Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 62
54 tíska Helgin 15.-17. apríl 2011  Kauptu stílinn samantha Rowley Með fjöl- marga aðdáendur á eftir sér Breska leikkonan og fyrirsætan Samantha Rowley er 23 ára og hefur verið þekkt andlit í heimalandi sínu í sex ár. Hún hefur leikið í mörgum raunveruleikaþáttum, kvikmyndum og tekið að sér störf sem fréttastjórnandi hjá virtum sjónvarpsstöðvum í Bretlandi. Hún er mikil gyðja og á fjölmarga aðdáendur sem líta upp til hennar. Hún er alltaf sæt, flott og kann svo sannarlega að klæða sig eftir nýjustu tísku. Sautján, 2.990 kr. Sautján, 7.990 kr. Vila, 7.990 kr. Accessories, 6.649 kr. Fókus, 7.990 kr. Tvíburasysturnar Mary-Kate og Ashley Olsen hafa lagt leiklistina á hilluna og áttað sig á því að tískuheimurinn er móttækilegri fyrir þeirra verkum. Þær eru sannkallaðar tískugyðjur og eiga fjöldann allan af dyggum aðdáendum sem taka upp hvaða tískutrend sem þær fitja upp á. Á síðustu árum hafa þær haldið úti sínu eigin fatamerki og hafa nú ákveðið að taka það skrefinu lengra. Næsta fatalína þeirra mun aðeins verða í boði á net- verslun sem þær hafa stofnað, stylemint.com. Þær verða í beinum tengslum við viðskipta vini sína, svara fyrirspurnum og gefa þeim ráð. Þær segja að þetta muni því auka samskipti þeirra við viðskipta- vinina, stækka kúnnahópinn og gera hann alþjóðlegri. Þetta er ný reynsla fyrir þær og mun endur- spegla ást þeirra á tískunni. Síðan verður opnuð í júní á þessu ári og þá geta íslenskir aðdáendur fjár- fest í hönnun þeirra. Kúnnahópurinn verður alþjóðlegriHitamælirinn Gulur, rauður, grænn og blár. Sumarlitirnir í ár eru virkilega sterkir og áberandi og ekki eru til neinar reglur um það hvaða litir fara saman og hverjir ekki. Allir helstu tískufrömuðir heims á borð við Prada, Gucci og Chanel leyfa litunum að flæða í sumarlínunni 2011. Fyrir ekki svo löngu þótti heldur hallærislegt að vera klæddur gallaefni frá toppi til táar. Þeir tímar eru liðnir og hefur gallaefni aldrei verið eins vinsælt og nú. Þetta tröllríður sumartískunni hvort sem það eru stutt- buxur, jakkar, skyrtur og eða gömlu góðu gallabuxurnar. Það er ekkert fallegra en náttúrulegt hár sem fær að njóta sín. Nú er í lagi að leggja sléttujárnið til hliðar því að krull- urnar og liðirnir eiga að fá að njóta sín. Ekkert er fallegra en hár sem fær að vaxa í allar áttir með sinn náttúrulega lit í fyrirrúmi. Samfestingar hafa hægt og rólega komið sterkir inn með vetrinum en hafa raunverulega ekki náð nægilegri fótfestu. Þetta eru flottar flíkur sem hægt er að nota við fín tækifæri jafnt sem á venjulegum degi. Það reið yfir mikið æði hjá stelpum í vetur að raka af sér hárið öðru hvoru megin á höfðinu. Þetta æði stóð þó stutt. Það krefst nú mikillar þolinmæði að bíða eftir að rakaða hárið nái sídd á ný. Tunnel-eyrnalokkarnir, sem mynda stórt gat í gegnum eyrnasnepilinn, hafa verið vinsælir á síðustu árum en það æði er senn á enda. Þetta var vinsælla hjá strákum heldur en stelpum og var talsvert týpu–bundið. Þegar lokkurinn er fjar- lægður situr ljótt gat eftir og þetta er því ansi mikill vítahringur. Það er tími til kominn að við leggjum augnabrúnalitinn á hilluna. Oflitaðar augnabrúnir eru það hallærislegasta sem um getur og nú þykir flottast leyfa náttúrunni að sjá um mótun þeirra og lit. Það er alllangt síðan litlir pinnahælar nutu vinsælda hér á landi. Enn sér maður þó einstaka par í notkun. Þeir færa mann aftur til aldamóta, þegar þeir nutu sem mestra vinsælda. Tímabært að leggja á hilluna þau pör sem enn eru í notkun og leyfa þeim að hvílast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.