verklands gegn Reykjavíkurborg þar
sem tekist er á um annan anga af lóðaút-
hlutun. Verkland fékk úthlutað í útboði árið
2006 fjölbýlishúsalóð við Nönnubrunn í Úlf-
arsárdal sem það vill skila. Félagið greiddi
rúmlega 81 milljón fyrir lóðina. Byggingar-
réttargjald, sem er mismunur lóðaverðsins
og gatnagerðar- og holræsagjalds, var um
93 prósent af þeirri upphæð. Einar Gautur
Steingrímsson, lögmaður Verklands, bygg-
ir kröfu sína um skil á lóðinni á því að þetta
svokallaða byggingarréttargjald sé ólögmæt
skattheimta sem stjórnsýsluvaldi á borð
við Reykjavíkurborg sé óheimilt að inn-
heimta án lagaheimildar. Vísar hann þar til
stjórnarskrárinnar þar sem skýrt er kveðið
á um að engan skatt megi leggja á né breyta
né taka nema með lögum. Tekist verður á
um þetta atriði fyrir rétti í dag. Kristbjörg
Stephensen borgarlögmaður hefur verið „í
felum“ alla vikuna við að undirbúa málflutn-
ing og því náðist ekki í hana. Ágúst Jóns-
son, framkvæmdastjóri eignasviðs borgar-
innar, sagðist ekkert geta tjáð sig um málið
og vísaði á borgarlögmann.
Þá eru einnig fram undan málaferli vegna
úthlutunar lóða í Fossvogi árið 2007. Einar
Gautur fer einnig með það mál fyrir nokkra
lóðahafa og segir hann að stefnt verði í þeim
málum fyrir sumarið. Það þurfi enda að hafa
hraðar hendur þar sem þessi mál séu að
fyrnast. Um er að ræða lóðir við tvær götur,
Skógarveg og Lautarveg.
Af þessu öllu má sjá að óhagstæðar niður-
stöður í þessum málum geta haft ófyrir-
séðar afleiðingar fyrir Reykjavíkurborg. Um
er að ræða hagsmuni sem gætu hlaupið á
milljörðum – milljörðum sem magrir sjóðir
borgarinnar eiga erfitt með tína til.
oskar@frettatiminn.is
Milljarðar gætu fallið
á Reykjavíkurborg ef
lóðadómsmál tapast
borgin stendur í ströngu í dómsmálum vegna lóðaskila. fjölmörg mál af ólíkum toga malla í
dómskerfinu á mismunandi stigum og gætu kostað Reykjavíkurborg fúlgur fjár ef þau tapast.
dómsmál lóðaskil
séð yfir Úlfarsárdal.
hjörleifur b. kvaran,
lögmaður og fyrrverandi
forstjóri OR, var kallaður
til í einu af lóðamálunum
sem sérfræðivitni vegna
starfsreynslu hans
sem skrifstofustjóri
Borgarverkfræðings.
hann fjallaði um lóðaskil
í sögulegu samhengi og
sagði að það hefði ávallt
tíðkast að lóðahafar
gætu skilað lóðum
til baka. kristbjörg
Stephensen borgarlög-
maður var ekki hrifin af
málflutningi hans og kall-
aði hann „ótrúverðugt og
fjandsamlegt vitni“ sem
væri með falsvitnisburði
að ná sér niðri á borginni
fyrir að reka hann úr for-
stjórastarfi hjá Orkuveitu
Reykjavíkur.
hjörleifur segir í
samtali við Fréttatímann
að ef menn vilji hrekja
vitnisburð hans þá verði
þeir að gera það. „ef
sannleikurinn er fjand-
samlegur þá verða menn
bara að lifa með því,“
segir hjörleifur.
spurður um hvort
hann væri að hefna sín á
borginni sagði hjörleifur
það af og frá. honum
þætti óskaplega vænt
um borgina. „ég held
ég hafi sterkari taugar
til borgarinnar en til að
mynda borgarlögmaður
sem býr, að því er ég best
veit, í Hafnarfirði,“ segir
hjörleifur. -óhþ
„Ótrúverðugt og fjandsamlegt vitni“
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
4 fréttir helgin 15.-17. apríl 2011