Fréttatíminn - 27.05.2011, Page 28
Baráttan á Wembley
Stærsti fótboltaleikur ársins fer fram á Wembley á laugardag þegar
Barcelona og Manchester United mætast í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu.
28. maí 2011. Wembley -leikvangurinn í London. Ný-
krýndir Englandsmeistarar gegn nýkrýndum Spánar-
meisturum. Manchester United gegn Barcelona. Án
nokkurs vafa tvö bestu lið heims í dag. Manchester United
á harma að hefna eftir tap í úrslitaleiknum árið 2009. Sir
Alex Ferguson getur orðið fyrsti stjórinn til að vinna Meistara-
deildina þrívegis. Við erum sem sagt að tala um stórleik. Samt eru það
G-in tvö sem mest er talað um; annars vegar Ryan Giggs, sem
staðið hefur í stórræðum í einkalífi sínu, og síðan Gríms-
vötn en eldgosið þar varð til þess að leikmenn Barcelona
komu tveimur dögum fyrr til London en áætlað var. Frétta-
tíminn fékk þrjá sérfræðinga í Meistaradeildinni, þá Hjörvar
Hafliðason, Ólaf Kristjánsson og Heimi Guðjónsson, til að spá
í byrjunarliðin og gefa leikmönnum liðanna einkunn. oskar@frettatiminn.is
Skammstafanir:
HH = Hjörvar Hafliðason
ÓK = Ólafur Kristjánsson
HG = Heimir Guðjónsson
1 Edwin van der Saar 9
„Fyrsti nútímamarkvörður knattspyrnunnar. Frábær á löppunum og
oft og tíðum eins og þriðji miðvörðurinn.“ (HH)
„Reynsla, ró og „respect“. Hefur ekki alltaf mikið að gera en hefur
bjargað stigum fyrir Man. Utd í vetur. (ÓK)
„Hefur allan pakkann og skemmtilega hrokafullur að auki.“ (HG)
20 Fabio 7,3
„Hefur bætt sig ótrúlega en á það til að vera of aggressífur og gefa
mikið af aukaspyrnum á hættulegum stöðum.“ (HH)
„Fínn bakvörður. Á það þó til að missa einbeitingu og krækja sér í
ruglspjöld sem getur reynst dýrkeypt.“ (ÓK)
„Öflugur sóknarlega en stundum í basli varnarlega. Hann nýtur góðs
af því að hafa Valencia fyrir framan sig.“ (HG)
5 Rio Ferdinand 8,3
„Góður með boltann og les leikinn vel. Hefur tapað hraðanum og á
það til að fall of djúpt niður, sem skapar hættu.“ (HH)
„Yfirvegaður, jaðrar við kæruleysi á köflum, elegant varnarmaður.“
(ÓK)
„Frábær með boltann en lendir stundum í vandræðum ef plássið er
mikið fyrir aftan hann.“ (HG)
15 Nemanja Vidic 9,3
„Besti miðvörður heims. Granítharður og svífst einskis til að stöðva
sóknir andstæðinga.“ (HH)
„No nonsense, grjótharður miðvörður sem lætur samherja sína líta
vel út.“ (ÓK)
„Einn besti varnarmaðurinn í boltanum.“ (HG)
3 Patrice Evra 8,3
„Hefur átt misjafna leiktíð. Frábær sóknarbakvörður en það sama
verður ekki sagt um varnarleikinn.“ (HH)
„Sókndjarfur vinstri bakvörður sem á kantinn.“ (ÓK)
„Frábær sóknarlega og vanmetinn varnarlega og að auki er alltaf
stutt í hjálp frá Vidic.“ (HG)
16 Michael Carrick 6,7
„Vanmetnasti leikmaður Manchester United. Flækir ekki hlutina að
óþörfu. Öll lið þurfa svona leikmann.“ (HH)
„Vanmetinn í þessu liði. Þekkir sín takmörk, enginn stjörnuspilari en
fínn liðsmaður.“ (ÓK)
„Kann stöðuna sína vel en mætti skipta um gír annað slagið.“ (HG)
13 Ji Sung Park 7,7
„Hvaðan fær hann alla þessa orku? Hleypur úr sér lungun í hverjum
leik og er einn af þeim sem leika betur þegar tilefnið er stærra.“ (HH)
„Vinnuþjarkur sem lætur fátt utanaðkomandi hafa áhrif á sig. Spilar
ekki mikið en er áreiðanlegur leikmaður.“ (ÓK)
„Vinnuþjarkur af guðs náð.“ (HG)
11 Ryan Giggs 8,3
„Nýtur sín vel á miðjunni. Er ekki eins fljótur og hann var en
bætir það upp með reynslu sinni og þekkingu á leiknum.“
(HH)
„Hann er „Grand old man“. Sigurvegari með frábæran
leikskilning og magnaðan vinstri fót.“ (ÓK)
„Nenni ekki að tala um rauðvín hér – ótrúlegur leik-
maður.“ (HG)
25 Antonio Valencia 8,7
„Einstakur íþróttamaður. Hefði einhver annar getað
komið svona öflugur til baka eftir erfið meiðsl? Gerir
alltaf það sama; sparkar boltanum til hægri og
gefur fyrir. En það virkar líka nánast alltaf.“ (HH)
„Alhliða leikmaður, getur spilað inni á miðju sem
og úti á væng. Sterkur bæði varnar- og sóknarlega
og býr til mörg færi.“ (ÓK)
„Frábær vængmaður einn á einn, góðar fyrir-
gjafir en einnig mjög góður varnarlega.“ (HG)
14 Javier Hernández (Chicharito)
8
„Leikmaður sem varnarmenn þola ekki að
dekka. Endalaust á ferðinni, gráðugur og
markheppinn.“ (HH)
„Verðandi stórstjarna hjá Manchester
United. Markaskorari af guðs náð, með-
fædd þefvísi á færi.“ (ÓK)
„Ekki áberandi í spili en alltaf klár í boxinu.“ (HG)
10 Wayne Rooney 9
„Hefur verið arkitektinn að leik United að undanförnu. Hefur vaxið
ásmegin eftir því sem liðið hefur á mótið.“ (HH)
„Gæti spilað miðvörð, hefur allt; sterkur, fljótur, ákafur og einbeittur.
Bara spurning um spennustig og ró utan vallar.“ (ÓK)
„Alltaf gaman að horfa á leikmann þar sem gæði og vinnusemi fara
saman.“ (HG)
Meðaltal Manchester United: 8,2
1 Victor Valdes 8
„Vanmetnasti markvörður heims. Eins furðulega og það hljómar
þá er mjög erfitt að vera í marki hjá liði eins og Barcelona.“ (HH)
„Fínn markmaður sem fær oftast á sig opin skot eða færi. Kvikur
og lifandi og hefur bætt sig mjög mikið.“ (ÓK)
„Góður á milli stanganna en í vandræðum með fyrirgjafir. Hefur
batnað mikið undir stjórn Guardiola.“ (HG)
2 Daniel Alves 8,7
„Ótrúlegur orkubolti. Frábær spyrnumaður.“ (HH)
„Sóknarbakvörður að hætti Brasilíumanna. Honum leiðist ekki
að taka þátt í sóknarleik.“ (ÓK)
„Frábær sóknarlega og varnarlega. Eftir 60 mínútur eru væng-
mennirnir sem spila á móti honum sprungnir en væntanlega
ekki Park – athyglisvert einvígi.“ (HG)
3 Gerard Pique 8,3
„Dýrari útgáfan af Rio Ferdinand. Óhemjusvalur með boltann og
kemur honum alltaf í leik. En full afslappaður í vörninni.“ (HH)
„Mjög öflugur, getur varist og sterkur með boltann. Oftast fyrsta
stöð í uppspili Barcelona.“ (ÓK)
„Sterkur varnarlega. Einnig með góðar sendingar úr vörn,
stuttar og langar.“ (HG)
5 Carles Puyol 8,7
„Herra Barcelona. Áræðinn, harður og fylginn sér.“ (HH)
„Ástríða og kraftur. Skiptir engu máli hvar í vörninni hann
spilar,“ (ÓK)
„Leiðtogi liðsins. Öflugur og veit sín takmörk.“ (HG)
22 Eric Abidal 7,7
„Öflugur vinstri bakvörður. Er að mínu mati alls ekki síðri sem
miðvörður. Hrikalega fljótur og nautsterkur.“ (HH)
„Traustur varnarmaður með góðan vinstri fót. Kominn til baka
eftir veikindi. Sterkur hlekkur.“ (ÓK)
„Vörn og sókn til fyrirmyndar sem og hlaupagetan.“ (HG)
16 Sergio Busquets 8
„Kannski ekki hinn dæmigerði Barcelona-leikmaður en hentar
leik liðsins fullkomlega. Hins vegar óheiðarlegur með eindæm-
um.“ (HH)
„Öryggisventill á miðjunni, ekki allra, en mjög drjúgur í hlutverki
ruslakalls á miðjunni hjá Barcelona.“ (ÓK)
„Fær ekki það lof sem hann á skilið, sem er kannski ekki skrýtið
þegar maður spilar í þessu liði. Einn sá besti í sinni stöðu.“
(HG)
6 Xavi Hernández 10
„Heilinn í liði Barcelona. Er með hæstu fótbolta-
greindarvísitölu sem til er. Venjulegur maður sér
tvo leiki fram í tímann, hann sér þúsund!“ (HH)
„Vinstra heilahvelið. Besti miðvallarleikmaður
heims. Enginn hefur betri sendingargetu en þessi
listamaður.“ (ÓK)
„Besti miðjumaður heims. Punktur.“ (HG)
8 Andrés Iniesta 10
„Stendur á hátindi ferilsins og hefur
aldrei leikið betur.“ (HH)
„Hægra heilahvelið. Orð óþörf.“ (ÓK)
„Lætur mann stundum halda að það
sé ekkert mál að vera einn besti
fótboltamaður heims.“ (HG)
17 Pedro Rodriguez 7,7
„Mér finnst orðið seigur eiga vel við hann.
Er ótrúlega oft réttur maður á réttum stað á
fjærstöng.“ (HH)
„Búinn að vera sterkur í vetur, leggur upp og skorar,
hverfur eðlilega í skuggann.“ (ÓK)
„Getur hlaupið með boltann bæði með hægri og vinstri á
þokkalegum hraða sem er athyglisvert.“ (HG)
10 Lionel Messi 10
„Besti knattspyrnumaður allra tíma. Jafnvægi, knatttækni,
hraði, styrkur ... get haldið áfram í allan dag.“ (HH)
„Listamaður. Skammast mín fyrir að þurfa að gefa honum
einkunn. Þvílíkt jafnvægi og boltatækni, útsjónarsemi og
sköpunarhæfileikar.“ (ÓK)
„Vantar lýsingarorð.“ (HG)
7 David Villa 8,3
„Finnst Barcelona aldrei hafa náð að fylla í skarð Samuels Eto’o
en Villa hefur staðið sig betur en Zlatan.“ (HH)
„Lykilmaður í því að skapa pláss fyrir Messi, er sífellt að toga og
teygja varnir andstæðinganna.“ (ÓK)
„Með einhver bestu þverhlaup á varnir sem sést hafa í langan
tíma.“ (HG)
Meðaltal Barcelona: 8,7
Breytingar frá úrslitaleiknum 2009
sem Barcelona vann 2-0
Barcelona
Komnir: Daniel Alves, Eric Abidal og David Villa*
Farnir: Yaya Toure, Sylvinho, Samuel Eto’o og Thierry Henry
*Pedro var á bekknum í þessum leik
Manchester United
Komnir: Antonio Valencia og
Javier Hernández**
Farnir: Cristiano
Ronaldo.
**Fabio var ekki í
leikmannahóp í
þessum leik
28 fótbolti Helgin 27.-29. maí 2011