Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Síða 64

Fréttatíminn - 27.05.2011, Síða 64
Hilmir Snær leikstýrir Kirsuberjagarðinum Hilmir Snær Guðnason mun leik- stýra Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsjekhov sem sett verður upp á stóra sviðinu í Borgarleik- húsinu í október. Mikið einvalalið leikara tekur þátt í þessari sýningu en þeirra á meðal eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Þröstur Leó Gunnars- son, Guðjón Davíð Karlsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Leikstjór- inn, Hilmir Snær, stefnir að gáska- fullri sýningu, uppfullri af ólgandi tilfinningum. Leikritið fjallar um ástir, átök, brostnar vonir og vænt- ingar til framtíðar en líka eftirsjá eftir horfnum heimi. -óhþ Ekkert lát á vinsældum Adele Breska söngkonan Adele hefur svo sannarlega sungið sig inn í hjörtu landsmanna. Lög hennar, Rolling in the Deep og Someone like You, hafa trónað nær sleitulaust á toppi Lagalistans, lista Félags íslenskra hljómplötuútgef- enda yfir mest spiluðu lögin í útvarpinu, frá því í byrjun febrúar á þessu ári. Vinir Sjonna með Aftur heim, Magni með Ég trúi á betra líf og Valdimar með lagið Okkar eigin Osló eru einu lögin sem hafa náð að varpa bresku sönggyðjunni af stalli – allir þó í stuttan tíma í senn. Lagið Someone like You hefur setið á toppi Laga- listans undanfarnar sjö vikur. -óhþ Atli Rafn sem Axlar-björn Leikhópurinn Vesturport hlaut á dögunum hæsta styrkinn úr Auroru -sjóði til að setja upp leikverk byggt á sögunni um Axlar-Björn. Stefnt er að því að setja verkið á svið Borgarleik- hússins í október. Björn Hlynur Haraldsson skrifar handritið og leikstýrir verk- inu. Alxar-Björn er einn þekktasti fjöldamorðingi Íslandssögunnar og myrti átján manns áður en upp um hann komst. Með hlutverk Axlar- Björns fer Atli Rafn Sigurðarson. HELGARBLAÐ Hrósið … ... fær bloggarinn árvökuli, Jón Frímann Jónsson, en hann greindi fyrstur frá yfirvofandi eld- gosi í Grímsvötnum á bloggsvæði sínu jonfr.com/volcano á laugar- dagskvöldið.Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Korfu Einstakt fjölskyldutilboð Ótal fleiri gistimöguleikar á VITA.is 10-11 nátta ferðir 7. og 18. júní Lois Corcyra Beach Gott 4ra stjörnu „allt innifalið“ hótel, vel staðsett við ströndina í bænum Gouvia. Á hótelinu er barnaklúbbur og skemmti dagskrá. Fallegt útsýni yfir Gouvia flóann. Verð frá 130.625 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn (2-11) í 10 nætur, 18. júní með öllu inniföldu og afslátt af flugverði barna. *Verð án Vildarpunkta 140.625 kr. m.v. 2+2. Innifalið: Flug, skattar, gisting með öllu inniföldu og íslensk fararstjórn. Elea Beach Látlaust en gott 3ja stjörnu hótel, mjög vel staðsett við strönd og í aðeins í 5. mín. göngufjarlægð frá miðbæ Dassia. Verð frá 96.250 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn (2-11) í 10 nætur, 18. júní með hálfu fæði og afslátt af flugverði barna. *Verð án Vildarpunkta 106.250 kr. m.v. 2+2. Innifalið: Flug, skattar, gisting með hálfu fæði og íslensk fararstjórn. Allt innifalið Hálft fæðiLukkulíf VITA 7. og 18. júní Verð frá 123.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Innifalið: Gisting í tvíbýli með hálfu fæði og flugvallarskattar 7. júní. * Verð án Vildarpunkta 133.900 kr. Lukkulíf VITA gerir þér kleift að velja áfangastað, brottfarardag og lengd ferðar en upplýsingar um gististað berast þér síðar. ÍS LE N SK A S IA .IS V IT 5 51 94 0 5/ 11 BEINT MORGUNFLUG MEÐ ICELANDAIR GRIKKLAND ADRÍAHAF ÍTALÍA Korfu VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is * Gildir eingöngu í ferðir 7. og 18. júní og þegar um pakkaferð er að ræða. Börn fljúga frítt! SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.