Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Qupperneq 25

Fréttatíminn - 27.05.2011, Qupperneq 25
Til marks um aukninguna voru dag- skammtar af metýlfenidat-lyfjum 7,53 á hverja 1.000 íbúa hér á landi árið 2004 en voru komnir í 11,15 árið 2008. Til samanburðar voru dagskammtar á hverja 1.000 íbúa 4,40 í Noregi árið 2008, 3,55 í Danmörku og 2,51 í Sví- þjóð, segir í tilkynningu frá heilbrigð- isráðuneytinu í lok síðasta árs. Páll segir lyf við ofvirkni og athyglis- bresti mikilvirk og að þau geti gjör- breytt lífi barna með alvarleg einkenni til hins betra. „Meðal annars skilið á milli þess hvort þau ljúka skólagöngu og eignast vini. Hins vegar notum við þessi lyf í meiri mæli en aðrar þjóðir, að Bandaríkjamönnum undanskild- um.“ Hann telur ástæður þessarar miklu notkunar meðal annars skort á skipulagðri atferlisnálgun í skóla- kerfinu, vinnuálag á foreldra og greitt aðgengi að læknum. „Og hugsanlega að hluta til það viðhorf sumra að best sé að leysa málin með töfralausn í formi hylkis, frekar en með því að grandskoða lífsmáta okkar og upp- eldisaðferðir. Þegar litið er til aukinnar notkunar meðal fullorðinna, er ljóst að læknar hafa í sumum tilfellum ávísað amfetamín-skyldum lyfjum í tilfellum þar sem heppilegra væri að stíga á bremsuna. Sérstaklega meðal fólks sem hugsanlega er með sögu um fíkni- vanda eða geðrof. Þá væri heppilegra að nota önnur lyf sem duga á einkenn- in en ekki er hægt að misnota.“ Hann segir umræðuna viðkvæma í ljósi þess hve mikil misnotkun sé á lyfj- unum. „Við sjáum það á fíknigeðdeild- um landsins að mikill meirihluti þeirra sem þangað leita hafa sprautað sig með rítalíni. Þessi lyf eru plötuð beint út úr læknum eða keypt á svörtum markaði,“ segir Páll. Niðurskurðurinn hefur áhrif Kristinn segir fleiri þætti lítið rædda sem hafa áhrif á geðheilbrigði og lyfja- notkun Íslendinga. „Niðurskurður í geðheilbrigðismál- um er meiri en í öðrum heilbrigðismál- um. Meðferðarúrræði eru fá á fyrstu stigum og heilsugæslan hefur verið í verulegum vandræðum. Það þarf að bæta fyrstu þjónustuna til muna og tryggja heilsugæslunni betri aðstæður og meiri mannafla. Eins verður að passa að þjónustan sé á sanngjörnu verði svo að allir geti nýtt sér hana.“ Að mati Kristins gætu almennar for- varnir dregið verulega úr geðlyfjanotk- un. „Svo þyrfti að setja meiri fjármuni í forvarnir á sviði geðlækninga. Óhófleg áfengisneysla er eitt af því sem eykur líkur á að fólk veikist og það skiptir máli að takmarka aðgengi að áfengi til að stemma stigu við ofneyslu. Það er dæmi um fyrirbyggjandi aðgerð.“ Greiningarkerfin gölluð Steindór J. Erlingsson, líf- og vísindasagnfræðingur, er gagnrýn- inn á aukna geðlyfjanotkun og spyr í fræðigrein, sem birtist í tímariti félags- ráðgjafa fyrr á árinu, hvort geðlæknis- fræðin glími við hugmyndafræðilega kreppu. Steindór segir kerfið sem byggt hefur verið upp til að flokka og greina geðraskanir vera hluta af vand- anum. „Það virðist hafa valdið því að fjöldi þeirra einstaklinga sem hægt er að greina með geðröskun hefur aukist verulega og þar með opnað stóran markað fyrir lyfjafyrirtækin. Hér liggur hundurinn grafinn. Á undan- förnum áratugum hefur lyfjaiðnaður- inn farið fram með slíkum þunga í markaðssetningu á nýjum lyfjum að vísindalegur heiðarleiki hefur vikið fyrir markaðshagsmunum. Með þessu móti hafa geðlæknar og annað geðheil- brigðisstarfsfólk, sem langflest er vel þenkjandi og lætur sér annt um skjól- stæðinga sína, verið afvegaleitt, að ekki sé talað um almenning og þá sem neyta lyfjanna.“ Steindór segir í greininni að hið ófullkomna flokkunar- og greiningar- kerfi virðist hafa að minnsta kosti þær neikvæðu afleiðingar að fjöldi þeirra sem greinast með geðraskanir og eru meðhöndlaðir sem sjúklingar virðist vera talsvert umfram það sem eðlilegt getur talist. Og að lyfjafyrirtækin hafi nýtt sér þetta veika kerfi til þess að auka gríðarlega ávísun geðlyfja á Vesturlöndum og víðar. Önnur lyfjanotkun ekki eins umdeild Bæði Páll og Kristinn benda á að geðlyfjanoktun hafi aukist á öllum Vesturlöndum undanfarna tvo áratugi. „Einkum notkun þunglyndislyfja annars vegar og amfetamín-skyldra lyfja hins vegar. Notkun róandi lyfja hefur minnkað og því ber að fagna,“ segir Páll. Kristinn segir engan vafa leika á að við notum meiri lyf en nágrannaþjóðir okkar. „Hins vegar er nauðsynlegt að allir þættir séu eins þegar slíkur saman- burður er gerður. Til dæmis er ekki vit- að hver hin raunverulega lyfjanotkun er. Við vitum hve miklu læknar ávísa af lyfjum en ekki hvað raunverulega er notað af þeim. Vegna þess hvernig pakkningum er háttað hjá okkur getur verið að læknir ávísi 100 töflum til sjúk- lings en hann noti aðeins þrjátíu töflur. Slíkir þættir skipta máli en breytileiki í pakkningastærðum milli landa flækir samanburðinn. Í nýlegum skimkönn- unum kemur í ljós að allverulegur hluti af róandi og kvíðastillandi lyfjum sem skrifað er upp á til sjúklinga er ekki tekinn inn.“ Kristinn bendir á að það sé ekki bara notkun á geðlyfjum sem hafi aukist á Íslandi á undanförnum árum. „Alls kyns önnur lyfjanotkun hefur aukist. Ég verð ekki var við gagnrýna umræðu um krabbameinslyfjanotkun. Við erum mjög dugleg að senda fólk í alls konar hjartaþræðingar. Er það skynsamleg- asta aðferðin sem við getum beitt? Ég myndi ekki gagnrýna það og tel það vel rökstutt en það er mikilvægt að um- ræðan sé hófstillt. Sem betur fer hefur magn annarra úrræða en lyfja aukist mjög mikið á undanförnum árum.“ Oft er verið að meðhöndla gleðileysi þeirra sem hafa yfir fáu að gleðjast, ellegar fýlu og skapvonsku, en ekki þunglyndi. Þetta kallast sjúkdóms- væðing. Pétur Pétursson læknir Ísland Íslendingar nota hartnær þrefalt meira af rítalíni á hverja þúsund íbúa en Norðmenn. Munurinn er meira en fimm- faldur á milli Íslendinga og Svía. Noregur Danmörk Svíþjóð fréttaskýring 25 Helgin 27.-29. maí 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.