Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 27.05.2011, Qupperneq 16
ekki í málinu. Í bók Sigmundar kemur fram að soppur hafi verið þekkt orð um knött í íslensku máli allt frá 17. öld. Soppleik er einnig að finna í Guðbrandsbiblíu sem ein- hvers konar knattleik. Í Ísafold árið 1918 mátti lesa þessa klausu: „Leik- vang vill einn af okkar málhögu mönnum kalla íþróttavöllinn. Sá hinn sami bendir á, að fyrrum heiti á knattspyrnu væri soppleikur og héti knötturinn þá leiksoppur.“ Aldarlöng saga Íslandsmóts- ins er rakin af mikilli íþrótt í bók Sigmundar, þ.e. frá árinu 1912 til 1964, en í upphafi er sérstakur kafli um forsöguna frá 1870 til 1911. Að- stæður voru frumstæðar sem má sjá af því að marksúlur KR-inga um aldamótin voru hreyfanlegar og geymdar heima og þversláin var úr snæri. Þá kom það fyrir að stöðva þurfti æfingar á Melunum vegna umferðar hestvagna. Bogi Ólafs- son, einn stofnenda Fram, lánaði félaginu andvirði fyrsta boltans og bauðst til að blása út boltann hvenær sem væri svo ekki þyrfti að leggja út fyrir fótboltapumpu. Vart þarf að taka fram að knettir þessa tíma voru reimaðir. Síðara bindi sögu Íslandsmótsins kemur út í nóvember næstkomandi, nánar tiltekið 11. 11. árið 2011 og stefnir höfundur á að kynna það fjöl- miðlum klukkan 11.11 þann ágæta dag. Aðalatriðið að fá nöfn með öllum myndunum „Ég var byrjaður að viða að mér þessu efni þegar ég hætti hjá Morg- unblaðinu fyrir þremur árum,“ segir Sigmundur sem allir áhugamenn um íþróttafréttir þekkja af upphafs- stöfum nafns hans, SOS. Sigmundur stjórnaði íþróttadeildum þriggja dagblaða allt frá árinu 1971. Hann hóf störf á Tímanum, var síðan á DV og loks á Morgunblaðinu. „Það tók mig þrjú ár að vinna fyrra bindið, safna efni og eltast við myndir,“ segir Sigmundur en hann vinnur nú að gerð síðara bindisins. „Ég heimsótti ættingja gamalla leikmanna, dætur og syni, og fann hjá þeim myndir. Þá lá ég í Þjóðar- bókhlöðunni og grúskaði í gömlum skýrslum, sótti heim Borgarskjala- safn Reykjavíkur og sótti efni í hin og þessi blöð,“ segir Sigmundur. Síðan var það eltingarleikurinn við myndirnar. „Aðalatriðið er að fá nöfn með öllum myndunum. Það er ekkert gaman að birta þær nema nöfn fylgi. Í mörgum bókum er sagt að hinn eða þessi sé óþekktur. Ég hef aldrei vitað til þess að nokkur óþekktur leikmaður hafi spilað með KR,“ segir Sigmundur. Hann nefnir sem dæmi mynd í bókinni þar sem sjá má saman á mynd leikmenn KR og Fram í fyrrgreindum fyrsta opin- bera kappleik hér á landi. Vitað var um nöfn leikmanna Fram en ekki KR. Myndin hafði birst í bókum án þessara mikilvægu upplýsinga, m.a. í sögu Fram, KR og hjá KSÍ. Það var ekki fyrr en við grúsk í gömlum Fram-blöðum, sem afi Sigmundar átti, að hann fann myndina með öllum nöfnunum. „Ég fór strax með nafnalistann til gamals KR-ings og hann sagði: Það er rétt, þetta eru mennirnir,“ segir Sigmundur. Til eru bækur um sögu gömlu Reykjavíkurliðanna, KR, Víkings, Fram og Vals, sem öll hafa náð aldarafmæli, og sum vel það, en Sig- mundur segist kafa mun dýpra en gert er í þeim bókum auk þess sem hann einbeiti sér að knattspyrnunni í sögu þessara félaga. „Þær bækur eru ekki tæmandi. Ég fylli því í mik- ið af eyðum sem vantaði, ekki síst með myndunum sem margar eru úr einkasöfnum og hafa ekki birst áður opinberlega.“ Sigmundur segir að við sama vanda sé að etja við gerð síðara bindis sögu Íslandsmótsins í knatt- spyrnu, þ.e. myndasöfnun. Þótt styttra sé um liðið hafi ljósmyndarar og fjölmiðlar hvorki geymt myndir né filmur nógu vel. Heilu pokunum hafi verið hent. Mikil vinna sé því í þeirri söfnun, m.a. á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar sem Sigmundur segist m.a. hafa farið í gegnum heilu filmuhrúgurnar. Sér hafi verið vel tekið þar vegna sérþekkingar sinn- ar. „Það munar um hvert ár,“ segir Sigmundur, „ef nöfnin liggja ekki fyrir eru myndirnar ónýtar.“ Í þessari miklu samantekt ætlaði Sigmundur einnig að vera með kvennadeild knattspyrnunnar en hefur horfið frá því. „Það er mitt mat,“ segir hann, „að betra sé að taka kvennaknattspyrnuna sér, Íslandsmótið og landsliðið í eina myndarlega bók. Það er meiri sómi að því en að reyna að skera hana niður með karlaboltanum.“ Varðveisla minninganna „Bókin mín á að lífga upp á minnið hjá leikmönnum og knattspyrnuunn- endum,“ segir Sigmundur og nefnir litla sögu af Gunnari Felixsyni, leikmanni KR, sem síðar varð for- stjóri tryggingafélagsins TM. Gunn- ar var eitt sinn staddur í sjávarþorpi vegna tryggingamáls í sambandi við skip en það var ekki trygginga- félagsforstjórinn sem menn sáu í Gunnari heldur knattspyrnukapp- inn. „Ert þú ekki Gunnar Felixson sem spilaði með KR og Þórólfi Beck?“ var spurt. Skipið var látið liggja milli hluta. „Ég gerði mér þá grein fyrir, að menn eiga að varð- veita betur minningarnar um íþrótt- irnar, þannig að það sé hægt að taka þátt í umræðum og svara spurning- um skammlaust,“ hefur Sigmundur eftir Gunnari. „Þessi litla saga segir hvað það getur verið dýrmætt að muna og virða það sem menn hafa upplifað með félögum sínum og samherjum,“ segir Sigmundur. Fjórir jafnfætis og sá fimmti upp að hlið þeirra Það er mat hins reynda íþróttafrétta- manns að í íslenskri knattspyrnu- sögu standi fjórir knattspyrnumenn jafnfætis sem þeir bestu og sá fimmti og yngsti í hópnum hafi nálg- ast þá og komist upp að hlið þeirra, þ.e. Albert Guðmundsson, Rík- harður Jónsson, Þórólfur Beck, Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is F ram og KR eru enn í fremstu röð íslenskra knattspyrnuliða en þessi lið léku fyrsta opinbera kappleikinn á landinu fyrir rétt tæpri öld, 20. júní árið 1911. Knattspyrna hér á landi á þó rætur að rekja allt aftur til ársins 1870, eins og fram kemur í fyrra bindi 100 ára sögu Ís- landsmótsins í knattspyrnu, eftir hinn kunna íþrótta- fréttamann, Sigmund Ó. Steinarsson. Soppleikur Í frásögn blaðsins Eimreiðarinnar af þessum aldar- gamla leik Fram og KR, sem þá hét raunar Fótboltafélag Reykjavíkur, kemur fram að kappar félag- anna ráku soppinn af mikilli snilld, ekki síst ungir sveinar Fram sem voru miklu þolnari en þeir stóru í Fótbolta- félaginu og unnu að lokum frægan sigur. Soppur var nýyrði fyrir knött eða bolta en festist Þversláin var úr snæri.  knattspyrna Hundraðasta Íslandsmótið er nýHaFið Kappar Fram og KR ráku soppinn af mikilli snilld Leiksoppurinn heitir nú einfaldlega bolti og gegnir grundvallarhlutverki í knattspyrnunni, eða sopp- leiknum. Fyrra bindi um 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu, eftir Sigmund Ó. Steinarsson, var að koma út og það síðara er væntanlegt í haust. Tryggvi Magnússon, Fram, einn fjölhæfasti íþróttamaður Íslands, með knöttinn (soppinn) og níu af tíu Íslands- meistarapeninga sem hann vann sér inn á árunum 1913-1925. Þórólfur Beck, miðherji KR, skorar hér eitt þriggja marka sinna gegn Keflavík 1960, 8:1 – sendir knöttinn fram hjá Heimi Stígssyni, markverði Keflavíkur. Þór- ólfur setti glæsilegt markamet í efstu deild 1958-1961 er hann skoraði 46 mörk í 32 deildarleikjum. Met sem verður eflaust aldrei slegið. Hann skoraði mark í 26 af 32 leikjum sem hann lék og hann setti mark í 15 leikjum í röð, sem hann lék. Jón Sigurðsson, formaður KSÍ, afhendir Ríkharði Jónssyni Íslandsbikar- inn 1951 á Melavellinum. Skagamenn urðu þá fyrstir til að fara með bikarinn út fyrir bæjarmörk Reykjavíkur. Ríkharður Jónsson, knattspyrnukappi frá Akranesi, og bókar- höfundur, Sigmundur Ó. Steinarsson. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Steypugljái á stéttina í sumar SUPERSEAL TOP COAT 16 bækur Helgin 27.-29. maí 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.