Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Side 67

Fréttatíminn - 15.04.2011, Side 67
Betra brauð með pastaréttinum! Að greinast aftur og aftur og aftur... Að lifa með krabbameini Örráðstefna mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 16:30-18:00 í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Sími 540 1900 www.krabb.is krabb@krabb.is 16:30-16:35 Ráðstefnan sett. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. 16:35-16:45 Af hverju er krabbamein sjúkdómur en ekki dauðadómur? Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. 16:45-17:00 Að reikna með lífinu Gunnhildur Óskarsdóttir lýsir sinni reynslu. 17:00-17:10 Ótuktin Valgeir Skagfjörð og Katla Margrét Þorgeirsdóttir kynna Ótuktina, einleik byggðan á bók Önnu Pálínu Árnadóttur sem fer á svið í Iðnó í lok apríl. 17:10–17:50 Ekki bara að þrauka heldur lifa með krabbameini. Mary Schnack sem greinst hefur 7 sinnum með krabbamein segir frá því hvernig hún hefur sigrað hverja orustuna á fætur annarri. 17:50-18:00 Ráðgjöf, spurningar og svör. Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunar- fræðingur segir frá starfi Ráðgjafar- þjónustu Krabbameinsfélagsins, stuðning- shópum félagsins og svæðafélögum. 18:00-18:30 Kaffi og spjall. Sókn í sextíu ár • 1951-2011 Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis S uðurríkjablúsarinn Pinetop Perkins lést í mars, 97 ára að aldri, en hann átti að baki langan tónlistarferil með þekktum blústón- listarmönnum. „Með dauða hans lokast í rauninni ákveðinn gluggi. Hann var síðasti maður af fyrstu kynslóð blúsmanna og allt sem hann gerði var orgínal. Þegar hann sagði „olræt“ þá var það bara orgínal „olræt“.“ Ragnar Kjartansson sá Perkins fyrst á blúshátíð fyrir tveimur árum og komst í samband við hann fyrir tilstilli Halldórs Bragasonar blús- ara. „Mér þótti algjörlega stórkostlegt að vera í kringum þennan mann og mig hafði lengi langað til að gera verk um tónlistarmann. Ég hef alltaf hrifist af endurtekningunni og hvernig tónlist er endurtekin aftur og aftur. Þessi maður var búinn að endurtaka sömu lögin síðan 1926 enda orðinn þjóðargersemi í Banda- ríkjunum.“ Ragnar bendir á að endurtekningin birtist meðal annars í takti blústónlistar. Í verkinu endurtekur Perkins lög sín og frasa og myndbands- verkið er endurtekið aftur og aftur. Elliglöp Perkins fléttast líka inn í verkið og sýna hvernig hann endurtekur sömu orðin aftur og aftur. Ragnar segir það bæði viðkvæmt og fallegt í senn að verða gamall og missa smám saman tengsl við  lISTIR – RaggI KjaRTanS með myndveRK um blúSgoðSögn Upprunalegt „olræt“ Ragnar Kjartansson frumsýnir myndbandsverk sitt „The Man“ um helgina en það sýnir goðsögn blústónlistarinnar, Pinetop Perkins, spila á píanó á akri utan við Austin í Texas. Blúsarinn Pinetop Perkins er aðalpersóna myndbandsverks Ragnars Kjartans- sonar. Ragnar Kjartansson. veruleikann. „Hann var orðinn svo aldraður að hann lifði í eigin heimi. Hans blúsheimur var mjög heillandi og í raun var hann veru- leikinn á bak við klisjuna. Það var svo stór og mikil saga á bak við þennan mann. Hann sagði mér að hann hefði verið uppgötvaður á bómullarakri, ólæs og skrifandi, af Sonny Boy Williamsson, einum af upphafsmönnum blússins. Svo endaði hann lífið á að fá Grammy - verðlaun, mánuði áður en hann lést.“ Myndverkið „The Man“ verður sýnt sunnudaginn 17. apríl frá kl. 14 til 22 í Bæjarbíói í Hafnarfirði en sýningin er í samvinnu við Gall- erí i8 og Blúshátíð í Reykjavík. thora@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.