Fréttatíminn - 27.05.2011, Page 2
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í maí, hækkaði um
0,94% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis
hækkaði um 0,73% frá apríl, að því er fram kemur hjá
Hagstofunni. Gjöld fyrir heitt vatn og frárennsli hækkuðu
um 10% (vísitöluáhrif 0,20%) og flugfargjöld til útlanda
hækkuðu um 15,5% (0,17%). Kostnaður vegna viðhalds
og viðgerða á húsnæði jókst um 3,7% (0,15%), þar af voru
0,12% áhrif vegna leiðréttingar á vinnulið byggingar-
vísitölu. Þá hækkaði verð á mat og drykkjarvörum um 0,8%
(0,12%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 3,4% og vísitalan án húsnæðis um 3,1%. Undan-
farna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% sem jafngildir 11,2%
verðbólgu á ári (10,3% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis). - jh
11,2%
VíSitala
neySlUVerðS
Ársvísitala miðað
við hækkanir síðustu
þriggja mánaða
Hagsstofa Íslands
Fjölmiðlar Úrslitaleikur meistaradeildar evrópu
k nattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með Fulham í ensku úrvalsdeildinni seinni hluta
nýliðins tímabils, mun hafa í mörg horn að
líta um helgina þótt komið sé sumarfrí í
deildinni. Eiður Smári verður í sérfræðinga-
hópi Sky-sjónvarpsstöðvarinnar í útsendingu
stöðvarinnar í úrslitaleik meistaradeildar
Evrópu á Wembley-leikvanginum í London
á milli Barcelona og Manchester United á
morgun, laugardag.
Eiður Smári verður, ásamt Jamie Redk-
napp, í sérstökum kynningarþætti fyrir leik-
inn á Sky í dag, föstudag, þar sem þeir ræða
liðin, kosti þeirra og galla, leikmenn og stjór-
ana tvo, Alex Ferguson og Pep Guardiola.
Eiður Smári mun síðan vera á hliðarlínunni á
leiknum sjálfum á morgun og koma inn fyrir
leik, í hálfleik og eftir leik.
Þetta er ekki fyrsta verkefnið sem Eiður
Smári tekur að sér fyrir Sky. Hann hefur ver-
ið kallaður til fyrir leiki Barcelona í meistara-
deildinni undanfarin ár enda þekkja fáir liðið
betur en Eiður eftir þriggja ára dvöl hjá því.
Eiður Smári þótti standa sig með glæsibrag
útsendingu Sky á undanúrslitaleik Barcelona
og Real Madrid. Honum var hrósað í hástert
á samskiptasíðunni Twitter enda í þeirri ein-
stöku stöðu að hafa spilað bæði undir stjórn
José Mourinho, þjálfara Real Madrid, og
Pep Guardiola hjá Barcelona.
Að því er Fréttatíminn kemst næst hafa
fleiri sjónvarpsstöðvar í Bretlandi óskað eftir
kröftum Eiðs Smára í tengslum við beinar
útsendingar frá knattspyrnuleikjum. Hann
sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir skömmu
að hann gæti vel hugsað sér að vinna í sjón-
varpi eftir að knattspyrnuferlinum lýkur,
sem væri þó ekki alveg strax.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Eiður Smári sérfræð-
ingur Sky í úrslita-
leiknum á Wembley
eiður Smári Guðjohnsen hefur slegið í gegn sem sérfræðingur hjá Sky-sjónvarpsstöðinni í eng-
landi að undanförnu. Hann verður meðal sérfræðinga stöðvarinnar á stærsta knattspyrnuleik
ársins á morgun, laugardag.
eiður Smári Guðjohnsen hefur slegið í gegn sem fótboltaskýrandi á Sky-sjónvarpsstöðinni. Nordic Photos/Getty Images
Sjónvarps-
maðurinn
Eiður Smári
„Hann kemur vel fyrir.
Hann hefur gríðarlega
reynslu og kunnáttu
á því sem hann er að
fjalla um. Hann er vel
máli farinn og með
góðan húmor. Og svo
skemmir útlitið ekki
fyrir enda töffari þar
á ferð.“
Hilmar Björnsson,
sjónvarpsstjóri
Skjás Golfs
eiður Smári
spilaði með
snillingunum
þremur, Messi,
Xavi og iniesta,
hjá Barcelona
og var á vara-
mannabekknum
þegar Barcelona
vann Manc-
hester United í
úrslitaleiknum
í róm fyrir
tveimur árum.
FyrirtækjasöFnun til stuðnings bændum og bÚaliði
Sárt að sjá fólkið anda að sér rykinu og lömbin deyja
Vel tekið í erindið, segir Guðni Ágústsson sem fer fyrir verkefnisstjórn söfnunarinnar.
„Það er gríðarlega vel tekið í þetta er-
indi. Mönnum þykir sárt að sjá blessað
fólkið anda að sér rykinu og litlu
lömbin deyja. Menn skilja hvað þetta er
mikið tjón,“ segir Guðni Ágústsson,
fyrrverandi ráðherra, sem fer fyrir
fjögurra manna verkefnisstjórn sem
stendur fyrir fyrirtækjasöfnun vegna
Grímsvatnagossins til stuðnings bænd-
um og búaliði sem harðast hefur orðið
úti á öskusvæðinu sunnan Vatnajökuls.
„Margir menn í atvinnulífinu spurðu
mig hvað þeir gætu gert og þá varð
þessi hugmynd til, að stofna átakssjóð.
Við prófuðum þetta á nokkrum fyrir-
tækjum og það voru strax komnar 15-
20 milljónir,“ segir Guðni en söfnunin
fer fram í nánu samstarfi við Samtök
atvinnulífsins. Hann segir að fyrirtæk-
in leggi fram frá eitt hundrað þúsund
krónum upp í milljón, eftir efnum,
stærð og ástæðum. „Þetta er fátækt
sveitarfélag og erfiðleikarnir miklir.“
Reikningur vegna söfnunarinnar
hefur verið stofnaður í Arion banka á
Kirkjubæjarklaustri. Stefnt er að því
að henni verði lokið eigi síðar en við
júnílok svo hægt verði að bregðast sem
fyrst við þeim brýna vanda sem við
blasir.
Þau fyrirtæki sem þegar hafa lagt
málefninu lið eru: Kaupfélag Skagfirð-
inga, Samherji, Ísfélag Vestmannaeyja,
Skinney-Þinganes, N1, KEA, Vinnslu-
stöðin, Mjólkursamsalan, Alcoa-Fjarða-
ál, Kjarnafæði, Þorbjörn, Norðlenska,
Fóðurblandan, Brim, Sláturfélag Suður-
lands, SAH-afurðir, Samkaup, Kaupás,
Bónus og Olís.
Reikning-
ur í Arion
banka á
Kirkju-
bæjar-
klaustri
Guðni Ágústsson, fyrr-
verandi ráðherra, fer fyrir
verkefnisstjórn fyrirtækja-
söfnunarinnar.
Verðbólgan eykst
Gjaldþrotum fjölgar
alls voru 83 fyrirtæki tekin til gjaldþrota-
skipta í apríl síðastliðnum samanborið við
66 fyrirtæki í apríl í fyrra, sem jafngildir
um 26% fjölgun á milli ára, að því er fram
kemur hjá Hagstofu íslands. eftir bálkum
atvinnugreina voru flest gjaldþrot í fjár-
mála- og vátryggingastarfsemi. Fyrstu 4
mánuði ársins 2011 er fjöldi gjaldþrota 519
sem er um 44% aukning frá sama tímabili
árið 2010 þegar 360 fyrirtæki voru tekin
til gjaldþrotaskipta. en ný fyrirtæki koma
í stað þeirra sem fara í þrot. í nýliðnum
apríl voru skráð 145 ný einkahlutafélög
samanborið við 119 einkahlutafélög í apríl
2010, sem jafngildir um 22% fjölgun á
milli ára. eftir bálkum atvinnugreina voru
flest einkahlutafélög skráð í Heild- og
smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum
ökutækjum. Heildarfjöldi nýskráðra einka-
hlutafélaga er 588 fyrstu 4 mánuði ársins
og eru nýskráningar jafn margar og á
sama tímabili árið 2010. -jh
Fá kröfurnar gerðar
upp með hlutafé í n1
Samþykki allra kröfuhafa sem eiga
skuldabréf í skuldabréfaflokknum ESSO
0511 liggur fyrir um að þeir fái kröfur sínar
gerðar upp með hlutafé í n1 hf., að því
er fram kemur í kauphallartilkynningu.
„Framangreint samkomulag lánardrottna
n1 hf. gerir meðal annars ráð fyrir að
lánardrottnar taki yfir rekstur N1 hf sem
lið í uppgjöri á skuldum n1 hf. og Umtaks
fasteignafélags ehf.,“ segir enn fremur.
„lánardrottnar skuldbinda sig til þess að
breyta stórum hluta krafna sinna í hlutafé
og styrkja þannig efnahag n1 hf. reiknað
er með að vinnu við fjárhagslega endur-
skipulagningu ljúki formlega á miðju þessu
ári og frestast útgáfa ársreiknings vegna
rekstrarársins 2010 þar til í lok júní af
þessum sökum.“ -jh
Bók Björns um
Baugsmálið komin út
Fá mál hafa verið umtalaðri hér en svo-
kallað Baugsmál sem hófst með kæru Jóns
Geralds Sullenbergers til lögreglu sumarið
2002 og síðan húsleit í höfuðstöðvum
Baugs í ágúst það ár. Björn Bjarnason,
fyrrverandi ráðherra, rekur sögu þessa
umtalaða máls sem stóð næstu árin í
nýútkominni bók, Rosabaugur yfir Íslandi,
en í aðfararorðum höfundar segir að við
varnir í málinu hafi verið gripið til aðferða
sem séu einstæðar í íslenskri- stjórn-
mála- og fjölmiðlasögu.
„Viðskiptalíf og stjórnmál
samþættust og valda-
baráttan var harðskeytt,”
segir m.a. á bókarkápu
um innihald bókarinnar sem
spannar mikið umrót í
íslensku samfélagi árin
2002 til 2008. -jh
2 fréttir Helgin 27.-29. maí 2011