Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Page 50

Fréttatíminn - 27.05.2011, Page 50
42 bíó Helgin 27.-29. maí 2011 Þ egar félagarnir Phil (Bradley Cooper) og Stu (Ed Helms) drifu vin sinn Doug (Just- in Bartha) til Las Vegas til þess að halda honum ógleymanlegt steggjapartí klikkaði allt sem klikkað gat. Ekki síst þar sem tilvon- andi mágurinn og hálfvitinn Alan (Galifianakis) fékk að dröslast með. Steggjapartíið reyndist auðgleymanlegt þar sem Alan byrlaði hópnum sýrða hressingu til þess að þjappa hópnum saman og þegar menn komust til rænu dag- inn eftir var brúðguminn týndur og tröllum gefinn þannig að þremenningarnir máttu gera svo vel að leggj- ast í ævintýralega leit í kapp- hlaupi við klukkuna þar sem stórfenglegt brúðkaupið var við það að bresta á. Björgunarleiðangurinn varð óslitin runa fáránlegra og fyndinna uppákoma sem skiluðu sér í einfaldri, groddalegri gamanmynd og óvæntum sumarsmelli. Framhaldsmyndin tekur við eftir að skilið var við vinina; laskaða, lemstraða og reynslunni ríkari í brúð- kaupi Dougs. Nú er komið að smá- borgaralega tannlækn- inum og áhyggjubúntinu Stu að ganga í það heilaga. Brenndur af fjörinu í Las Vegas ákveður Stu að fagna yfirvofandi hjónabandi með vinum sínum í meinlausum morgunverði í Taílandi. Fjórmenningarnir stökkva því um borð í flugvél en þeir eru sjálfum sér líkir og vill- ast fljótt af leið. Þeir drepast á fylliríi, týna 16 ára bróður unnustu Stus og þegar þeir vakna í Bangkok vita þeir ekkert hvað á hefur gengið og þurfa að reyna að rekja drykkjuslóða sinn og finna unglingspiltinn í leiðinni. Framleiðendur Hango- ver höfðu svo góða tilfinn- ingu fyrir myndinni að þeir byrjuðu að leggja drögin að framhaldsmynd áður en Hangover var frumsýnd. Leikstjórinn Todd Philips var því ráðinn til þess að skrifa handrit að framhaldi ásamt Scot Armstrong tveimur mánuðum áður en Hangover var frumsýnd og sló í gegn. Nokkrir vaskir góðkunningjar úr fyrri myndinni láta einnig að sér kveða í framhaldinu. Sá frábæri gamanleikari Jeffrey Tambor (Arrested Development) snýr aftur sem tengdafaðir Doughs en hann þykist oft luma á góðum ráðum fyrir unga menn. Ken Jeong endurtek- ur rullu sína sem Mr. Chow en hann reyndist vinunum vægast sagt skeinuhættur í Las Vegas. Hnefaleikatröllið Mike Tyson lætur heldur ekki sitt eftir liggja og hinn óborganlegi leikari Paul Giamatti kemur svo nýr í hópinn.  Hangover II DjammIð HelDur áfram  bíóDómur PIrates of tHe CarIbbean: on stranger tIDes  frumsýnDar  Meiri þynnka Gamanmyndin The Hangover sló í gegn svo að um munaði í bíó sumarið 2009. Þar steig Zach Galifianakis fram sem aðalbrandarakall augnabliksins og Mike Tyson tók eftirminnilegt loft-trommusóló við undirleik Phils Collins. Myndin gekk býsna lengi í íslenskum kvikmyndahúsum og nú reynir á hvort fólk vill detta í það aftur með lánlausu fjórmenningunum úr fyrri myndinni og fylgjast með þeim taka afleiðingunum. Mikið skelf ing ætlar Jerry Bruckheimer að takast að halda lífi í Sjóræningjunum í Karabíska haf- inu í nafni fyrstu myndarinnar. The Curse of the Black Pearl er frábær ævintýramynd, spennandi, fyndin. Hún keyrði á dásamlegum persónu- töfrum Johnnys Depp í hlutverki Jacks Sparrow sem var dyggilega studdur skemmtilegum leikurum og persónum. Framhaldið olli vonbrigðum en þrátt fyrir að Dead Man’s Chest hafi verið slöpp hélt ástandið enn áfram að versna í þriðju myndinni, At World’s End. Og ekki skánar það í þeirri fjórðu. Rommið í þessu öllu saman er löngu búið og ekkert eftir nema tóm flaskan. Meira að segja Jack Sparrow, sem hingað til hefur bjargað því sem bjargað varð, er orð- inn þunnur. Þeir sem standa að Sjóræningjun- um í Karabíska hafinu virðast hafa ofmetnast svo af öllu gullinu að þeir telji að það dugi að bjóða upp á flott- ar senur, smart hasar og láta Jack Sparrow fíflast eitthvað inn á milli. Hér er boðið upp á þvælda og óspennandi, ef ekki tilgangslausa, sögu og holar persónur. Barbossa (Geoffrey Rush) er kippt út úr sínu náttúrulega umhverfi og hann er hvorki fugl né fiskur. Sá mæti mað- ur og eðaltöffari, Ian McShane, nær engu flugi í hlutverki Blackbe- ards. Persónan og leikarinn bjóða upp á margt en niðurstaðan er bara enn einn Disney -skúrkurinn. Pené- lope Cruz er fögur sem fyrr en það neistar nú ekki beint milli hennar og Jacks. Og verst af öllu er að Jack er að missa kúlið og Depp á ekki séns í að breiða yfir allt það sem er að í On Stranger Tides. Fyrsta myndin var þvottekta sumarsmellur og þessi mynd veld- ur mjög áþreifanlegum sumarvon- brigðum. Manni hrís eiginlega hugur við því að Jack endurheimtir Svörtu perluna sína í myndinni og á því örugglega eftir að taka stefnuna í bíó eina ferðina enn. Þórarinn Þórarinsson Súpermann bjargar Anítu Kvikmyndin Dylan Dog: Dead of Night var frum- sýnd í vikunni en þar leikur Aníta Briem á móti Brandon Routh sem spreytti sig á hlutverki Superman fyrir nokkru með frekar dapurlegum árangri. Myndin byggist á ítölsku hryllingsmyndasögunum Dylan Dog sem komu fram á sjónarsviðið á níunda áratugnum. Routh leikur einka- spæjarann Dylan Dog sem sérhæfir sig í yfirnátt- úrulegum málum vegna yfirgripsmikillar þekkingar á því sviði. Hann hefur snúið baki við öllu skrímslastússi og starfar sem hefðbundinn einkaspækari. Það breytist aftur á móti þegar Elizabeth (Aníta Briem) leitar á náðir hans og þarf á sérþekkingu hans að halda. Hann vill lítið hafa með mál hennar gera en þegar að- stoðarmaður hans breytist í uppvakning dregst hann aftur inn í heim varúlfa, vampíra og fleiri skratta- kolla. Nighy í Total Recall Allt útlit er fyrir að breski eðal- leikarinn Bill Nighy verði með í endurgerð vísindaspennu- myndarinnar Total Recall. Nighy er í viðræðum um að taka að sér hlutverk uppreisnarleiðtogans Quatto en í myndinni leitar Colin Farrell, í hlutverki aðalhetjunnar Doughs Quaid, liðsinnis upp- reisnarmanna Quattos. Myndin er gerð eftir skáldsögu Philips K. Dick en í eldri myndinni lék Arnold Schwarzenegger Dough. Kate Beckinsale og Jessica Biel hafa þegar verið ráðnar í hlutverk kvenpersónanna, annars vegar svikullar eiginkonu Dougs og hins vegar konu sem kemur honum til hjálpar. Fjórmenn- ingarnir stökkva því um borð í flugvél en þeir eru sjálfum sér líkir og villast fljótt af leið. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Phil, Stu, Doug og Alan leggja land undir fót á ný og vitaskuld fer ekkert eins og ráð var fyrir gert. Rommið er búið! Eldur í Paradís Sýningar hefjast á kanadísk/frönsku kvik- myndinni Eldur í dag, föstudag. Myndin fjallar um ferð tvíbura til Mið-Austurlanda þar sem þau reyna að varpa hulunni af dularfullri fortíð móður sinnar sem er nýlátin. Í upp- hafi vita þau aðeins að faðir þeirra er ekki látinn, eins og þau töldu, og að auki eiga þau bróður sem þau höfðu enga hugmynd um. Myndin var tilnefnd til Óskars- verðlauna sem besta erlenda myndin auk þess sem hún sópaði til sín verðlaunum á The Genie Awards og fékk meðal annars verðlaun fyrir bestu mynd, besta leik- stjóra, bestu leikkonu, besta handrit, bestu kvikmyndatöku og bestu klippingu. Depp á ekki séns í að breiða yfir allt það sem er að í On Stranger Tides. Ben Stiller stefnir enn ótrauður að því að gera framhald af hinni vinsælu gamanmynd um tískumódelið Zoolander. Hann segir í samtali við Empire að hugmyndin sé að láta myndina gerast tíu árum eftir að hinni myndinni lauk. Tískubransinn er þá búinn að kasta stjörnunum Zoolander og Hansel (Owen Wilson) til hliðar þannig að þeir eru í tómu rugli og komnir aftur á byrjunarreit. Stiller segir margt í fyrri myndinni sem megi byggja á og vinna úr og hann sé mjög spenntur fyrir því að láta Zoolander 2 verða að veruleika. Zoolander tíu árum síðar ódýrt alla daga 35%afsláttur Verð áður 1798 kr. kg Grísahnakki m/hvítlauki og rósmarín 1169kr.kg frábært á Grillið

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.