Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 21
Nýtt á Íslandi Brúnt pallaefni Kynningartilboð um helgina 27 x 95 mm Brúnt gagnvarið efni Tilbúið til notkunar. Ekki nauðsynlegt að mála strax. Sömu gæði gagnvarnar og áður. Betri grunnur fyrir dökka liti. 259 kr/lm 61 SUMAR Í GARÐINUM Handbók 2011-2 012 Handbókin er komin út OMEGA gasgrill að verðmæti 25.600 kr. fylgja pallaefni fyrir 100.000 kr. eða meira. Frábær kaupauki með pallinum! F A B R IK A N OSTAVEISLA FRÁ MS Stóri Dímon Hvít- og blámygluostur. Þéttur ost- ur þar sem myglan er einnig inni í ostinum. Milt og rjómakennt bragð. Langt eftirbragð. Ómissandi ostur hjá öllum ostaaðdáendum. Einn af stóru ostunum frá MS. Fylltir ostar Gullostur fylltur með rommlegnum rúsínum, þurrkuðum apríkósum og sultuðum fíkjum. Síðan er sætu apríkósumauki smurt yfir ostinn. Stóri Dímon fylltur með fersku basil, grilluðu eggaldini og ofn- eða sól-þurrkuðum tómötum. Pinnum með ferskum tómötum, basil og steyptum ítölskum osti er síðan stungið ofan í ostinn. Dala-brie með gráðaostafyllingu, þ.e. 2 msk. af stöppuðum gráðaosti ásamt 2 msk. af mascarpone-osti. Skreytið ostinn með pekanhnetum og hellið síðan hunangi yfir. Ostasamlokur ·Með bræddum Óðalsosti, skinku, sætu sinnepi, basil og papriku. ·Með heitum camembert, hálfum rauðum vínberjum, fínsöxuðu rósmaríni og svörtum pipar. ·Með Dala-Yrju, eggaldini og hráskinku, sýrðum rjóma og basil. Ostasnittur ·Með salati, krydduðu mangó, stórri ostsneið, Dalahring, tveimur risarækjum, límónu og kóríander ·Með sól- eða ofnþurrkuðum tómat, grillaðri papriku, ólífu, basillaufi, hráskinku og sneið af Dalahring. ·Með salati, sneið af hvítum Kastala, grillaðri papriku og grilluðu eggaldini. Ostabakki - à la franskur Dalahringur, steyptur piparostur, gráðaostur, kryddaður Havarti, hvítur Kastali og Stóri Dímon. Undirstaðan á þessum ostabakka eru ferskir ávextir, gott og frekar gróft brauð, hunang, hnetur, ávaxta- mauk og portvín. Það er um að gera að prófa sig áfram með hina ýmsu osta og bragðsamsetningar. Aníta Briem Aníta fæddist 29. maí árið 1982 og verður því 29 ára á sunnu- daginn. Hún var níu ára þegar hún steig sín fyrstu skref sem leikkona í Þjóðleikhúsinu en þar lék hún í uppfærslum á borð við Emil í Kattholti, Kardimommu- bænum, Fiðlaranum á þakinu og Óskastjörnunni. Hún menntaði sig í list sinni á Englandi og útskrifaðist frá Royal Academy of Dramatic Art í London árið 2004. Aníta hefur komið víða við eftir að hún útskrifaðist. Árið 2006 lék hún á móti Þresti Leó Gunnarssyni í spennumynd- inni Köld slóð. Þar lék hún unga blaða- konu sem var kollega sínum innan handar í hremmingum hans úti á landi. Árið 2008 fékk hún stórt tækifæri þegar hún kom fyrir augu heimsbyggðarinnar í ævintýramynd- inni Journey to the Center of the Earth þar sem hún lék á móti Brendan Frasier. Myndin var byggð á þekktri sögu Jules Verne sem Íslendingar kannast best við undir heitinu Leyndar- dómar Snæfellsjökuls. Ævintýra- ferðin hófst einmitt á jöklinum og Aníta lék „Hannah Ásgeirs- son“, íslenskan leiðsögumann aðalsöguhetjunnar. Aníta hefur einnig látið til sín taka í sjónvarpi. Árið 2008 birt- ist hún í gervi Jane Seymour, þriðju drottningar hins alræmda Hinriks VIII, í öðrum árgangi sjónvarps- þáttanna The Tudors. Aníta hætti í þátt- unum undir lok tímabilsins og í þriðja árgangi kom leikkonan Annabelle Wallis í hennar stað. Þá lék Aníta í sjö þáttum bandarísku glæpa- þáttaraðarinnar The Evidence árið 2006 en framleiðslu þeirra var hætt fljótlega. The Evidence voru sýndir á Skjá einum og The Tudors á Stöð 2 og óhætt er að segja að þættirnir hafi ekki síst vakið athygli hér heima fyrir þátt Anítu í þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.