Fréttatíminn - 27.05.2011, Page 42
Fyrir viku var tilkynnt að bandaríski rithöfundurinn
Philip Roth hefði fengið verðlaun í London sem oft
eru kölluð Alþjóðlegi Bookerinn. Aðrir sem komu til
greina voru kínversku skáldin Wang Anyii og Su
Tong, Spánverjinn Goytisolo, Dacia Maraini og
líbanski rithöfundurinn Amin Maalouf. Þriggja
mann nefnd valdi sigurvegarann og þar varð undir
ritstýran og útgefandinn Carmen Callil en hún
stofnaði á sínum tíma bókaútgáfuna Virago sem einbeitti sér með góðum
árangri að verkum kvenna. Að niðurstöðu fenginni í verðlaunaveitingunni
sagði hún sig frá störfum nefndarinnar og hóf þegar að mótmæla því að
Roth fengi verðlaunin – enn einn Ameríkaninn. Í greinum og viðtölum um
liðna helgi vandaði hún Roth ekki kveðjurnar, sagði hann vera nýju fötin
keisarans, hann væri í litlum metum hjá sér sem höfundur, enda þvældist
sama efnið fyrir honum ár eftir ár, í bók eftir bók. Meirihluti nefndarinnar,
tveir karlar komnir yfir miðjan aldur, taldi Roth vel að heiðrinum kominn
enda flest verka hans frá síðasta áratug 20. aldar meistaraverk. -pbb
Roth veldur deilum
Bókadómar myrkraslóð og sumardauðinn
Á sa Larsson og Mons Kal-lentoft sendu þessar sögur, Myrkraslóð og Sumar-
dauðann, frá sér 2006 og 2008.
Báðar eru sögurnar þættir í lengri
bálki, seríusögur. Larsson segir
enn af Rebekku Martinsson sem
í fyrri sögum hennar, Sólgosi og
Blóðnóttum, lenti í miklum pers-
ónulegum hremmingum. Hér er
Rebekka í jaðri sögunnar en Anna-
Maria, sem er í löggunni í Kiruna,
tekur söguna að mestu yfir, sæl með
sinn kall og sína krakka. Umhverfi
sögunnar er sem fyrr norður Svía-
ríkis, Lappabyggðir, vetur, myrkur
og nístandi kuldi. En sögusviðið er
miklu stærra, teygir sig suður eftir
Svíþjóð til velferðarsvæðanna þar
sem hinir ríku hafa komið sér fyrir,
fornar landeigendaættir, nýríkir
menn af lægra standi, næturgosar
með púðrað nef og brjóstsviða af
kampavíni, og enn lengra suður til
óróasvæða Afríku, námahéraðanna í
Uganda þar sem ógnaröld ríkir með
stríðsflokkum barnahermanna og
jörðin er máttug af góðmálmum.
Í tíma sækir Ása aftur til bernsku
flestra höfuðpersóna verksins: Re-
bekku, Önnu Maríu, kynblendingsins
Esterar sem er alin upp af lappaseið-
konu en getin á læstri geðdeild. Ester
er sammæðra auðkýfingnum Mauri
sem hefur brotist til virðingar með
verðbréfaviðskiptum og verslun með
hrávöru. Hann hefur í þjónustu sinni
systkinin, afæturnar Innu og Didda,
fallega fólkið sem er svo siðlaust. Og
svo finnst lík konu í veiðihýsi á vatni um
hávetur.
Kallentoft er sunnar í Svíþjóð með
sögusvið nýrrar sögu um lögreglukon-
una Malin Fors sem starfar í Linköp-
ing. Það er heitasta sumar í manna
minnum, samfélagið lamað af hitanum
og skógareldar geisa í nágrenni borgar-
innar (Hvenær lætur einhver íslenskur
krimmahöfundur sögu gerast á meðan
á eldgosi stendur?). Janne, fyrrum
maður Malinar, starfar í slökkviliðinu
og hluta sögunnar er hann með Tove,
dóttur þeirra á táningsaldri, á Balí í
fríi. Malin er þeim báðum háð en hefur
komið sér upp hjásvæfu þótt lífið sé
heldur tómt. Þá finnst kviknakin ung-
lingsstúlka minnislaus í almennings-
garði. Og brátt verður ljóst að raðmorð-
ingi er kominn í gang í sumarhitanum.
Kallentoft stendur Larsson að baki
sem höfundur. Margt í fléttugerð hans
er kunnuglegt, persónugalleríið ekki
jafn margbreytilegt og hjá Larsson.
Bæði dvelja þó við afleiðingar af félags-
legri upplausn og hvernig brugðist
var við henni, eða öllu heldur hvernig
brotnar manneskjur geta af sé af-
kvæmi sem bera skaðann alla sína ævi.
Larsson setur sitt litla morð í miklu
stærra efnahagslegt samhengi, dvelur
með áhrifaríkum hætti við spillingu
yfirstéttar sem skirrist hvergi við að
vernda völd sín og eignir þvert yfir
jarðarkringluna ef þess þarf. Skalinn í
sögutækni hennar er unninn af meiri
metnaði og hugviti á meðan Kallentoft
verður, er á líður, býsna fyrirsjáan-
legur í fléttunni. Grimmdin í lýsingum
hans á misþyrmdum kvenlíkömum er
sóðalega truflandi, en sumar persónur
sem hann bregður upp eru fallegar:
íranski strákurinn sem er mikill töffari
en stingur af á nóttunni til að hugsa
um brómberjaakurinn sem hann hefur
komið sér upp í borgarjaðrinum –
minnugur þeirra sælustunda þegar afi
hans leiddi hann um brómberjagarð
sinn í Teheran. Lýsingin á lesbíunni í
skóginum, barnaníðingnum sem alltaf
slapp með slóð af sködduðum sálum.
Norðrinn er þetta: Venjulegt gamal-
dags glæpamál sem gefur höfundum
færi á breiðri samfélagslýsingu sem
teygir sig gjarna aftur í tíma; fölnuðum
minningum af einfaldara samfélagi
sem er horfið, bernsku sem sölnar í
minninu; meginpersónum sem reyna
að komast af í hversdagslífinu; hægri
spennuuppbyggingu í átt að spennu-
trylli á lokaspelinum. Dægileg afþrey-
ing.
34 bækur Helgin 27.-29. maí 2011
landshagir Á Íslandi
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Nú eru rafbækur í niðurhali orðnar fleiri í sölu Amazon á Bandaríkjamarkaði en bækur á prenti. Amazon
er, sem kunnugt er, eini söluaðili á Kindle-lesbrettinu og hefur því beinan hag af því að það nái sem bestri
fótfestu á markaði meðal enskulæsra þjóða. Til að fjölga seldum bókum er komið út nýtt lesbretti vestan-
hafs sem er selt á sérstaklega lágu verði enda eru öll kynningarspjöld í brettinu auglýsingar. Á Amazon
kostar þetta nýja lesbretti aðeins 114 dollara eða 13.670 kr.
Vandamál þeirra sem vilja komast yfir Kindle hér á landi með beinum kaupum
frá Amazon er að íslensk tollyfirvöld flokka lesbrettið sem afspilunartæki og tolla
eftir því þótt það geymi bæði harðan disk og örgjörva.
Rafrænar bækur njóta sífellt meiri vinsælda og er framboð íslenskra bóka að
aukast. Edda útgáfa hefur leitt innleiðingu íslenskra rafbóka fyrir iPad og iPhones
og er eitt íslenskra fyrirtækja með beinan sölusamning við Apple-fyrirtækið á
rafrænum bókum. Edda hefur á síðustu misserum aðstoðað aðrar íslenskar út-
gáfur við að dreifa efni sínu fyrir iPad og iPhone og nánast daglega bætast við
nýjar bækur frá íslenskum útgáfum. Enn sem komið er nota flestir rafbækur
fyrir niðurhal af verkum á öðrum tungumálum en ætla má að útgefendur hér
á landi leggi kapp á að sem flestir titlar
verði fáanlegir í stafrænu formi. -pbb
Lesbretti og rafbækur
Vorhefti Sögu komið út Hiti og kuldi,
sumar og vetur
Tveir sænskir krimmar bjóða upp á heitt og kalt með kvenhetjum sem báðar vinna í löggunni
í smáborgum þar í landi, Linköping og Kiruna. Þetta eru jarðbundnar konur sem þurfa að
kljást við afleiðingar brotinna heimila í velferðarríkinu sænska.
Landshagir á Íslandi, lauslæti og kynsjúkdómar, Gamli
sáttmáli, miðaldasagnfræði og rannsóknarstyrkir eru
meginviðfangsefni vorheftis Sögu 2011.
Hrefna Róbertsdóttir ríður á vaðið með mikla grein
um hagstjórnarstefnu stjórnvalda og viðreisnaráform um
Ísland á 18. öld í ljósi þróunar ullarframleiðslu og hand-
iðnaðar. Grein Hrefnu er byggð á viðamikilli rannsókn
hennar á efninu þar sem fléttað er saman greiningu á hug-
myndum og gögnum um ullarframleiðslu á þessu tímabili.
Vilhelm Vilhelmsson beinir hins vegar sjónum að
umræðum um lauslæti og frjálsar ástir í Reykjavík við
upphaf 20. aldar, einkum með hliðsjón af skrifum þeirra
Ingibjargar Ólafsson og Bríetar Bjarn-
héðinsdóttur. Hefur grein hans þegar
vakið nokkra athygli fjölmiðla.
Helgi Skúli Kjartansson vekur svo
upp umræðu um aldur Gamla sátt-
mála, sem hófst árið 2005 með útgáfu
doktorsritgerðar brasilísku fræðikon-
unnar Patriciu Pires Boulhosa. Magn-
ús Lyngdal Magnússon svarar umfjöll-
un Sigurðar Gylfa Magnússonar, um
styrkúthlutanir til vísindastarfa, sem
birtist í grein hans í síðasta hefti. Þá
birtir Saga erindi um Jón Jóhannesson
miðaldafræðing sem flutt voru á sam-
komu í tilefni aldarafmælis hans sum-
arið 2009, og Viðar Pálsson skrifar ít-
ardóm um nýleg verk um konungsvald
á miðöldum.
Landshagir á Íslandi, lauslæti og
kynsjúkdómar, Gamli sáttmáli, mið-
aldasagnfræði og rannsóknarstyrkir.
Það er hrein tilviljun að öll þessi viðfangsefni skuli á einn
eða annan hátt tengjast þeirri sögupersónu sem bæði
prýðir kápu heftisins að þessu sinni, ásamt eiginkonu
sinni, og er viðfangsefni Spurningar Sögu. Hópur fræð-
inga veltir þar upp ímynd Jóns – og Ingibjargar. Ef til vill er
sú tilviljun ekki svo merkileg í ljósi þess hversu margföld
þessi sögupersóna er, bæði í fortíð og nútíð. Hún heitir
Jón Sigurðsson, á tvö hundruð ára afmæli nú í sumar og
hefur frá upphafi 20. aldar ekki aðeins verið óþrjótandi
rannsóknarefni fræðimanna heldur pólitískt og menn-
ingarlegt viðfangsefni.
Ritdómar og fregnir eru átta talsins og endurspeglar
fjöldinn þó ekki á nokkurn hátt umfang sagnfræðirann-
sókna síðustu tveggja ára, en vonandi næst að gera flest-
um þeim sagnfræðiverkum sem komu út á síðasta ári skil
með útgáfu haustheftis 2011. -pbb
Handbók um íslensku
í ritstjórn Jóhannesar
B. Sigtryggssonar situr
í efsta sæti aðallista
Eymundssonar þessa
vikuna. Handbókin
hefur fengið einróma
lof gagnrýnenda, þar á
meðal fimm stjörnur í
Fréttatímanum.
handBók Á flugi
sumardauðinn
Mons Kallentoft
Ísak Harðarson þýddi
478 bls. Uppheimar
Åsa Larsson
Ljósmynd/Orlando G. Boström.
Kindle-lesbrettið getur geymt
mörg hundruð rafbækur.
Philip Roth veldur
enn deilum á gamals
aldri. Ljósmynd/Nordic
Photos/Getty Images.
myrkraslóð
Ása Larsson
Eyrún Edda Hjörleifsdóttir
þýddi
414 bls. JPV
Fræðslumynd um krabbamein í ristli og endaþarmi
sýnd á RÚV sunnudaginn 29. maí kl. 13:00
„Þetta er svo lúmskt“
Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Ristilfélagið og Stómasamtök Íslands.
Auglýsingin er gerð í samvinnu við Roche og Merck Serono.
Krabbameinsfélagið