Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Page 10

Fréttatíminn - 27.05.2011, Page 10
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Vinaverkefnið í Skagafirði verðlaunað Al-Anon 60 ára Al-Anon-samtökin eru sextug um þessar mundir en þau voru stofnuð í New York í maí árið 1951. Al-Anon eru opin samtök jafningja, sem bjóða velkomna aðstand- endur alkóhólista. Í tilkynningu frá samtök- unum kemur fram að stofnfélagar hafi ekki verið margir en í dag fagna tugmilljónir félaga um allan heim þessum tímamótum samtakanna. Hér er fjöldi þeirra Al-Anon- félaga sem sækja fundi vikulega vel á annað þúsund talsins. Al-Anon-deildir eru fjölmargar um allt land. Í tilefni af þessum tímamótum bjóða Al-Anon-samtökin almenningi að gleðjast með sér á opnum fundi laugardaginn 28. maí að Héðinsgötu 1-3, 105 Reykjavík, kl. 14-17. Á fundinum deila tveir Al-Anon-félagar reynslu sinni, styrk og von af Al-Anon-bataleiðinni. Enn fremur segja tveir félagar frá því hvernig erfðavenjurnar hafa hjálpað þeim í sam- tökunum og í lífinu. Milli þessara atriða verður boðið upp á lifandi tónlist. -jh Næsta skref snýst um að selja lífeyrissjóðum löng verðtryggð ríkisbréf gegn greiðslu í gjaldeyri. Vinaverkefnið í Skagafirði hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2011 á þriðjudag- inn. Verkefnið er samstarfsverkefni leik-, grunn- og framhaldsskóla í Skagafirði, frístundadeildar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, íþróttahreyfingar- innar og foreldra í Skagafirði. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin. Auk Foreldraverðlaunanna sjálfra voru veitt hvatningarverðlaun og dugnaðarforkaverðlaun. Hvatningarverðlaun 2011 hlaut Foreldrafélagið Örkin hans Nóa, leikskólanum Nóaborg, fyrir framúrskarandi gott foreldrasamstarf. Dugnaðar- forkaverðlaun 2011 voru veitt til Þórólfs Sigjónssonar og Guðnýjar Vésteinsdótt- ur, foreldra barna í Hallormsstaðaskóla, fyrir sjálfboðaliðastarf á tímum fjárskorts, og öfluga og virka þátttöku foreldra í skólastarfinu. -jh  Seðlabankinn býðSt til að kaupa 15 milljarða af krónueigendum Fyrsta skrefið stigið til afnáms gjaldeyrishafta Greiðsla í erlendum gjaldeyri til erlendra krónueigenda og þeirra innlendu aðila sem átt hafa krónur í erlendum bönkum. Mynd er að komast á fyrsta skref í af- námi gjaldeyrishafta samkvæmt þeirri áætlun sem kynnt var fyrir tveimur mánuðum. Seðlabankinn hefur tilkynnt um útboð þar sem bankinn býðst til að kaupa 15 milljarða króna af erlendum krónueigendum, og þeim innlendu aðilum sem hafa átt íslenskar krónur í erlendum bönkum samfellt frá 28. nóvember 2008, gegn greiðslu í erlend- um gjaldeyri. Markmið þessara fyrstu aðgerða í fyrri áfanga áætlunarinnar um losun gjaldeyrishafta er að stuðla að því að fjárfestar geti selt krónueignir sínar með skipulögðum hætti ef þeir svo kjósa, segir í tilkynningu Seðlabankans. Útboðið verður með þeim hætti, að sögn Greiningar Íslandsbanka, að þeir sem fá samþykkt tilboð sín fá þau kjör sem tilboðið hljóðaði upp á, öfugt við „eitt verð fyrir alla“ tilboðafyrirkomu- lagið sem verið hefur. Útboðið fer fram 7. júní. Niðurstaða þess liggur því fyrir við næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans, 15. júní. „Ekkert liggur fyrir um seinni legg þessa fyrsta skrefs í afnámi gjaldeyris- hafta. Sá leggur snýst um að selja líf- eyrissjóðum löng verðtryggð ríkisbréf gegn greiðslu í gjaldeyri,“ segir Grein- ingin enn fremur, en að mati hennar er lykilatriði að einhver mynd komist fyrr en síðar á þann hluta þessa fyrsta skrefs sem snýr að lífeyrissjóðunum. Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 759 milljörðum króna í apríl en bróðurpart- ur hans er tekinn að láni.  HeilbrigðiSmál rannSókn á HeilSutengdum lífSgæðum Skoðar aðgengi og notkun Lektor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri vinnur að rannsókn um heilsutengd lífsgæði og hefur sent 4.500 manns spurningalista. a ðgengi að og notkun á heil-brigðiskerfinu og reynsla þeirra sem þangað leita vegna langvinnra verkja hafa lítið sem ekkert verið rannsökuð hér á landi. Einnig hefur lítið sem ekk- ert verið rannsakað hvaða þættir hafa áhrif á það hvort og hvernig einstaklingar með langvinna verki leita til heilbrigðiskerfisins vegna þeirra. Þekkt er að margir ein- staklingar með langvinna verki hafa leitað til margra ólíkra með- ferðaraðila án þess að meðferð hafi borið árangur. Þess vegna er mikil- vægt að rannsaka þessa þætti til að meta þjónustuna og koma auga á það sem betur má fara,“ segir Þor- björg Jónsdóttir, lektor við hjúkr- unarfræðideild Háskólans á Akur- eyri, sem vinnur nú að rannsókn á heilustengdum lífsgæðum meðal almennings í tengslum við doktors- verkefni sitt í Háskóla Íslands. Þorbjörg segir að tilgangur rann- sóknarinnar sé tvíþættur; annars vegar að skoða heilsutengd lífs- gæði, aðgengi að og notkun á heil- brigðisþjónustu meðal almennings á Íslandi, og hins vegar að skoða algengi langvinnra verkja, og notk- un á heilbrigðisþjónustu vegna þeirra ásamt reynslu einstaklinga með langvinna verki af samskipt- um sínum við fagfólk í heilbrigðis- þjónustu. Sendur hefur verið út spurninga- listi til 4.500 einstaklinga sam- kvæmt slembiúrtaki úr þjóðskrá. Í þessari viku var send út önnur áminning til þeirra sem ekki hafa svarað og vonast Þorbjörg eftir því að sem flestir svari – það sé í þágu rannsóknarinnar. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Þorbjörg Jónsdóttir vonast eftir góðri svörun við spurningalista sínum. Ljósmynd/ Birgir Guðmundsson 10 fréttir Helgin 27.-29. maí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.