Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 4
Hvert sem leið okkar liggur dag- lega blasir við oklcur grafisk hönnun í einhverri mynd og í neyslusamfélagi nútímans þar sem hlutirnir eiga að gerast núna, ef ekki helst í gœr, verður alltaf meira áríðandi að koma upplýsingum á framfœri á réttum stað og réttum tíma. Og til að tekið verði eftir þá eru hlutirnir gerðir sjónrœnir með grafiskri hönnun. Þetta er framtíðin, segja menn, eða vœri kannski réttara að segja: ein af þessum framtið- um. Allavega er þetta listgrein, sem er tekin svo alvarlega I dag að til að nema hana dugir ekkert minna en nám sem er á háskóla- stigi. Kennt I Listaháskóla Islands undir styrkri stjórn Guðmundar Odds Magnússonar. I spjalli sem ég átti við hann um daginn varð ég margs vísari um graftsku deildina í LHÍ en að gömlum og góðum sió byrjaði ég á að spyrja hann hvaðan og hverra manna hann vceri. lOmilNDSl Þó ég sé fæddur og uppalinn Akureyringur er ég Vestfirðingur í húð og hár. Móðurætt mín kem- ur úr Breiðafjarðareyjum, Svefn- eyjaætt, og föðurættin er af Ströndum - Ennisættin, kennd við Skriðnesenni. Móðir mín hét Gyða Guðmundsdóttir en faðir minn Magnús Oddsson. Þau eru bæði látin. Hann var bygginga- meistari á Akureyri. Hvað varð til þess að þú valdir þetta fag eti ekki eitthvað ann- að, var þetta eitthvað sem þú œtlaðir alltafað gera? Strax í grunnskóla fékk ég orð á mig sem teiknari - ífamhaldið var mér alltaf eiginlegt. Ég var reyndar um tíma í hreinu mynd- listarnámi. Það var ágætt en mér ekki beint eiginlegt. Geturðu lýst fyrir okkur í stuttu tnáli nántinu í grafískri hönn- un? Þetta er nám í hagnýtri fjöl- tækni, beitingu myndmáls, ímyndasmíði - sérfræði við að koma hvers kyns innihaldi, upp- lýsingum, auglýsingum eða áróðri á framfæri á áhrifaríkan, mynd- rænan hátt, mest fyrir hvers kyns fjölmiðla. í dag gerist þetta nán- ast eingöngu í tölvuumhverfi. Við notum reyndar alls kyns hefð- bundin og óhefðbundin verkfæri en þetta endar nánast allt í tölvu. Kennsla í ljósmyndun, teikningu og handritun fer fram með nokkurn veginn hefðbundnum hætti. Sífellt fleiri nemendur koma að skólanum með mikla tölvukunnáttu og talsverð orka fer í að hjálpa þeim sem minna kunna en skólinn er ekki tækni- skóli. Þótt allir nemendur í graf- ískri hönnun læri sömu kjarna- greinar eins og hönnunarsögu, leturfræði, merkjagerð, tengingu mynda og leturs þá geta menn út- skrifast með áherslu á grafíska hönnun fyrir prentmiðla eða graf- íska hönnun fyrir skjámiðla. Hver eru inntökuskilyrði í graf- ísku deildina í Listaháskólan- um? Miklu fleiri sækja um en kom- ast að. Síðast sótti um hátt í hund- rað manns en 18 eru teknir inn. Við sem sjáum um inntöku leitum fyrst og fremst að fólki með óvenjulega mikla hæfileika. Það þyrfti helst að hafa stúdentspróf en það er alls ekki skilyrði. Skil- yrðið er fyrst og fremst hæfileikar til að hrífa aðra með myndrænni getu. Flestir sem komast inn hafa einhverskonar nám í myndmennt að baki. Það getur verið margvís- legt en flestir eiga nám á mynd- menntabrautum framhaldsskól- anna eða fornámsdeildum Mynd- listaskólans í Reykjavík og frá Akureyri að baki. En við höfum líka fengið fólk annarsstaðar frá, ffá Iðnskólanum og úr Margmiðl- unarskólanum. Ég hef grun um að hlutfallið „annarstaðar frá“ sé að stækka. Hvað er þetta langt nám og hvaða réttindi Itefur inaður að loknu námi? Þetta er þriggja ára nám sem lýkur hér með BA gráðu. Það er hægt að halda áfram erlendis og taka meistaragráðu en það hafa aðeins örfáir Islendingar gert í þessari grein enn sem komið er. Námið veitir engin réttindi önnur en þau sem þú skapar þér sjálfur með yfirburðum. Nánast enginn er ráðinn sem teiknari á alvöru auglýsingastofu án náms - en þó er það til. Þá hafa menn langt sjálfsnám að baki. Þar sem þetta er listaháskóli er þetta vœntanlega lánshœft nám. Já, þetta er lánshæft nám. Hver er munurinn á þessari deild og Margmiðlitnarskólan- um? Hann felst kannski fyrst og fremst í því, fyrir utan háskóla- stigið, að okkar skóli er ekki tækniskóli eins og Margmiðlunar- skólinn er fyrst og fremst að rnínu mati. Tæknifólk er nauðsynlegt en það endar flest í þjónustu þeirra sem hafa almennilegar hugmynd- ir, valda inntaki og kunna að beita myndmáli. Þar erum við sérfræð- ingar. Við höfum fengið nokkur góð talent sem hafa byrjað í Margmiðlunarskólanum. En það hefur enginn byrjað hjá okkur og farið í Margmiðlunarskólann. En við berum samt mikla virðingu fyrir almennilegu tæknifólki. Gott samstarf skapandi fólks og góðra tæknisérfræðinga gefúr af sér bestu verkin og það skiptir mestu máli. Við höfum líka tæknisér- fræðinga í þjónustu okkar við skólann. I framhaldi afþessu: hvernig stendur, að þínu mati, LHÍ í samanburði við skóla erlendis? Við hvetjum alla sem eiga þess nokkurn kost að fara til útlanda. 4 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.