Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Page 32

Fréttatíminn - 27.05.2011, Page 32
4 ferðir Helgin 27.-29. maí 2011 Bókaðu núna í síma 562 4000 Bókaðu á marketing@fosshotel.is FOSSHÓTEL / SIGTÚN 38 / 105 REYKJAVÍK / SÍMI: 562 4000 FAX: 562 4001 / E-MAIL: sales@fosshotel.is 3 nætur á 39.000 kr. 5 nætur á 49.000 kr. Gisting fyrir 2 í tveggja manna her bergi með baði ásamt morgunverði. Gildir frá maí til september. Sumartilboð Fosshótela! Fosshótel vinalegri um allt land R e y k j a v í k : Fosshótel Barón Fosshótel Lind v e s t u R l a n d : Fosshótel Reykholt n o R ð u R l a n d : Fosshótel Dalvík Fosshótel Laugar Fosshótel Húsavík a u s t u R l a n d : Fosshótel Vatnajökull Fosshótel Skaftafell s u ð u R l a n d : Fosshótel Mosfell ALLT KLáRT FYRIR þÍNA Heimsókn Nýjar dagsferðir F lugfélag Íslands býður fjölbreytt úrval dags-ferða til allra áfangastaða innanlands og til Grænlands. Í sumar verða tvær nýjar dags- ferðir í boði. Allar upplýsingar um ferðirnar er að finna á www. flugfelag.is og í síma 570 3030. Hvalaskoðun á Húsavík Frábær dagsferð fyrir þá sem vilja fara í hvalaskoðun frá Húsa- vík og skoða hið eintaka Hvala- safn. Flogið er frá Reykjavík til Akureyrar og þaðan er farið með rútu til Húsavíkur og Hvalasafn- ið heimsótt. Þar gefst færi á að skoða beinagrindur þessara risa hafsins ásamt ýmsum öðrum fróðleik. Eftir hádegið er haldið í þriggja tíma hvalaskoðunarferð á eikarbát um Skjálfandaflóa. Að þeirri ferð lokinni er stoppað við Goðafoss og sá fagri og sögulegi foss skoðaður. Síðan er haldið til Akureyrar og flogið aftur til Reykjavíkur. Þessi ferð er í boði daglega frá 1. apríl til 17. júní og 1.-31. sept- ember. Verð 49.640 krónur. Sælkeraferð norður í einn dag Hér er haldið um sjó og sveitir Eyjafjarðar og framleiðendur eyfirsks hráefnis heimsóttir. Farið er á vit ævintýra þar sem reynt er á bragðlaukana jafnt sem önnur skilningarvit. Flogið er frá Reykjavík til Akureyrar og farið í siglingu um fjörðinn, kræklingarækt skoðuð og komið við í Hrísey þar sem hádegisverður er snæddur í húsi Hákarla-Jörundar. Þaðan liggur leiðin í heimsókn til veiðimanna, fiskverkenda, kjötframleiðenda og bruggara. Smökkuð eru sýnishorn af hinni fjölbreyttu eyfirsku matvælaflóru í því um- hverfi þar sem hún er ræktuð, veidd, alin eða unnin í. Flogið er til Reykjavikur um kvöldið. Ferðin er upplifun fyrir hvern sælkera og allir ættu að geta notið þeirra kræsinga sem upp á er boðið. Þessi dagsferð er í boði þriðju- daga, fimmtudaga og laugar- daga í júlí og ágúst. Verð 46.640 krónur. S kammt frá fjallinu Strúti að Fjallabaki stendur nýjasti skáli Útivistar. Skálinn þyk- ir nokkuð vandfundinn fyrir þá sem ekki þekkja til. Sé ekið um Syðri-Fjallabaksleið er farið um Mælifellssand og rétt vestan við Mælifell liggur vegarslóði til norðurs milli Mæli- fells og Veðurháls. Þessi slóði liggur um allnokkuð dalverpi að skálanum við Strút. Skálinn var byggður af félögum í Útivist haustið 2000. Í honum er svefnpláss fyrir 26 manns, auk borð- stofu og eldunaraðstöðu með gashellum og olíuelda- vél sem jafnframt sér um upphitun skálans. Árið 2005 var byggt salernishús með vatnssalernum, sturtu og farangursgeymslu og er rennandi vatn í skálanum yfir sumartímann. Hér er því um að ræða fullbúinn fjalla- skála með öllu því sem æskilegt er að hafa á slíkum stað. Jafnframt er hægt að fá tjaldstæði við skálann og notfæra sér salernisaðstöðuna. Skálinn liggur vel við ýmsum gönguleiðum Fjalla- bakssvæðisins. Má þar nefna hinn rómaða Strútsstíg, þar sem gengið er frá Hólaskjóli og vestur um Hólms- árbotna og Mælifellssand, og skemmtilega gönguleið úr Landmannalaugum um Hattver inn í Strút. Skálinn hefur einnig notið vinsælda fyrir bækistöðvaferðir þar sem dvalið er í skálanum og farið í gönguferðir út frá honum. Í nágrenni skálans er hægt að velja um fjölda áhugaverðra gönguferða. Fyrst ber þar að nefna gönguferð að Strútslaug sem er náttúruleg laug innst í Hólmsárbotnum. Frá skálanum tekur eina og hálfa klukkustund að ganga að lauginni og er því rétt að ætla sér fjóra tíma í ferðina að baðinu meðtöldu. Ganga á Strút er skemmtileg fjallganga í næsta um- hverfi skálans, en útsýni af fjallinu er gott, enda er það 971 m.y.s. sem er nokkuð hærra en næstu fjöll. Hið formfagra Mælifell freistar einnig margra, en þó er rétt að hafa í huga að fjallið er bratt á alla kanta og ekki hægt að komast alls staðar upp. Gróður er einnig viðkvæmur í hlíðum fjallsins og því mikilvægt að velja sér gönguleið af kostgæfni. Austan við Strút er Strúts- gil og er skemmtileg ganga út eftir gilinu. Við mynni gilsins er Strútsver og þar má sjá ofan á steinaröð sem í raun er efsti hluti vegghleðslu. Þessi vegghleðsla var fjárrétt sem hlaðin var þar haustið 1918. Í október sama ár gaus Katla og þykkt öskulag lagðist yfir land- ið svo að aðeins efsti hluti réttarinnar stóð upp úr. Sé áhugi á lengri göngu má ganga eftir Hólmsárlóni og í Rauðabotn, en þar er að finna einn af fegurstu stöðum að Fjallabaki. Einnig er hægt að ganga á Torfajökul sem gnæfir yfir vestan Hólmsárbotna.  NýjaSti Skáli ÚtviviStar VandFundinn Fyrir þá Sem ekki þekkja til Skálinn við Strút Í Strútslaug Í skálanum við Strút geta gist 26 manns og þar er ágæt eldunaraðstaða. Skálaverðir leiðbeina gestum um gönguleiðir í nágrenninu en einnig verður í sumar hægt að fá gott göngukort af svæðinu. Hægt er að bóka gistingu í Strútsskála á skrifstofu Útivistar í síma 562 1000. Staðsetningarhnit skálans eru N 63° 50.330 / V 18° 58.477 en við vegamótin á Syðri-Fjallabaksleið N 63° 48.023 / V 18° 57.351. Yfir hásumarið er jafnan skálavarsla í Strúti.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.