Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 4
Spá OECD í takt við aðrar spár Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) reiknar nú með því að landsframleiðsla hér á landi komi til með að vaxa að raungildi um 2,2% í ár og 2,9% á næsta ári. Er stofnunin þar með bjartsýnni en hún var í nóvember, en þá spáði hún 1,5% hagvexti í ár og 2,6% árið 2012. Þessi spá OECD kemur Greiningardeild Íslandsbanka ekki á óvart enda í takt við aðrar nýlegar spár. Má þar nefna spár Seðlabankans, Hagstofunnar og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, en þær spá allar 2,3% hagvexti í ár og 2,9% vexti á næsta ári. OECD væntir þess að hagvöxturinn hér verði drifinn áfram af fjárfestingu í orkufrekum iðnaði, auk þess sem stofnunin reiknar með því að einkaneyslan styrkist. Að mati OECD verður atvinnuleysi hér á landi 7,0% í ár og svo 5,8% á næsta ári. Ljóst er að stofnunin horfir nú mun bjartari augum á vinnumarkaðinn hér á landi þar sem í nóvember voru þessar tölur 8,1% og 7,5%, segir Greiningin. Líkt og aðrar stofnanir reiknar OECD með því að verðbólgan hér á landi verði minni nú í ár en í fyrra, eða um 2,7% á móti 5,4%. Árið 2012 reiknar hún með 2,6% verðbólgu. Þar með hefur stofnunin hækkað nokkuð verðbólguspá sína frá því í nóvember á síðasta ári en þá spáði hún að verðbólgan yrði um 1,8% í ár og svo 1,6% árið 2012. -jh lengra geymsl uþol nú með tappa Ljúengar uppskriftir með matreiðslurjóma er að nna á www.gottimatinn.is 2,2% Aukning LAnds- frAMLEiðsLu Spá fyrir 2011 OECD ÍsAL-deila til ríkissáttasemjara sex verkalýðsfélög hafa vísað kjaradeilu sinni við ÍSAL til ríkissáttasemjara. félögin eru Verkalýðsfélagið Hlíf, Rafiðnaðarsam- band Íslands, Félag iðn- og tæknigreina, MATVÍS, VM og VR, að því er Ríkisútvarp- ið greinir frá. starfsmenn innan raða allra félaga vinna hjá ÍSAL og snýr kjaradeilan að kaupi og kjörum þeirra starfsmanna. -jh Verkalýðsfélögin samþykkja með miklum meirihluta Verkalýðsfélögin hafa samþykkt nýgerða samninga með miklum meirihluta en Samtök atvinnulífsins hafa þegar sam- þykkt samningana. Flóabandalagið, Félag bókagerðarmanna og Drífandi í Vest- mannaeyjum urðu fyrstu félögin til að skila niðurstöðum úr kosningum um nýja kjara- samninga ASÍ og SA. 86 prósent þeirra sem kusu greiddu atkvæði með samningi Flóabandalagsins og 89,4% prósent studdu samning Félags bókagerðarmanna. Alls greiddu 305 bókagerðarmenn atkvæði af 769 á kjörskrá. 89,4% sögðu já, 10,6% nei og 13 atkvæði voru auð og ógild. Þá samþykktu félagar í Drífanda sinn samning með 70 prósentum atkvæða. -jh Áverkar á konunni ekki eftir hálstak Maður á sextugsaldri, sem grunaður var um að hafa veitt sambýliskonu sinni banvæna áverka, hefur verið látinn laus úr varðhaldi, að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins. Lögreglan var hinn 15. maí síðastliðinn kölluð að húsi í reykjavík þar sem konan fannst. Hún var endurlífguð og flutt á slysadeild, þar sem henni var haldið sofandi í öndunarvél. Hún komst aldrei til meðvitundar og lést fimm dögum síðar. sambýlismaðurinn hringdi sjálfur eftir aðstoð lögreglu og var handtekinn á vett- vangi, grunaður um að hafa veitt konunni alvarlega áverka með hálstaki. Hann var undir áhrifum áfengis og vímuefna og bar við minnisleysi um það sem hafði gerst, að því er fram kemur í fréttinni. „Bráðabirgðaniðurstaða krufningar hefur leitt í ljós að áverkarnir voru ekki eftir háls- tak og urðu konunni líklega ekki að bana. Lögreglan taldi því ekki ástæðu til að halda honum lengur. Hún bíður nú lokaniður- stöðu krufningar,“ segir enn fremur. -jh CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Peysuveður Líttu vel út án þess að sjúga stöðugt upp í nefið. Dálítil rigning í flEStum lanDShlutum, En þá Einkum Sunnantil. rOfar til SíðDEgiS höfuðbOrgarSvæðið: rigning frAMAn Af dEgi En sÍðAn sMÁskúrir. frEmur vætuSamt vErður auStan- lanDS, SmáSkúrir annarS Og Sólríkt SuðvEStan- vEStanlanDS. höfuðbOrgarSvæðið: fÍnAstA VEður, Hægur Vindur sóL MEð köfLuM og HLýn- Andi VEður. áfram rigning um auStanvErt lanDið Og ákvEðinn vinDur. hElDur kólnanDi. höfuðbOrgarSvæðið: LEngst Af LéttskýjAð. BLÁstur ÞEgAr LÍður Á dAginn, En sæMiLEgA HLýtt. þurfum helst mikla rigningu sunnanlands Á öskusvæðinum þurfum við góða skolun. svo virðist sem að þessu sinni rætist ósk okkar. Úrkomuskil fara yfir landið í dag með vætu í flestum landshlutum og mest suðaustanlands. Á morgun verður vindur A-lægur, áfram væta austan- og suðaustanlands, en birtir upp vestanlands. snýst í nokkuð ákveðna nA-átt á sunnudag með áframhaldandi rigningu norðaustan- og austanlands. jafnvel snjókoma til fjalla undir kvöldið. Það er svo sem enginn hiti sem heitið getur um helgina, helst að það nái 10 stigum þar sem sólin fær að skína. 8 6 7 5 6 10 7 8 5 8 9 5 6 4 8 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Föstudagur laugardagur sunnudagurveður Þ etta veldur okkur miklum áhyggjum. Það er óhætt að segja það,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um þá gríðar-legu aukningu sem orðið hefur á milli ára í sýkingum og HIV-smiti sprautufíkla. Að sögn Haraldar er um að ræða aukningu sem hófst á árinu 2007. „Þetta hefur verið stigvaxandi vandamál og við sjáum það núna að um er að ræða hópsýkingu á meðal fíkniefna- neytenda. Ég held að það sé ekki hægt að tala um neitt annað en það,“ segir Haraldur. Spurður um ástæður þessarar aukningar segir Haraldur að þetta tengist að öllum líkindum aukinni neyslu á rítalíni. „Fólk sem notar rítalín sprautar sig oft því áhrif efnisins virðast fara hratt úr líkam- anum. Það virðist gæta kæruleysis á meðal þessara neytenda varð- andi notkun á sprautum og lítið er spáð í hvort þær séu notaðar eða nýjar. Þetta er stærsta vandamálið og grafalvarlegt,” segir Haraldur og bætir því við að það sé hans ósk og fleiri að losna við rítalín af götunni. „Það fer mikil vinna í að reyna að finna lausnir á þessum vanda með rítalínið. Við erum stöðugt að reyna að finna leiðir til að gera aðgengi að lyfinu erfiðara. Ein hugmyndin sem kom upp er að eingöngu verði hægt að nálgast lyfið á Landspítalanum. Það er verið að skoða þá hugmynd,“ segir Haraldur en auk þess hefur fjöldi þeirra lækna sem hefur leyfi til að skrifa upp á rítalín verið takmark- aður mjög. óskar hrafn þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  Heilbrigðismál sýkingar sprautufíkla HIV-faraldur á meðal rítalínfíkla sóttvarnalæknir segir útbreiðslu rítalíns mikið áhyggjuefni og að allar leiðir séu skoðaðar til að stemma stigu við auðveldu aðgengi að efninu. haraldur briem sótt- varnalæknir. Ljósmynd/Hari fjöldi fíkniefna- neytenda með hiv- smit 2007 6 2008 0 2009 5 2010 10 2011 10* * allir HiV smitaðir á árinu, meirihluti fíkniefnaneytendur. læknadóp í kastljósi jóhannes kr. kristjánsson, sem missti dóttur sína úr of stórum skammti af morfíni fyrir ári, hefur unnið að frétta- skýringu um læknadóp sem birt var í kastljósi í þessari viku. Þar var varpað ljósi á þá hættu sem steðjar að ís- lenskum ungmennum í formi læknadóps og það eftirlitsleysi sem ríkir á meðal yfirvalda. Hverjir smita? Vangaveltur hafa verið um hvernig þessi gríðarlega aukning smits og sýkinga meðal sprautufíkla er tilkomin. Ein kenningin er að ein- hverjir smitaðir einstaklingar smiti aðra viljandi. Haraldur Briem segir nær ómögulegt að sanna það vegna minnisleysis sjúklinganna. „Þeir læknar sem sinna þessu fólki reyna alltaf að rekja hvaðan smitið kemur. fólk man hins vegar flest ekki neitt þannig að það er ómögulegt að segja til um hvort sú kenning er rétt. En hún hefur verið skoðuð.“ 4 fréttir Helgin 27.-29. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.