Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Side 14

Fréttatíminn - 15.04.2011, Side 14
H afi loðdýrarækt áður verið eitt af óhreinu börnunum hennar Evu hér á landi er sú tíð liðin. Greinin blómstrar. Gæði íslenskra minkaskinna eru með þeim bestu í heiminum og fyrir þau fæst metverð, hærra verð í erlendri mynt en nokkru sinni. Útflutningsverðmætið er um milljarður á ári en Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýra- bænda, segir allar aðstæður hér á landi til að tífalda framleiðsluna. „Þá værum við að tala um eins og verðmæti hálfrar loðnuvertíðar,“ segir formaðurinn. Langt fram úr björtustu vonum „Það hefur verið mjög góður gangur nú á þriðja ár,“ segir Björn, og ef litið er til síðustu ára hefur „gengið vel, mjög vel og gríðarlega vel. Þetta er komið fram úr öllu sem við hefðum getað ímyndað okkur,“ segir hann. Íslenskir loðdýra- bændur sendu 30 til 40 þúsund skinn á uppboð í Danmörku á dögunum. Met var slegið en íslensku skinnin seldust fyrir um 300 milljónir króna á uppboði hjá Kopenhagen Fur. Kínverjar eru helstu kaupendur en aukin hagsæld í því stóra landi hefur nánast sprengt upp alþjóðlegan loðdýramarkað. Meðalverð á íslenskum skinnum hefur verið um 7.500 krónur. Íslensk skinn verða næst boðin upp í Kaupmanna- höfn í júní en þá verða á boðstólum um 40-50 þúsund skinn héðan. Fyrri vandi var heimatilbúinn Björn segir að loðdýrabændur hafi einfaldlega snúið blaðinu við fyrir rúmlega áratug. Greinin hafði á sér slæmt orð hér. „Þetta gátu engir leyst nema við loðdýrabændur sjálfir,“ segir formaðurinn. „Vandi þessarar greinar var í upphafi heimatilbúinn. Hún fór ekki af stað á réttum forsendum heldur til lausnar vanda sauðfjárræktar og byggðaþróunar í landinu. Það var offramleiðsla á dilkakjöti, og raunar mjólkurafurðum líka, á þeim tíma. Þá þótti mönnum tilvalið að fara út í loð- dýrarækt, sem raunar var með fína afkomu annars staðar á þeim tíma. En það var rokið af stað, fólki var att út í þetta og mokað í það peningum en það gleymdist að byggja upp grunn- stoðirnar, fóðurstöðvar, þekkingu og viðhald hennar. Það var ávísun á að dæmið gengi ekki upp þegar á móti færi að blása. Þá var hvorki þekking né grundvöllur fyrir rekstrinum og heldur ekki skilningur á því hvað hafði farið úrskeiðis. Þetta var því orðið ansi dapurt hjá okkur fyrir 10-12 árum þegar við ákváðum að taka okkur tak og endur- skipuleggja greinina. Við fengum mjög góðan ráðunaut, settum okkur mark- mið og fórum að taka til hjá okkur sjálfum. Fóðurverð var alltof hátt og fóður lélegt. Árangurinn er sá að nú eru íslenskir loðdýrabændur, þeir sem þraukuðu þrátt fyrir langvarandi taprekstur, með þeim allra fremstu í heiminum í framleiðslu og fram- leiðsluverðmæti. Við fengum ákveðna hjálp frá stjórnvöldum, sérstaklega í tíð Guðna Ágústssonar sem landbúnaðar- ráðherra, og Framleiðnisjóður studdi okkur alla tíð.“ Árangurinn hefur skilað sér á ótrúlegum hraða „Við horfðum í eigin barm, hvað við værum að gera vitlaust, öðruvísi en loð- dýrabændur annarra þjóða sem gekk vel og reyndum að læra af því. Farið var í mikinn innflutning á erfðaefnum úr dýrum og því höfum við haldið áfram stöðugt í ellefu ár, erum að kaupa það besta frá Danmörku. Það hefur hægt og bítandi fært okkur upp á við. Við aðstoðuðum bændur sem fóru á námskeið bæði hérlendis og erlendis, sóttum sýningar ytra, auk þess sem við fengum hingað ráðunauta og aðra sér- fræðinga. Menn fóru að finna sig betur í þessu og sjá virkilega góð dýr. Það jók sjálfstraustið og eitt leiddi af öðru. Þetta var erfið vinna sem menn fóru í og hafa haldið út af ótrúlegri seiglu og þrautseigju – en árangurinn er nú að skila sér á ótrúlegum hraða. Það þarf að vinna í þessu en maður fær líka borgað fyrir það,“ segir Björn. Framleiðsluverðmæti um 50 milljónir á bú Loðdýrabú í landinu eru nú 21, að sögn formanns Sambands íslenskra loð- dýrabænda. Þau eru aðallega í þremur héruðum, á Suðurlandi, í Skagafirði og Eyjafirði og á Vopnafjarðarsvæðinu. Stakt bú er síðan í Hornafirði. Björn segir að meðalstærð bús sé um 1.700- 1.800 læður og að meðalbú skili um 7 til 8 þúsund skinnum. „Framleiðslu- verðmæti er í kringum 50 milljónir á bú. Heildarverðmætið losar því milljarð á ári og í það stefnir að það hækki eitt- hvað,“ segir Björn en hann reiknar með að á næsta ári bjóði íslenskir loðdýra- bændur fleiri skinn. „Þetta skilar sér í hreinum gjaldeyri, lítið er innflutt til búanna, megnið af kostnaðinum er innlendur og vinna við þau. Þótt búin séu ekki nema 21 eru ársverkin á þeim á milli 30 og 40 og miðað við hefðbundið margfeldi erum við að tala um 80 til 100 störf í landinu. Kínverjar sækja í það sem flott er og fínt „Það er margt í þessari starfsgrein sem er sérstakt. Sjálf stöndum við ekki í neinni markaðssetningu. Það er alger- lega á könnu þeirra sem selja skinnin, þ.e. uppboðshúsanna. Við afhendum þeim bara skinnin. Við fáum um 7.500 krónur fyrir hvert skinn en í sölukostn- Gæði ís- lenskra minka- skinna eru með þeim bestu í heiminum og fyrir þau fæst hærra verð í erlendri mynt en nokkru sinni. Metverð fæst fyrir íslensk minkaskinn Björn Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra loðdýrabænda, með fallegan mink. Gengi íslenskra loðdýra- bænda hefur verið gríðarlega gott að undanförnu. Ljós- myndir/Áskell Þórisson Íslensk skinn hafa verið í þriðja sæti í verði í heiminum á eftir dönskum og norskum en skutu þeim norsku aftur fyrir sig í fyrra. Baráttan er þó hörð á toppnum. Tuttugu og eitt bú hér á landi skilar milljarði í gjaldeyri. Allar aðstæður hérlendis til að tífalda framleiðsluna. Skinnin í stöflum. Kínverjar eru helstu kaupendur. Framhald á næstu opnu 14 fréttaskýring Helgin 15.-17. apríl 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.