Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Side 24

Fréttatíminn - 27.05.2011, Side 24
E f við horfum á þróun í geðlæknismeðferð síðustu 40 til 50 ár þá tel ég líklegt að við spörum rými sem svarar tveimur til þremur Nor- dica-hótelum, með geðlyfjanotkun. Við erum að spara milljarða í beinhörðum peningum og gefum fólki tækifæri til að taka virkan þátt í vinnu og heimilis- lífi með lyfjameðferð,“ segir Krist- inn Tómasson og bendir á að það séu fjölmargar hliðar á tauga- og geð- lyfjanotkun Íslendinga. Gagnrýni á lyfjanotkun landans sé ekki öll byggð á staðreyndum. Vitum að lyfin gera gagn En hvað segir Kristinn, er ekki ástæða til að setja spurningarmerki við uppá- skriftir lækna á þessum lyfjum þegar notkun þeirra er miklu meiri hér en hjá þjóðunum sem við berum okkur oftast saman við? „Við vitum ekki annað en að lyfin geri gagn og þá er notkun þeirra já- kvæð. Það getur enginn sagt að lyfjanotkunin sé, á heildina litið, slæm. Hins vegar þyrfti að kanna gagnsemi lyfjanna rækilega en það gildir um aðra lyfjaflokka líka,“ segir Kristinn. Hverju svarar hann gagnrýni um að geðlæknar séu of gjarnir á að skrifa upp á geðlyf? „Þorri almennra geðlyfja kemur reyndar frá heimilislæknum. En ég tel að við geðlæknar höfum ekki verið nógu duglegir að flagga ástæðum fyrir aukinni lyfjanotkun. Núorðið er miklu meira úrval af lyfjum sem gerir fólki kleift að ganga til venjulegra starfa og vera þátttakendur í samfélaginu. Árangurinn er sjáanlegur öllum þeim sem þekkja til þessarar breytingar. Fyrir tveimur áratugum voru auka- verkanir vegna lyfja miklar og því erf- itt fyrir fólk að lifa venjuleg lífi í slíkri meðferð. Geðlæknar hafa áhyggjur af því þegar geðlyf eru kölluð ýmsum nöfnum. Umræðan er viðkvæm og getur truflað fólk sem er veikt. Vegna þess að fólk sem nýtur ávaxta lyfja- meðferðar fer að óttast að það fái ranga meðferð.“ Verið að meðhöndla geðvonsku og fýlu Pétur Pétursson, heimilislæknir á Akureyri, telur lækna bera mikla ábyrgð á aukinni lyfjanotkun og vanda sem við blasi. „Notkun þunglyndislyfja er í völdum tilvikum lífsnauðsynleg en yfirgnæfandi meirihluti þessara lyfjaávísana á Íslandi er á afar ótraust- um fræðilegum grunni. Oft er verið að meðhöndla gleðileysi þeirra sem hafa yfir fáu að gleðjast, ellegar fýlu og skapvonsku, en ekki þunglyndi. Þetta kallast sjúkdómsvæðing eða læknisfræðileg súrsun. Lyfin fletja síðan út tilfinningalífið þannig að ein- staklingurinn finnur ekki eins fyrir hinum andlega sársauka eða tilgangs- leysinu en tapar jafnframt heilmiklu af jákvæðum þáttum tilfinninga- lífsins. Afar sjaldan er ástæða til að taka þessi lyf árum saman, en það er samt gert og við læknar endurnýjum lyfseðlana möglunarlaust. Heimsmet Íslendinga í notkun örvandi lyfja er til stórskammar læknastéttinni. Mikið af þessu endar á markaði götunnar enda ávísað dópistum. Margir kennarar hafa verið mjög hvetjandi til að meðhöndla hegðunarfrávik og einbeitingarvanda með þessum lyfjum, þar sem önnur úrræði virðast ekki í boði.“ Fórnarlömb fordóma hætta á lyfjum Páll Matthíasson er geðlæknir, dokt- or í geðlyfjafræði og framkvæmda- stjóri geðsviðs Landspítala. Hann bendir á að setja þurfi geð- lyfjanotkun í samhengi. „Mér finnst umræðan oft endurspegla fordóma samfélagsins í garð geðsjúkdóma. Þunglyndi og kvíðasjúkdómar eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá okkur. Talið er að þunglyndi muni á næstu tíu árum verða dýrasti sjúkdóm- ur Vesturlanda. Ekki vegna kostnaðar við að meðhöndla hann heldur vegna tapaðra vinnuára og sjálfsvíga.“ Hann segir það hins vegar ekki rétt að notkun þunglyndislyfja sé á ein- hvern hátt hættuleg. „Það þarf að nota þessi lyf mjög varlega hjá börnum og unglingum en hjá fullorðnum skila þau verulegum árangri og gera fjölmörg- um, sem annars væru óvinnufærir, kleift að lifa ágætis lífi. Vissar tegundir viðtalsmeðferðar gagnast jafn vel og það væri æskilegt að til þeirra væri gripið fyrst í vægari tilfellum kvíða og þunglyndis. Hins vegar þarf lyfja við í alvarlegri tilfellum. Það má heldur ekki gleymast að sjúklingurinn sjálfur verður að hafa val. Viðtalsmeðferð er dýrari en lyf og áhrifin dvína nema eftirfylgdarviðtöl séu gefin. Viðtöl eru einnig tímafrek og oft og tíðum ekki í boði, sérstaklega úti á landi. Ég hef tekið eftir því að neikvæð umræða um þunglyndislyf hefur leitt til þess að fólk hættir of fljótt á lyfjunum eða skamm- ast sín fyrir að taka þau og er þannig fórnarlömb fordóma.“ Læknar sem neyta lyfjanna sjálfir Landlæknisembættið gegnir eftirlits- hlutverki með læknastéttinni og fylgist með gagnagrunni sem sýnir hve miklu læknar ávísa af lyfjum til sjúklinga. „Það gerist því miður of oft að læknar neyta örvandi og ávanabind- andi lyfja sem slæva dómgreind þeirra við störf,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Hann hefur því á liðnum árum þurft ýmist að áminna lækna, takmarka lækningaleyfi þeirra og í einstaka tilvikum svipta þá starfsleyfi vegna þeirra eigin neyslu. „Um er að ræða allt að tvo til þrjá lækna á ári þar sem embættið þarf að beita sér að þessu leyti. Staðreyndin er sú að þetta er algengasta orsök áminn- ingar og sviptingar hér á landi. Land- læknir hefur einnig afskipti af læknum sem ávísa mikið ávanabindandi lyfjum til skjólstæðinga sinna; ýmist í síma, með bréfi eða kallar þá á fund í emb- ættinu. Aftur á móti hefur embættið engar upplýsingar um að læknar selji lyfjaávísanir í gróðaskyni.“ Aðvörun frá fíkniefnadeild Sam- einuðu þjóðanna Í desember í fyrra sendi fíkniefnadeild Sameinuðu þjóðanna, International Narcotics control board, aðvörun til heilbrigðisyfirvalda á Íslandi þar sem áhyggjum var lýst af notkun Íslendinga á metýlfenidat-lyfjum. Samkvæmt samanburði stofnunarinnar á lyfja- notkun í heiminum voru Íslendingar heimsmeistarar í notkun metýlfenidat- lyfja á árunum 2007 til 2009. Vakin var athygli á því að í löndum þar sem aðgengi að þessum lyfjum er greitt, sé misnotkun algeng. Vegna mikils innflutnings lyfjanna til Íslands en fá- mennis í landinu var óskað eftir skýr- ingum á því hvernig lyfin væru notuð. Rétt áður en bréfið barst að utan hafði Álfheiður Ingadóttir, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, sett af stað vinnuhóp undir stjórn Einars Magnússonar, lyfjamálastjóra ráðu- neytisins, sem falið var að bregðast við vaxandi misnotkun á rítalíni og skyld- um geðlyfjum. Meðal þess sem vinnan skilaði voru nýjar verklagsreglur sem nýlega tóku gildi. „Um er að ræða nýja reglugerð um allan örvandi lyfjaflokkinn sem var niðurstaða samvinnu Landlæknis- embættisins, heilbrigðisyfirvalda, sjúkratrygginga og geðlækna. Sam- kvæmt henni má eingöngu geðlæknir gefa lyfin út til fullorðinna og á lyfja- skírteininu tilgreinir hann aðeins einn annan lækni sem skrifa má upp á lyfið. Þetta er jákvæð þróun og til þess fallin að hemja misnotkun,“ segir Kristinn Tómasson. Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra samþykkti frekari tillögur vinnuhópsins til að sporna við misnotk- un. Þær fela í sér að yfirumsjón með frumgreiningu á ADHD hjá fullorðnum og eftirlit með meðferð verði bundin við göngudeild og bráðasvið Land- spítala. Einungis geðlæknar, barna- og unglingageðlæknar, barnalæknar og taugalæknar sjá um frumgreiningu á ADHD og hefja meðferð í framhaldi af greiningu. Klínískar leiðbeiningar landlæknis um greiningu og meðferð ADHD verða endurskoðaðar og eftir- lit landlæknis með ávísunum lækna á metýlfenidat-lyfj verður aukið. Aukin notkun meðal fullorðinna Viðmælendum Fréttatímans ber saman um að ekki sé hægt að leggja að jöfnu neyslu allra geðlyfja. Ástandið sé mis- munandi eftir því hvort rætt sé um róandi lyf, þunglyndislyf eða örvandi lyf. Aukin neysla og misnotkun rítalíns eða svokallaðra metýlfenidat-lyfja sé mikið áhyggjuefni. Á fjórum árum hefur notkun þessara lyfja aukist um tæp 50 prósent hér á landi. Einkum hefur ávísunum til full- orðinna einstaklinga fjölgað og eru þeir nú rúmlega 40 prósent allra sem fá lyf af þessari gerð. Aukning ávísana á rítalín skýrist þannig nær eingöngu með aukinni ávísun til einstaklinga yfir 20 ára aldri þótt lyfin séu aðallega ætluð börnum, samkvæmt upplýsing- um frá velferðarráðuneytinu. Lyfjaefnið metýlfenidat flokkast sem ávana- og fíkniefni og er því vand- meðfarið. Einstaklingar sem koma til meðferðar hjá SÁÁ eru í vaxandi mæli fíklar á þetta efni og sömu þróunar hefur orðið vart hjá fíklum sem leita til bráðamóttöku Landspítala. Við erum amerískari en aðrar Norðurlandaþjóðir „Ekkert tekur frá okkur vandann varð- andi lyfjanotkun við athyglisbresti og ofvirkni. Við notum mun meira af lyfj- um við því en aðrar Norðurlandaþjóðir. Ég held að skýringin sé sú að við erum með amerískari notkun en grannþjóð- irnar í þeim meðferðarflokki. Það gerir samanburðinn við þær flókinn,“ segir Kristinn. Geðlyfjanotkun Íslendinga er litin svo alvarlegum augum að fíkniefnadeild Sameinuðu þjóðanna varaði íslensk stjórnvöld við í lok síðasta árs. Að mati Kristins Tómassonar, formanns Geðlækna- félags Íslands, er árangur geðlyfjanotkunarinnar góður. Vegna hennar segir hann að sparist milljarðar á ári hverju og komi í veg fyrir vistun um þúsund manns á geðsjúkrahúsum. Þóra Tómasdóttir leitaði álits hjá læknum og fræðimönnum sem sumir telja ástandið læknastéttinni til skammar. Geðlyfjanotkun sparar sjúkrarými Við vitum ekki annað en að lyfin geri gagn og þá er notkun þeirra jákvæð. Það getur eng- inn sagt að lyfjanotkunin sé, á heildina litið, slæm. Kristinn Tómasson, formaður Geðlækna- félagsins 24 fréttaskýring Helgin 27.-29. maí 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.