Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Síða 60

Fréttatíminn - 27.05.2011, Síða 60
Helgin 27.-29. maí 2011 Auðvitað er til vafasamt fólk í mótor- hjólaheim- inum eins og í KR og Landsbank- anum.“ Viltu breyta mataræðinu til batnaðar á einfaldan og öfgalausan hátt? INGA KRISTJÁNSDÓTTIR næringarþerapisti D.E.T. kennir ykkur hve einfalt það getur verið að bæta mataræðið og hvaða ráð hún hefur til þess. ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ! Inga er búin að halda yfir 40 fyrirlestra um efnið enda nálgunin einföld, skýr og hentar öllum sem áhuga hafa á breyttum lífsháttum. Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.19:30 - 22:00 Innifalið er mappa með uppskriftum og fróðleik. Verð: 4.400 kr. Nánari upplýsingar og skráning í síma 8995020 eða á eig@heima.is www.heilsuhusid.is firi›judaginn 14. júní kl.19:30 FARIÐ VERÐUR MEÐ EINFÖLDUM HÆTTI YFIR: • Hverju er hægt að skipta út og hvað kemur þá í staðinn • Hvernig hægt er að þekkja muninn á hollri og skaðlegri fitu • Hvernig þú getur haldið fullri orku allan daginn og losnað við sykurþörf og þreytuköst É g er að fara inn í fyrsta vorið mitt ef það drull-ast til að koma, það er að segja. Það er búið að vera svo kalt og þótt menn séu bikerar þá eru þeir kuldaskræfur og hjólin hafa lítið hreyfst,“ segir Mummi. „Það má segja að hér sé allur mótorhjólaheimurinn kominn á einn stað. Ég sel notuð hjól í umboðssölu og alls konar leður- drasl; skó, buxur, boli, jakka og eitthvað af hjálmum. Bara svona þetta sem þarf til þess að koma sér af stað. Þetta er nú ekki stórt hjá mér og ég er með sex hjól hérna núna, af öllum stærðum og gerðum.“ Húðflúrlistamaðurinn Sig- urður Páll er með Mumma í þessu og hann sér um að skreyta fólk. Sjálfur segir Mummi úti- lokað að hann reyni að bródera viðskiptavini sína. „Nei. Ég geri það ekki nokkrum einasta manni að koma nálægt honum með svona græjum. Það yrði ávísun á skaðræði og lögsókn jafnvel,“ segir hann. Mummi segir að staðurinn hans sé hálfgerð félagsmiðstöð mótorhjólafólks. „Þetta er bæði almennt kaffihús og staður sem hjólafólk hangir á. Fólk kemur bara og fær sér kaffi og sest jafn- vel með það út á sólpall. Og svo er þetta líka samkomustaður fyr- ir fólk sem kemur mikið saman hérna þegar það er að fara út að burra,“ segir Mummi. En eru þetta þá ekki bara eintómir krimmar sem hanga þarna? „Nei. Þetta er alveg indælisfólk,“ segir Mummi og hlær. „Auðvitað er til vafasamt fólk í mótorhjólaheiminum eins og í KR og Landsbankanum. Svoleiðis fólk finnst alls staðar en það er nú oft þannig að eftir því sem menn eru hörkulegri og með fleiri tattú þá er hjartað mýkra og ljúfmennskan meiri.“ Mummi er með opið frá kl. 12 á hádegi til tíu á kvöldin alla daga vikunnar nema sunnudaga. Þá er lokað enda þarf hann sinn tíma til þess að hjóla. „Ég er nú bara einyrki hérna en ég er auðvitað alltaf á hjóli. Ég er ómögulegur ef ég á ekki mótor- hjól. Hérna næ ég að sameina áhugamálið og vinnuna. Það vita allir hvernig hitt dæmið fór hjá mér og eitthvað verð ég að gera. Umdeildir menn eins og ég fá ekki vinnu svo glatt þannig að ég skapaði mér mína eigin vinnu. Maður verður bara að redda sér. Og hvað er næst best í heimi? Mótorhjólin og sá lífsstíll sem þeim fylgir.“ toti@frettatiminn.is  mummi Opnaði fÉlagsmiðstöð mótOrhjólafólks Mummi er sinnar gæfu smiður og unir sér vel í Skipholtinu þar sem hann sam- einar vinnu og áhugamál. Húðflúruð ljúf- menni í leðri Guðmundur Týr Þórarinsson, þekktastur sem Mummi í Mótorsmiðjunni, opnaði í vetur mótorhjólabúð, húðflúrstofu og kaffihús í Skipholtinu. Staðurinn er orðinn að félagsmiðstöð hjólafólks sem virðist loks geta farið að þenja mótorfáka sína. Alvar Aalto endurlífgaður Norræna húsið býður upp á þá nýjung í sumar að nú gefst gestum kostur á að fá leiðsögn um þetta fræga hús sem finnski arkitektinn Alvar Aalto teiknaði. Alto er talinn meðal frægustu arkitekta heims en hann lést árið 1976. Íslenski leikarinn Jóel Sæmundsson bregður sér í hlutverk Aaltos og leiðir gesti um húsið alla daga. Í Norræna húsinu eru allar innréttingar, lampar og nær öll húsgögn eftir Aalto, og stóru bronshöld- unum á dyrunum er lýst eins og handtaki hans sjálfs; mjúkt og þétt. Aalto hannaði innanstokksmuni í flestallar byggingar sínar og margir þessara muna eru enn framleiddir. –ÞT Alvar Aalto. Jóel Sæmundsson. STOEGER P350 SYNTHETIC PUMPA Vinsæl pumpa. Tekur 2 ¾“, 3“ og 3 ½“ skot. 26“ hlaup. 3 þrengingar fylgja. Fullt verð 61.900,- Tilboð aðeins 49.900,- STOEGER P350 MAX4 PUMPA Vinsæl pumpa. Tekur 2 ¾“, 3“ og 3 ½“ skot. 26“ hlaup. 3 þrengingar fylgja. Fullt verð 65.900,- Tilboð aðeins 52.720,- ESCORT FIELDHUNTER PUMPA Vinsæl pumpa. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. 26“ hlaup. 5 þrengingar fylgja ásamt skeftishallaplötum. Fullt verð 55.900,- Tilboð aðeins 45.900,- ESCORT MARINEHUNTER PUMPA Vinsæl pumpa. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. 26“ hlaup. 5 þrengingar fylgja ásamt skeftishallaplötum. Fullt verð 69.900,- Tilboð aðeins 59.900,- OPTIMA B12 TVÍHLEYPA Yfir / undir tvíhleypa. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. Einn gikkur, val á milli hlaupa. Útdragari. 28“ hlaup. 5 þrengingar. Fullt verð 109.900,- Tilboð aðeins 89.900,- OPTIMA S12 TVÍHLEYPA Yfir / undir tvíhleypa. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. Einn gikkur, val á milli hlaupa. Útdragari. 28“ hlaup. 5 þrengingar. Fullt verð 109.900,- Tilboð aðeins 89.900,- BOITO MIURA I SUPREME TVÍHLEYPA Yfir / undir tvíhleypa. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. Einn gikkur, val á milli hlaupa, útkastari. 28“ hlaup. 5 þrengingar. Fullt verð 129.900,- Tilboð aðeins 104.900,- BOITO MIURA I TVÍHLEYPA Yfir / undir tvíhleypa. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. Einn gikkur, útdragari. 28“ hlaup. 5 þrengingar. Fullt verð 99.900,- Tilboð aðeins 74.900,- NORINCO RIFFILPAKKI 22 cal lr. riffill með boltalás. 9 skota magasín. Sigti og snittað hlaup. 3-9x40 Norconia sjónauki ásamt festingum. Aim Pod tvífótur með veltihaus. Byssupoki. Góður pakki á frábæru verði. Aðeins 54.900,- KRÓKHÁLSI 5 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16 Í leiðinni úr bænum AÐEINS 54.900,- TILBOÐ AÐEINS 49.900,- TILBOÐ AÐEINS 45.900,- TILBOÐ AÐEINS 89.900,- TILBOÐ AÐEINS 104.900,- TILBOÐ AÐEINS 52.720,- TILBOÐ AÐEINS 59.900,- TILBOÐ AÐEINS 89.900,- TILBOÐ AÐEINS 74.900,- ÓDÝRA VEIÐIBÚÐIN

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.