Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 42
34 viðhorf Helgin 15.-17. apríl 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda- stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Það hefur verið nokkuð lífseig mýta í eftirhrunsumræðunni að yfirvöld í öðrum löndum hafi gengið hraðar og harðar fram í rannsóknum á meintum glæpum í fjármála- lífinu. Í því sambandi hefur mál Bernards Madoffs meðal annars verið nefnt sem dæmi um hvernig yfirvöld eigi að höndla fjármála- menn sem fara út af sporinu. Í desember 2008, nokkrum mánuðum eftir að villt fall hófst á bandarískum hlutabréfamörk- uðum, handtóku yfirvöld Madoff og ákærðu fyrir alvarleg svik. Í júní árið eftir var hann dæmdur til upptöku á tugum milljóna doll- ara og 150 ára fangelsisvistar. Fannst ýmsum þarna vera komið gott for- dæmi fyrir íslensk yfirvöld um snaggaralega afgreiðslu á rannsóknum og eftir atvikum dómum yfir meintum skúrk- um íslenska bankakerfisins. Hið rétta er þó að meðhöndl- un bandarískra yfirvalda á Madoff er hreint ekki til fyrir- myndar. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar í hartnær áratug um að rekstur Madoffs gæti ekki fræðilega gengið upp, sinntu eftirlits- stofnanir þeim í engu. Reyndar er alls ekki hægt að þakka bandarískum yfirvöldum að upp komst loks um kauða. Það gerðist ekki fyrr en hann játaði fyrir sonum sínum að milljarða-dollara rekstur fjölskyldu- fyrirtækisins væri byggður á tröllvaxnasta píra mídasvindli sögunnar. Daginn eftir til- kynntu þeir um málið til yfirvalda. Fram- haldið var rakið hér að ofan. Mál Madoffs tengist hins vegar ekki hruninu. Svindl hans hafði staðið áratugum saman. Þegar kemur að því að dæma ráðamenn fyrir ólöglegt athæfi við hrunið á fjármála- mörkuðum 2008 eru Íslendingar í reynd framar Bandaríkjamönnum. Hér hefur að minnsta kosti einn hlotið fangelsisdóm: Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu. Í grein sem birtist í New York Times í gær, fimmtudag, kemur fram að ekki einn einasti stjórnandi bandarísks fjármálafyrirtækis hefur hlotið dóm í tengslum við fjármálakreppuna sem brast á 2008. Í grein bandaríska stórblaðsins er rifjað upp að allt annað var uppi á ten- ingnum aldarfjórðungi fyrr þegar um 1.100 bandarískir bankamenn voru ákærðir og yfir 800 enduðu á bak við lás og slá í kjölfar hruns þarlendra fasteignalánafyrirtækja. Í greininni kemur fram að ýmsir fyrrum saksóknarar, lögmenn og starfsmenn fjár- málafyrirtækja telja að yfirvöld hafi ekkert lært af hremmingunum á níunda áratug síðustu aldar. Þvert á móti hafi smám saman verið slakað á eftirliti með fjármálafyrirtækj- um og dregið úr fjárveitingum til stofnana sem því sinntu. Í grunninn var hugmyndin sú að markaðir væru fullfærir um að hafa eftirlit með sjálfum sér. Sú reyndist ekki raunin, eins og við Íslendingar fengum líka dýrkeypta kennslustund í. Þótt margir vilji gera sem minnst úr getu þjóðarinnar til að fást við eftirköst hrunsins eru Íslendingar, þegar upp er staðið, hvorki mikið verri, né skárri en aðrar þjóðir í þeim efnum. Og við virðumst líka vera alveg jafn ónæm fyrir lærdómnum sem hægt er að draga af sögunni. Lærdómur sögunnar Gullfiskaminnið Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Þ Þegar kemur að því að dæma ráðamenn fyrir ólöglegt athæfi við hrunið á fjármálamörkuðum 2008 eru Íslend- ingar í reynd framar Bandaríkjamönnum. Hér hefur að minnsta kosti einn hlotið fangelsisdóm. Útgjöld hins opinbera Rangar áherslur í menntamálum M enntamál eru líklega sá hluti af starfsemi og útgjöldum hins opinbera sem hvað mest áhrif hefur á lífskjör til langs tíma litið. Rangar áherslur hafa áhrif langt inn í framtíðina og langan tíma tekur fyrir leiðréttingar að skila sér út í samfé- lagið. Ekki er hægt að gagnrýna stjórn- völd hér á landi vegna lágra heildar- útgjalda til menntamála, enda verjum við Íslendingar stærri hluta okkar þjóðartekna til menntamála en flestar aðrar þjóðir, meðal annars vegna ungs aldurs þjóðarinnar. En verulega rangar áherslur eru í skiptingu útgjaldanna sem munu óhjákvæmilega skerða sam- keppnishæfni landsins þegar til lengri tíma er litið: Við eyðum of miklum fjármunum í grunnskólastigið en alltof litlum fjármunum í há- skólastigið. Grunnskólinn hér á landi er einn sá dýrasti í OECD en um leið er Ísland eina landið innan OECD þar sem minni fjármunir fara til menntunar hvers háskólanema en grunnskólanema (Heimild: Skýrsla OECD. Education at a glance 2010). Í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við er þetta hlutfall frá tæpum tveimur og upp undir þrjá, það er hver háskólanemi kostar tvöfalt til þrefalt meira á ári en grunnskólaneminn. Miklir fjármunir til grunnskóla hafa ekki skilað sér í sérstökum árangri íslenskra grunnskólanema á alþjóðlegum prófum en litlir fjármunir til háskóla munu, þegar til lengdar lætur, því miður skila sér í síðri menntun en í öðrum löndum. Ísland er líklega eina landið í heim- inum sem brugðist hefur við efnahags- kreppu með því að skera niður nám í tækni- og raunvísindum á háskólastigi langt umfram aðrar greinar. Tækni- og raunvísindi eru ein helsta undirstaða efnahagsframfara hvar sem er í heim- inum og þessi mikli niðurskurður mun hafa bein áhrif á tækniþekkingu og tæknistig í landinu og þar með sam- keppnishæfni okkar meðal þjóða heims. Í þeim löndum þar sem tækni- og efna- hagsframfarir eru mestar átta stjórn- völd sig á samhengi þessara hluta og leggja gríðarlega áherslu á menntun á þessum sviðum. Hér á landi er það ekki raunin. Rangar áherslur með dýrum grunnskólum en fjár- sveltum háskólum eru verk margra ríkisstjórna og okkur Íslendingum virðist erfitt að átta okkur á sam- hengi æðri menntunar og efnahagslegrar velgengni. En sérstakur niðurskurður tækni- og raunvísinda- náms á tímum þegar atvinnulífið kallar eftir auknum fjölda vel menntaðs fólks á því sviði er verk núverandi ríkisstjórnar einnar og sér. Á tyllidögum er oft talað um Íslendinga sem eina best menntuðu þjóð í heimi. Við erum það hins vegar ekki og með núverandi áherslum í menntamálum verðum við því miður langt frá því í framtíðinni. Gunnar Guðni Tómasson forseti tækni- og verkfræði- deildar Háskólans í Reykjavík Fært til bókar Skrautfjöður í stjórnarhattinn Samningur um sölu á starfsemi MP banka á Íslandi og í Litháen var samþykktur á hluthafafundi bankans í vikubyrjun. Nýr eigendahópur tekur við allri starfsemi bankans í þessum tveimur löndum og verður hún áfram rekin undir nafni MP banka, en til stendur að breyta nafni hans í framtíðinni. Eignir í Úkraínu hafa verið aðskildar frá rekstrinum og verða áfram í eigu fyrrverandi hluthafa. Nýir eig- endur leggja inn í bankann 5,5 milljarða króna í nýju hlutafé. Stærsti hluthafinn í bankanum verður Títan fjárfestingarfélag sem er í eigu Skúla Mogensen. Meðal annarra stórra hluthafa eru Joseph C. Lewis, sem m.a. á Tavistock Group, og Rowland-fjölskyldan sem á m.a. Banque Havilland í Lúxemborg. Stjórnarformaður nýrrar stjórnar MP banka er Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra. Fróð- legt verður að fylgjast með þeim grand- vara lögfræðingi, sem ekki er vitað til að hafi mikla reynslu af bankarekstri, fást við hákarla viðskiptalífsins, Joseph C. Lewis og David „Spotty“ Rowland. Í Bretlandi hefur það ver- ið gagnrýnt að ráða menn í stjórnir fyrirtækja með þeim hætti sem nefndur er „Lord on the Board“, en kalla má á því ástkæra ylhýra: Skraut- fjöður í stjórnarhattinn. Joseph C. Lewis hefur áður fjárfest í banka, keypti á sínum tíma 10% hlut í fjárfestingarbankanum Bear Sterns. Sú fjárfesting skilaði litlu enda féll Bear Sterns vegna svokallaðra undirmálslána í bankakreppunni 2008 og var yfirtekinn af JPMorgan Chase. Hlutur í Bear Stern, sem metinn hafði verið á yfir 133 dollara, féll niður í tíu dollara. Það verður því varla jafn rólegt hjá Þorsteini í þessari stjórn og framkvæmdastjórn Hjálparstarfs kirkjunnar þar sem hann er líka formaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.